Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2023 20:10 Troy Helming er stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Sigurjón Ólason Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. Við sögðum í sumar að þetta hljómaði eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki boraði göng í gegnum íslensk fjöll. Frumkvöðullinn Troy Helming notar myndlíkingu úr framtíðarbíómynd í viðtali við Stöð 2: „Ef við ímyndum okkur litla dráttarvél með geislasverð eins og í Star Wars að framan og Mandalorian Jetpack sem blæs út möl og sandi að aftan.” Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Aðferðin að nota ofurheitan plasma-ljósboga er þekkt úr málmiðnaði en er sögð geta valdið byltingu í jarðgangagerð. „Við getum verið allt að hundrað sinnum fljótari en við hefðbundna gangagerð og allt frá 20 til 90 prósent ódýrari en við hefðbundna gangagerð því það er aðallega bara rafmagnið,” segir Troy Helming, stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Svo spenntir eru íslenskir ráðamenn fyrir tækninni að þeir undirrituðu viljayfirlýsingu við íslenskan umboðsmann Earthgrid, Björgmund Guðmundsson, í Vestmannaeyjum í júnílok. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Forstjóri Earthgrid segir þrjár fyrstu borvélarnar verða tilbúnar á næsta ári og vonast til þess að Íslendingar ríði á vaðið í Evrópu með lagnagöngum til Eyja. „Við vonum það. Ef við fáum samning á Íslandi getum við breytt einni vélinni svo hún gangi við 50 hertsa rafkerfið í Evrópu og á Íslandi.” -Hvenær getið þið byrjað á Íslandi? „Sennilega um þetta leyti á næsta ári. Með 2,5 metra breiðum göngum fyrir raflagnir, ljósleiðara, vatn.” Jafnvel fyrir póst- og pakkasendingar. Troy Helming býðst til að kyndilbora 2,5 metra breið lagnagöng til Vestmannaeyja, sem gætu í framtíðinni þjónað sem flóttagöng fyrir 8-10 metra breið veggöng.Sigurjón Ólason Og slík göng gætu haft annað hlutverk. „Þau væru líka flóttagöng fyrir stærri 8 til 10 metra breið veggöng í framtíðinni.” Og forstjórinn býður að Earthgrid geri þetta á eigin ábyrgð. „Við erum sjö ára sprotafyrirtæki, við erum mjög vel fjármögnuð svo við höfum boðist til að taka á okkur alla áhættuna sem þýðir að við þurfum enga peninga frá neinum fyrr en við ljúkum áföngum í verkefnunum.” -En hvenær verður Earthgrid tilbúið að grafa veggöng? „Ekki á næsta ári en hugsanlega um vorið eða sumarið árið þar á eftir.” Fyrstu þrjár kyndiborvélar Earthgrid, með 2,5 metra þvermál, verða tilbúnar á næsta ári. Forstjórinn býður að ein þeirra byrji á Íslandi.EarthGrid Aðferðin er sögð umhverfisvæn en þarf mikla raforku. „Hún útheimtir mikla orku. Við brennum engu jarðefnaeldsneyti. Við notum raforku og loft. Fyrir göng sem eru 2,5 metrar í þvermál þurfum við fjögur til átta megavött. Það er svipað og hleðslustöð með 30 til 40 Teslum. Það er álíka mikil orka.” Til að bora veggöng segir hann að þyrfti áttfalt meiri raforku. Troy hefur undanfarna daga fundað með íslenskum ráðamönnum, þeirra á meðal innviðaráðherra og umhverfisráðherra, og segir þá áhugasama um framhaldið. „Við höfum þegar undirritað viljayfirlýsingu og nú erum við að tala um að taka næstu skref til að gera skilyrtan samning þar sem við tökum alla áhættuna,” segir Troy Helming, stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Orkumál Tækni Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. 30. júní 2023 21:10 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Við sögðum í sumar að þetta hljómaði eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki boraði göng í gegnum íslensk fjöll. Frumkvöðullinn Troy Helming notar myndlíkingu úr framtíðarbíómynd í viðtali við Stöð 2: „Ef við ímyndum okkur litla dráttarvél með geislasverð eins og í Star Wars að framan og Mandalorian Jetpack sem blæs út möl og sandi að aftan.” Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Aðferðin að nota ofurheitan plasma-ljósboga er þekkt úr málmiðnaði en er sögð geta valdið byltingu í jarðgangagerð. „Við getum verið allt að hundrað sinnum fljótari en við hefðbundna gangagerð og allt frá 20 til 90 prósent ódýrari en við hefðbundna gangagerð því það er aðallega bara rafmagnið,” segir Troy Helming, stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Svo spenntir eru íslenskir ráðamenn fyrir tækninni að þeir undirrituðu viljayfirlýsingu við íslenskan umboðsmann Earthgrid, Björgmund Guðmundsson, í Vestmannaeyjum í júnílok. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Forstjóri Earthgrid segir þrjár fyrstu borvélarnar verða tilbúnar á næsta ári og vonast til þess að Íslendingar ríði á vaðið í Evrópu með lagnagöngum til Eyja. „Við vonum það. Ef við fáum samning á Íslandi getum við breytt einni vélinni svo hún gangi við 50 hertsa rafkerfið í Evrópu og á Íslandi.” -Hvenær getið þið byrjað á Íslandi? „Sennilega um þetta leyti á næsta ári. Með 2,5 metra breiðum göngum fyrir raflagnir, ljósleiðara, vatn.” Jafnvel fyrir póst- og pakkasendingar. Troy Helming býðst til að kyndilbora 2,5 metra breið lagnagöng til Vestmannaeyja, sem gætu í framtíðinni þjónað sem flóttagöng fyrir 8-10 metra breið veggöng.Sigurjón Ólason Og slík göng gætu haft annað hlutverk. „Þau væru líka flóttagöng fyrir stærri 8 til 10 metra breið veggöng í framtíðinni.” Og forstjórinn býður að Earthgrid geri þetta á eigin ábyrgð. „Við erum sjö ára sprotafyrirtæki, við erum mjög vel fjármögnuð svo við höfum boðist til að taka á okkur alla áhættuna sem þýðir að við þurfum enga peninga frá neinum fyrr en við ljúkum áföngum í verkefnunum.” -En hvenær verður Earthgrid tilbúið að grafa veggöng? „Ekki á næsta ári en hugsanlega um vorið eða sumarið árið þar á eftir.” Fyrstu þrjár kyndiborvélar Earthgrid, með 2,5 metra þvermál, verða tilbúnar á næsta ári. Forstjórinn býður að ein þeirra byrji á Íslandi.EarthGrid Aðferðin er sögð umhverfisvæn en þarf mikla raforku. „Hún útheimtir mikla orku. Við brennum engu jarðefnaeldsneyti. Við notum raforku og loft. Fyrir göng sem eru 2,5 metrar í þvermál þurfum við fjögur til átta megavött. Það er svipað og hleðslustöð með 30 til 40 Teslum. Það er álíka mikil orka.” Til að bora veggöng segir hann að þyrfti áttfalt meiri raforku. Troy hefur undanfarna daga fundað með íslenskum ráðamönnum, þeirra á meðal innviðaráðherra og umhverfisráðherra, og segir þá áhugasama um framhaldið. „Við höfum þegar undirritað viljayfirlýsingu og nú erum við að tala um að taka næstu skref til að gera skilyrtan samning þar sem við tökum alla áhættuna,” segir Troy Helming, stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Orkumál Tækni Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. 30. júní 2023 21:10 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10
Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02
Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. 30. júní 2023 21:10
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36