Stöðvið þjóðarmorðið – slítið stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísraelsríki! Sema Erla Serdaroglu skrifar 23. nóvember 2023 15:01 Síðustu daga hafa meira en 14.000 almennir borgarar verið myrtir í Palestínu. Vonir, draumar og framtíð mörg þúsund barna hafa á síðustu dögum endað í fjöldagröfum í Gaza. 2,3 milljónir einstaklinga hafa verið sendir á flótta undan stöðugum sprengjuárásum. Fólki er sagt að flýja og er síðan sprengt. Ekki er til nóg af vatni fyrir alla þyrsta á Gaza, takmarkað er til af mat fyrir þau sem enn eru á lífi, ekki er til eldsneyti til þess að starfrækja spítala til að bjarga þeim særðu. Læknisaðstoð er takmörkuð og hjálpargögn lítil sem engin. Fólk deyr úr hungri, sýkingahætta er mikil og fólk sem bíður í röð eftir brauði er berskjaldað gagnvart sprengjuárás. Ekki er hægt að framkvæma keisaraskurði á konum eins og tíðkast og fyrirburar láta lífið því það þarf að taka þá úr hitakössum. Fleiri börn hafa verið drepin á Gaza en sameiginlegur fjöldi látinna barna á áttakasvæðum síðan 2019. Fleiri starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa verið myrtir á Gaza en á nokkru öðru svæði í sögu Sameinuðu þjóðanna. Fleiri blaðamenn hafa verið myrtir á Gaza en nokkru átakasvæði síðan 1993. Sjúkrahús hafa verið sprengd. Flóttamannbúðir hafa verið sprengdar. Skólar hafa verið sprengdir. Sjúkrabílar, sprengdir. Moskur og kirkjur, sprengd. Heimili, sprengd. Nánast allt landsvæði Gaza hefur verið sprengt. Ísrael er að fremja þjóðarmorð. Ísrael er að stunda kerfisbundnar þjóðernishreinsanir í Palestínu og eru með skipulögðum hætti að taka yfir palestínskt landsvæði með ítrekuðum fjöldamorðum, stríðsglæpum, glæpum gegn mannúð. Í meira en 75 ár hefur ólöglegt hernám, landrán, og aðskilnaðarstefna ísraelskra stjórnvalda verið stutt af vestrænum leiðtogum, hinu vestræna alþjóðasamfélagi sem og alþjóða- og fjármálastofnunum þess, og nú sjáum við þessa valdhafa koma markvisst í veg fyrir vopnahlé á Gaza. Á sama tíma sjáum við vestrænt alþjóðasamfélag halda áfram að endurskapa og halda uppi ríkjandi orðræðu sem afmennskuvæðir palestínsku þjóðina og skapar réttlætingu fyrir ítrekuðum fjöldamorðum á saklausum borgurum. Íslensk stjórnvöld eru engin undantekning þar á. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur varð landi og þjóð til skammar á alþjóðavettvangi fyrir stuttu með því að sitja hjá í kosningu um vopnahlé á Gaza á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Það var ekki fyrr en eftir mánuð af endurteknum mótmælum, fjölda samstöðufunda og stöðugum þrýstingi frá almenningi á þingfólk, eftir áskoranir frá mannréttindasamtökum og fagfélögum sem og undirskriftalista sem þúsundir Íslendinga settu nafnið sitt við, að Alþingi brást loksins við þeim þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og ályktaði þann 9. nóvember s.l. um að kalla eftir vopnahléi í árásum Ísraelsríkis á Palestínu. Gott og vel. En hvað svo? Síðan Alþingi ályktaði um að kalla eftir vopnahléi hafa þúsundir almennra borgara verið drepnir í Palestínu. Ef miðað er við að barn deyr á Gaza á 10 mínútna fresti hafa meira en 2000 börn verið myrt á Gaza síðan Alþingi sagðist ætla að kalla eftir vopnhléi. Vægi pólitískrar ályktunar er fyrst og fremst mælt í þeim aðgerðum sem gripið er til svo kröfum hennar verður náð. Ef ályktun Alþingis frá 9. nóvember s.l. á að vera eitthvað meira en innihaldslaust þvaður verður ríkisstjórn Íslands að grípa til skilvirkra aðgerða til þess að fylgja ályktuninni eftir og stuðla að því að fjöldamorð, stríðsglæpir og landrán ísraelskra stjórnvalda á Gaza verði stöðvað án tafar. Árið 2010, eftir að Ísraelsríki réðst á skipalest með hjálpargögn á leið til Gaza var haft eftir þingmönnum Framsóknar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Hreyfingarinnar, að þeir vildu slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita Ísraela viðskiptaþvingunum beri önnur úrræði ekki árangur. Sem þau gerðu augljóslega ekki. Árið 2014 var haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, að nauðsynlegt væri að skoða hvort til greina komi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna stöðunnar á Gaza. Við það tilefni sagði Katrín að ábyrgð íslenskra stjórnvalda sé mikil, sér í lagi í ljósi þess að Palestína er viðurkennt sjálfstætt ríki af stjórnvöldum. Á landsfundi Vinstri grænna árið 215 ályktaði fundurinn um að þjóðarmorð ísraelsríkis á Palestínumönnum verði ekki stöðvarð með aðgerðaleysi. Fundurinn hvatti til þess að sett yrði viðskiptabann a ísraelskar vörur og að ríkisstjórnin slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Nú, þegar Katrín Jakobsdóttir stýrir loks ríkisstjórn Íslands er rekin utanríkisstefna sem gengur gegn öllum þeim gildum og hugsjónum sem hún og flokkurinn hafa byggt alla pólitík á. Sorglegri verður arfleið stjórnmálaafla ekki. Að Ísland skuli eiga í stjórnmála- og viðskiptasambandi við ríki sem hefur um árabil gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð er svartur blettur á utanríkisstefnu Íslands. Hvers konar diplómatískt samstarf við ísraelsk stjórnvöld sendir þau skilaboð til Ísraelsríkis að nýlendustefna þeirra og þjóðernishreinsanir séu ásættanlegar. Að sama skapi er samvinna í alþjóðlegum viðskiptum við Ísrael fjárhagslegur stuðningur við landrán þeirra, hernám og stríðsglæpi. Á meðan íslensk stjórnvöld taka ekki skýra afstöðu og fylgja henni eftir með markvissum aðgerðum til að sýna í verki að Ísland krefjist þess að ríki fylgi alþjóðalögum, þá ber Ísland óbeina ábyrgð á þeim fjöldamorðum sem eiga sér nú stað í Palestínu og gerir okkur öll samsek. Ég neita að vera gerð samsek í þjóðarmorði og fer því fram á að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og setji viðskiptabann á ríkið án tafar! Með því að gera svo getur Ísland sett hvetjandi fordæmi fyrir ríki og alþjóðastofnanir og aukið líkurnar á að hægt verði að enda þær þjóðernishreinsanir sem nú eiga sér stað og stöðva frekara hernám, landrán og aðskilnaðarstefnu ísraelskra stjórnvalda og hefja afnýlenduvæðingu hernuminna palestínskra svæða. Með því að gera svo er hægt að frelsa Palestínu. Sema Erla Serdaroglu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa meira en 14.000 almennir borgarar verið myrtir í Palestínu. Vonir, draumar og framtíð mörg þúsund barna hafa á síðustu dögum endað í fjöldagröfum í Gaza. 2,3 milljónir einstaklinga hafa verið sendir á flótta undan stöðugum sprengjuárásum. Fólki er sagt að flýja og er síðan sprengt. Ekki er til nóg af vatni fyrir alla þyrsta á Gaza, takmarkað er til af mat fyrir þau sem enn eru á lífi, ekki er til eldsneyti til þess að starfrækja spítala til að bjarga þeim særðu. Læknisaðstoð er takmörkuð og hjálpargögn lítil sem engin. Fólk deyr úr hungri, sýkingahætta er mikil og fólk sem bíður í röð eftir brauði er berskjaldað gagnvart sprengjuárás. Ekki er hægt að framkvæma keisaraskurði á konum eins og tíðkast og fyrirburar láta lífið því það þarf að taka þá úr hitakössum. Fleiri börn hafa verið drepin á Gaza en sameiginlegur fjöldi látinna barna á áttakasvæðum síðan 2019. Fleiri starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa verið myrtir á Gaza en á nokkru öðru svæði í sögu Sameinuðu þjóðanna. Fleiri blaðamenn hafa verið myrtir á Gaza en nokkru átakasvæði síðan 1993. Sjúkrahús hafa verið sprengd. Flóttamannbúðir hafa verið sprengdar. Skólar hafa verið sprengdir. Sjúkrabílar, sprengdir. Moskur og kirkjur, sprengd. Heimili, sprengd. Nánast allt landsvæði Gaza hefur verið sprengt. Ísrael er að fremja þjóðarmorð. Ísrael er að stunda kerfisbundnar þjóðernishreinsanir í Palestínu og eru með skipulögðum hætti að taka yfir palestínskt landsvæði með ítrekuðum fjöldamorðum, stríðsglæpum, glæpum gegn mannúð. Í meira en 75 ár hefur ólöglegt hernám, landrán, og aðskilnaðarstefna ísraelskra stjórnvalda verið stutt af vestrænum leiðtogum, hinu vestræna alþjóðasamfélagi sem og alþjóða- og fjármálastofnunum þess, og nú sjáum við þessa valdhafa koma markvisst í veg fyrir vopnahlé á Gaza. Á sama tíma sjáum við vestrænt alþjóðasamfélag halda áfram að endurskapa og halda uppi ríkjandi orðræðu sem afmennskuvæðir palestínsku þjóðina og skapar réttlætingu fyrir ítrekuðum fjöldamorðum á saklausum borgurum. Íslensk stjórnvöld eru engin undantekning þar á. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur varð landi og þjóð til skammar á alþjóðavettvangi fyrir stuttu með því að sitja hjá í kosningu um vopnahlé á Gaza á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Það var ekki fyrr en eftir mánuð af endurteknum mótmælum, fjölda samstöðufunda og stöðugum þrýstingi frá almenningi á þingfólk, eftir áskoranir frá mannréttindasamtökum og fagfélögum sem og undirskriftalista sem þúsundir Íslendinga settu nafnið sitt við, að Alþingi brást loksins við þeim þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og ályktaði þann 9. nóvember s.l. um að kalla eftir vopnahléi í árásum Ísraelsríkis á Palestínu. Gott og vel. En hvað svo? Síðan Alþingi ályktaði um að kalla eftir vopnahléi hafa þúsundir almennra borgara verið drepnir í Palestínu. Ef miðað er við að barn deyr á Gaza á 10 mínútna fresti hafa meira en 2000 börn verið myrt á Gaza síðan Alþingi sagðist ætla að kalla eftir vopnhléi. Vægi pólitískrar ályktunar er fyrst og fremst mælt í þeim aðgerðum sem gripið er til svo kröfum hennar verður náð. Ef ályktun Alþingis frá 9. nóvember s.l. á að vera eitthvað meira en innihaldslaust þvaður verður ríkisstjórn Íslands að grípa til skilvirkra aðgerða til þess að fylgja ályktuninni eftir og stuðla að því að fjöldamorð, stríðsglæpir og landrán ísraelskra stjórnvalda á Gaza verði stöðvað án tafar. Árið 2010, eftir að Ísraelsríki réðst á skipalest með hjálpargögn á leið til Gaza var haft eftir þingmönnum Framsóknar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Hreyfingarinnar, að þeir vildu slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita Ísraela viðskiptaþvingunum beri önnur úrræði ekki árangur. Sem þau gerðu augljóslega ekki. Árið 2014 var haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, að nauðsynlegt væri að skoða hvort til greina komi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna stöðunnar á Gaza. Við það tilefni sagði Katrín að ábyrgð íslenskra stjórnvalda sé mikil, sér í lagi í ljósi þess að Palestína er viðurkennt sjálfstætt ríki af stjórnvöldum. Á landsfundi Vinstri grænna árið 215 ályktaði fundurinn um að þjóðarmorð ísraelsríkis á Palestínumönnum verði ekki stöðvarð með aðgerðaleysi. Fundurinn hvatti til þess að sett yrði viðskiptabann a ísraelskar vörur og að ríkisstjórnin slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Nú, þegar Katrín Jakobsdóttir stýrir loks ríkisstjórn Íslands er rekin utanríkisstefna sem gengur gegn öllum þeim gildum og hugsjónum sem hún og flokkurinn hafa byggt alla pólitík á. Sorglegri verður arfleið stjórnmálaafla ekki. Að Ísland skuli eiga í stjórnmála- og viðskiptasambandi við ríki sem hefur um árabil gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð er svartur blettur á utanríkisstefnu Íslands. Hvers konar diplómatískt samstarf við ísraelsk stjórnvöld sendir þau skilaboð til Ísraelsríkis að nýlendustefna þeirra og þjóðernishreinsanir séu ásættanlegar. Að sama skapi er samvinna í alþjóðlegum viðskiptum við Ísrael fjárhagslegur stuðningur við landrán þeirra, hernám og stríðsglæpi. Á meðan íslensk stjórnvöld taka ekki skýra afstöðu og fylgja henni eftir með markvissum aðgerðum til að sýna í verki að Ísland krefjist þess að ríki fylgi alþjóðalögum, þá ber Ísland óbeina ábyrgð á þeim fjöldamorðum sem eiga sér nú stað í Palestínu og gerir okkur öll samsek. Ég neita að vera gerð samsek í þjóðarmorði og fer því fram á að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og setji viðskiptabann á ríkið án tafar! Með því að gera svo getur Ísland sett hvetjandi fordæmi fyrir ríki og alþjóðastofnanir og aukið líkurnar á að hægt verði að enda þær þjóðernishreinsanir sem nú eiga sér stað og stöðva frekara hernám, landrán og aðskilnaðarstefnu ísraelskra stjórnvalda og hefja afnýlenduvæðingu hernuminna palestínskra svæða. Með því að gera svo er hægt að frelsa Palestínu. Sema Erla Serdaroglu
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar