Rauða serían kveður eftir 38 ára göngu Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir hefur séð um útgáfu Rauðu seríunnar síðan árið 1985. Vísir/Arnar Síðustu titlar Rauðu seríunnar hafa verið gefnir út. Nú tekur við hljóðbókalestur hjá útgefandanum sem segir tilfinninguna vera skrítna enda gefið bækurnar út í 38 ár. Rauða serían hóf göngu sína á Íslandi sumarið 1985 þegar bókin Spegilmynd ástarinnar var gefin út. Hafði hugmyndin á því að gefa bækurnar út kviknað nokkrum mánuðum fyrr hjá Rósu Vestfjörð Guðmundsdóttur. Hún hafði þá rekið prentsmiðjuna Ásprent ásamt eiginmanni sínum Kára í nokkur ár. „Ég var að lesa Dag og Kári var að keyra með mér suður. Þá brýt ég Dag saman og segi við hann, eigum við ekki bara að fara að gefa út pocket-bækur. Einhverjar ódýrar pocket-bækur. Kári alltaf svo jákvæður og sagði já þú reddar þessu bara og þetta var upphafið,“ segir Rósa. Nú hefst lestur Nú 38 árum síðar eru titlarnir orðnir um það bil 2.300 talsins en sá síðasti hefur nú þegar verið gefinn út. Lesendum hefur farið fækkandi síðustu ár og kominn tími til að seríunni ljúki. Rósa ætlar þó ekki að kveðja bækurnar alveg. „Tilfinningin er ansi skrítin. En svona er lífið, það er minnkandi lestur en ég get ekki alveg hætt að vinna. Þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur. Ég útbjó mér stúdíó í saumaherberginu mínu. Og þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur,“ segir Rósa. Ætlar ekki að bora í nefið Öllum átta þýðendum Rauðu seríunnar hefur verið sagt upp, þar á meðal einum sem hafði starfað fyrir Ásprent og Rósu síðan árið 1979. En hvað tekur við fleira en lestur inn á hljóðbækur? Listin eða hjólreiðar koma sterklega til greina. „Svo eru gönguskíðin komin í nefnd,“ segir Rósa. Svo það er ekki eins og þú sért bara að fara að bora í nefið? „Ég kann ekki að sitja kyrr,“ segir Rósa að lokum og hlær. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Kynlíf Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Rauða serían hóf göngu sína á Íslandi sumarið 1985 þegar bókin Spegilmynd ástarinnar var gefin út. Hafði hugmyndin á því að gefa bækurnar út kviknað nokkrum mánuðum fyrr hjá Rósu Vestfjörð Guðmundsdóttur. Hún hafði þá rekið prentsmiðjuna Ásprent ásamt eiginmanni sínum Kára í nokkur ár. „Ég var að lesa Dag og Kári var að keyra með mér suður. Þá brýt ég Dag saman og segi við hann, eigum við ekki bara að fara að gefa út pocket-bækur. Einhverjar ódýrar pocket-bækur. Kári alltaf svo jákvæður og sagði já þú reddar þessu bara og þetta var upphafið,“ segir Rósa. Nú hefst lestur Nú 38 árum síðar eru titlarnir orðnir um það bil 2.300 talsins en sá síðasti hefur nú þegar verið gefinn út. Lesendum hefur farið fækkandi síðustu ár og kominn tími til að seríunni ljúki. Rósa ætlar þó ekki að kveðja bækurnar alveg. „Tilfinningin er ansi skrítin. En svona er lífið, það er minnkandi lestur en ég get ekki alveg hætt að vinna. Þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur. Ég útbjó mér stúdíó í saumaherberginu mínu. Og þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur,“ segir Rósa. Ætlar ekki að bora í nefið Öllum átta þýðendum Rauðu seríunnar hefur verið sagt upp, þar á meðal einum sem hafði starfað fyrir Ásprent og Rósu síðan árið 1979. En hvað tekur við fleira en lestur inn á hljóðbækur? Listin eða hjólreiðar koma sterklega til greina. „Svo eru gönguskíðin komin í nefnd,“ segir Rósa. Svo það er ekki eins og þú sért bara að fara að bora í nefið? „Ég kann ekki að sitja kyrr,“ segir Rósa að lokum og hlær.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Kynlíf Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira