Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 78-68 | Taphrina Stólanna á enda Arnar Skúli Atlason skrifar 23. nóvember 2023 21:00 Stólarnir unnu góðan sigur. vísir/hulda margrét Íslandsmeistarar Tindastóls höfðu tapað tveimur leikjum í röð í Subway-deild karla í körfubolta fyrir leik kvöldsins. Þeir unnu hins vegar góðan 10 stiga sigur sem þýðir að Haukar hafa tapað fjórum leikjum í röð. Leikurinn byrjaði frekar jafn og liðin voru að skiptast á að setja stig á töfluna, Tindastóll samt sterkari aðilinn og tóku af skarið um miðjan fjórðunginn og hertu vörnina. Drungilas og Ragnar Ágústsson voru að skila góðu framlagi fyrir Tindastól og þeir leiddu eftir fyrsta leikhluta með tólf stigum, 28-16 Tindastól í vil. Í öðrum leikhluta var allt annað upp á teningnum, Haukarnir leiddir áfram af David Okeke og Osku Heinonen og Haukarnir hertu vörnina líka, Haukarnir opnuðu leikhlutann á tólf stiga áhlaupi og jöfnuðu leikinn. Tindastóll skoraði þarna ekki fyrstu 6 mínúturnar í leikhlutanum en þá skoruðu þeir 8 stig í röð á einni mínútu. Haukar urðu fyrir áfalli þegar David Okeke hneig niður þegar lítið var eftir af fjórðungnum og snéri ekki aftur, eftir þetta skoruðu sitthvorar körfurnar áður en þau héldu til búningsherbergja. Tindastóll leiddi í hálfleik 41-32. Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og fyrri hálfleikurinn, liðin skiptust á körfum og auðveldar körfu litu dagsins ljós, Tindastóll voru sterkari aðilinn en strákarnir í Haukum voru alltaf rétt á eftir þeim. Haukarnir söknuðu greinilega David Okeke, það var ekki hátt ris á leiknum eftir miðjan þriðjaleikhluta og Tindastóll sigldi frekar auðveldum sigri heim 78-68 voru lokatölur leiksins. Af hverju vann Tindastóll? Voru stærri en Haukarnir í dag. Settu sín stig og héldu Haukum í 68 stigum. Tindastóll spiluðu góða vörn og Haukarnir komust lítið áfram. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke var búinn að vera besti maðurinn á vellinum áður en hann þurfti frá að víkja í lok fyrri hálfleiks. Framlagið hjá Drungilas, Callum, Ragnari og Þóri sóknarlega og allt liðið varnarlega var bara of mikið fyrir Haukana í dag. Hvað gekk illa? Vantaði sárlega framlag frá aukaleikurum Hauka og Damier Pitts hefði þurft að stíga meira upp. Þeim sárlega vantaði framlag frá Sigvalda, Daða, Damier Pitts og Ville í dag. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn í Þorlákshöfn og mætir þar Þór á meðan Haukar fá fljúgandi Hattarmenn í heimsókn á Ásvelli, báðir leikir 30. Nóvember klukkan 19:15. Frábær frammistaða hjá strákunum Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét „Enn og aftur frábær frammistaða hjá strákunum, gaman að landa sigri, frábært orka í vörninni, ég veit að allir vilja að við bætum við okkur hinum og þessum, mér finnst við vera að bæta fokking nóg við okkur,“ sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eftir leik. „Það er þetta sem við erum að gera, ég ber ábyrgð á þessu sem er að gerast, ég fæ borgað taka þessar ákvarðanir. Mér líður rosalega vel með það sem hefur átt sér stað hérna undan farinn mánuð.“ Ljótur og leiðinlegur körfuboltaleikur Maté Dalmay, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét „Hef áhyggjur af Okeke bara eftir það sem gerðist sem sló okkur aðeins út af laginu. Svo er ég bara ótrúlega fúll með þetta, ógeðslega ljótur og leiðinlegur körfuboltaleikur. Agalega illa stjórnaður frá upphafi til enda hjá þessu dómaratríói. Þetta var bara leiðinlegt.“ „Mér fannst þeir einhvern veginn aldrei í kontról á þessum leik mér finnst ógeðslega gaman að spila hérna og geggjuð stemning og menn eru að láta mig heyra það og láta leikmenn heyra það en dómararnir þurfa að vera jafn stórir og ég og mínir leikmenn, þeir voru komnir með eina villu þegar það var að koma hálfleikur enda í 20 villur á okkur og átta á Tindastól, þar inni voru þrír ruðningar.“ Subway-deild karla Tindastóll Haukar Körfubolti
Íslandsmeistarar Tindastóls höfðu tapað tveimur leikjum í röð í Subway-deild karla í körfubolta fyrir leik kvöldsins. Þeir unnu hins vegar góðan 10 stiga sigur sem þýðir að Haukar hafa tapað fjórum leikjum í röð. Leikurinn byrjaði frekar jafn og liðin voru að skiptast á að setja stig á töfluna, Tindastóll samt sterkari aðilinn og tóku af skarið um miðjan fjórðunginn og hertu vörnina. Drungilas og Ragnar Ágústsson voru að skila góðu framlagi fyrir Tindastól og þeir leiddu eftir fyrsta leikhluta með tólf stigum, 28-16 Tindastól í vil. Í öðrum leikhluta var allt annað upp á teningnum, Haukarnir leiddir áfram af David Okeke og Osku Heinonen og Haukarnir hertu vörnina líka, Haukarnir opnuðu leikhlutann á tólf stiga áhlaupi og jöfnuðu leikinn. Tindastóll skoraði þarna ekki fyrstu 6 mínúturnar í leikhlutanum en þá skoruðu þeir 8 stig í röð á einni mínútu. Haukar urðu fyrir áfalli þegar David Okeke hneig niður þegar lítið var eftir af fjórðungnum og snéri ekki aftur, eftir þetta skoruðu sitthvorar körfurnar áður en þau héldu til búningsherbergja. Tindastóll leiddi í hálfleik 41-32. Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og fyrri hálfleikurinn, liðin skiptust á körfum og auðveldar körfu litu dagsins ljós, Tindastóll voru sterkari aðilinn en strákarnir í Haukum voru alltaf rétt á eftir þeim. Haukarnir söknuðu greinilega David Okeke, það var ekki hátt ris á leiknum eftir miðjan þriðjaleikhluta og Tindastóll sigldi frekar auðveldum sigri heim 78-68 voru lokatölur leiksins. Af hverju vann Tindastóll? Voru stærri en Haukarnir í dag. Settu sín stig og héldu Haukum í 68 stigum. Tindastóll spiluðu góða vörn og Haukarnir komust lítið áfram. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke var búinn að vera besti maðurinn á vellinum áður en hann þurfti frá að víkja í lok fyrri hálfleiks. Framlagið hjá Drungilas, Callum, Ragnari og Þóri sóknarlega og allt liðið varnarlega var bara of mikið fyrir Haukana í dag. Hvað gekk illa? Vantaði sárlega framlag frá aukaleikurum Hauka og Damier Pitts hefði þurft að stíga meira upp. Þeim sárlega vantaði framlag frá Sigvalda, Daða, Damier Pitts og Ville í dag. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn í Þorlákshöfn og mætir þar Þór á meðan Haukar fá fljúgandi Hattarmenn í heimsókn á Ásvelli, báðir leikir 30. Nóvember klukkan 19:15. Frábær frammistaða hjá strákunum Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét „Enn og aftur frábær frammistaða hjá strákunum, gaman að landa sigri, frábært orka í vörninni, ég veit að allir vilja að við bætum við okkur hinum og þessum, mér finnst við vera að bæta fokking nóg við okkur,“ sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eftir leik. „Það er þetta sem við erum að gera, ég ber ábyrgð á þessu sem er að gerast, ég fæ borgað taka þessar ákvarðanir. Mér líður rosalega vel með það sem hefur átt sér stað hérna undan farinn mánuð.“ Ljótur og leiðinlegur körfuboltaleikur Maté Dalmay, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét „Hef áhyggjur af Okeke bara eftir það sem gerðist sem sló okkur aðeins út af laginu. Svo er ég bara ótrúlega fúll með þetta, ógeðslega ljótur og leiðinlegur körfuboltaleikur. Agalega illa stjórnaður frá upphafi til enda hjá þessu dómaratríói. Þetta var bara leiðinlegt.“ „Mér fannst þeir einhvern veginn aldrei í kontról á þessum leik mér finnst ógeðslega gaman að spila hérna og geggjuð stemning og menn eru að láta mig heyra það og láta leikmenn heyra það en dómararnir þurfa að vera jafn stórir og ég og mínir leikmenn, þeir voru komnir með eina villu þegar það var að koma hálfleikur enda í 20 villur á okkur og átta á Tindastól, þar inni voru þrír ruðningar.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum