Um þriðjungur starfsfólks farinn heim til Póllands Lovísa Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:31 Pétur segir að um leið og grænt ljós verði gefið fari starfsmenn aftur til vinnu í Grindavík. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík hafa verið flutta annað eftir að bærinn var rýmdur. Rýmingin sem tekur gildi í dag breyti því ekki miklu fyrir starfsemi fyrirtækisins. En skipti auðvitað höfuðmáli fyrir starfsfólk sem margt er búsett í bænum. „Við höfum verið með vélstjóra á staðnum sem hefur verið að sjá um viðhald fasteigna og annað slíkt, segir Pétur. Neyðarstigi almannavarna var aflétt klukkan 11 og farið niður á hættustig. Íbúar í Grindavík voru beðnir um að skrá sig á Island.is og sækja þar um heimild til að fara til bæjarins í dag. Lykilstarfsemi á þessum tíma er að sögn Péturs saltfiskur sem sé verið að verka. Hægt hafi verið á annarri starfsemi á meðan enn sé óvissa. Á meðan henni stendur hefur saltfiskvinnslan verið flutt til Þorlákshafnar. „Það tekur tuttugu daga, ferlið, og það er verið að klára það í Þorlákshöfn. Því lýkur um miðjan desember. Svo eru skipin á sjó og útgerðarhlutinn er í Hafnarfirði,“ segir Pétur og að starfsfólk skrifstofunnar hafi fengið aðstöðu á Höfða í Reykjavík. „Svo fóru 50 til 60 manns heim til Póllands,“ segir Pétur en alls voru starfsmenn Vísis í Grindavík um 160. Hann segir þriðjung þeirra í verkefnum í Þorlákshöfn, Hafnarfirði eða á Höfða. Restin af starfsfólki sé enn heima, að hugsa um börn og vinna að því að finna sér varanlegt húsnæði. Hann segir að starfsfólki hafi verið gefið út vikuna og svo eigi að taka upp þráðinn eftir helgi. „Við munum nýta okkur það í næstu viku að vinna betur í húsunum, ganga frá og verja þau og sinna viðhaldi. Það þarf að yfirfara lagnir og undirbúa annað hvort stutt eða langt stopp,“ segir Pétur. Hann segir að hægt verði að skipuleggja viðhaldsvinnu og eftirlit án þess að það sé á harðahlaupum eins og það hafi verið síðustu daga. „Við reynum að stefna að því hafa húsin tilbúin um leið og grænt ljós kæmi.“ Þannig þið viljið fara aftur þangað til að vinna? „Við gerum það um leið og Guð og góðir vættir leyfa. Húsin og höfnin eru óskemmd en það þarf auðvitað fara fram heilmikið skipulag áður en það gerist.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnsla hefst ekki í næstu viku heldur á aðeins að undirbúa húsin í Grindavík fyrir vinnslu þannig þau séu til þegar hún má hefjast. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ölfus Reykjavík Hafnarfjörður Sjávarútvegur Pólland Innflytjendamál Tengdar fréttir Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19 Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík hafa verið flutta annað eftir að bærinn var rýmdur. Rýmingin sem tekur gildi í dag breyti því ekki miklu fyrir starfsemi fyrirtækisins. En skipti auðvitað höfuðmáli fyrir starfsfólk sem margt er búsett í bænum. „Við höfum verið með vélstjóra á staðnum sem hefur verið að sjá um viðhald fasteigna og annað slíkt, segir Pétur. Neyðarstigi almannavarna var aflétt klukkan 11 og farið niður á hættustig. Íbúar í Grindavík voru beðnir um að skrá sig á Island.is og sækja þar um heimild til að fara til bæjarins í dag. Lykilstarfsemi á þessum tíma er að sögn Péturs saltfiskur sem sé verið að verka. Hægt hafi verið á annarri starfsemi á meðan enn sé óvissa. Á meðan henni stendur hefur saltfiskvinnslan verið flutt til Þorlákshafnar. „Það tekur tuttugu daga, ferlið, og það er verið að klára það í Þorlákshöfn. Því lýkur um miðjan desember. Svo eru skipin á sjó og útgerðarhlutinn er í Hafnarfirði,“ segir Pétur og að starfsfólk skrifstofunnar hafi fengið aðstöðu á Höfða í Reykjavík. „Svo fóru 50 til 60 manns heim til Póllands,“ segir Pétur en alls voru starfsmenn Vísis í Grindavík um 160. Hann segir þriðjung þeirra í verkefnum í Þorlákshöfn, Hafnarfirði eða á Höfða. Restin af starfsfólki sé enn heima, að hugsa um börn og vinna að því að finna sér varanlegt húsnæði. Hann segir að starfsfólki hafi verið gefið út vikuna og svo eigi að taka upp þráðinn eftir helgi. „Við munum nýta okkur það í næstu viku að vinna betur í húsunum, ganga frá og verja þau og sinna viðhaldi. Það þarf að yfirfara lagnir og undirbúa annað hvort stutt eða langt stopp,“ segir Pétur. Hann segir að hægt verði að skipuleggja viðhaldsvinnu og eftirlit án þess að það sé á harðahlaupum eins og það hafi verið síðustu daga. „Við reynum að stefna að því hafa húsin tilbúin um leið og grænt ljós kæmi.“ Þannig þið viljið fara aftur þangað til að vinna? „Við gerum það um leið og Guð og góðir vættir leyfa. Húsin og höfnin eru óskemmd en það þarf auðvitað fara fram heilmikið skipulag áður en það gerist.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnsla hefst ekki í næstu viku heldur á aðeins að undirbúa húsin í Grindavík fyrir vinnslu þannig þau séu til þegar hún má hefjast.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ölfus Reykjavík Hafnarfjörður Sjávarútvegur Pólland Innflytjendamál Tengdar fréttir Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19 Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19
Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11