Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:33 Inna Varlamova og Sergey Mironov. Rétlátt Rússland Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hjónin hafa ættleitt stúlkuna en stjórnvöld í Úkraínu vilja að henni verði skilað. Rannsókn BBC Panorama miðaði að því að komast að því hvað hafði orðið um 48 börn sem voru flutt af barnaheimili í Kherson eftir að Rússar hernámu borgina. Þau eru meðal 20.000 barna sem stjórnvöld í Úkraínu segja hafa verið flutt til Rússlands eftir að Rússar réðust inn í landið. Umrædd stúlka hér Margarita og var 10 mánaða þegar hún var lögð inn á barnaspítalann í Kherson í fyrra vegna berkjubólgu. Hún var yngsti skjólstæðingur barnaheimilisins, þar sem börn voru vistuð ef foreldrar þeirra höfðu gefið eftir forræði, fallið frá eða ef börnin voru alvarlega veik. Móðir Margaritu hafði afsalað sér forræði yfir stúlkunni og ekki var vitað um föður hennar. Einn daginn mætti kona í fjólubláum kjól á barnasjúkrahúsið og kynnti sig sem yfirmann barnamála frá Moskvu. Skömmu eftir að konan fór hófu starfsmenn sjúrahússins að fá ítrekuð símtöl frá embættismanni á vegum Rússa um að Margarita ætti að fara aftur á barnaheimilið. Eftir viku var Margarita útskrifuð en einum eða tveimur dögum síðar komu rússneskir menn og tóku hana. Sjö vikum síðar mætti rússneskur þingmaður með fleiri mönnum og öll börnin voru tekin, þeirra á meðal hálfbróðir Margaritu. Myndskeiði af brottflutningunum var deilt á Telegram af þingmanninum, þar sem hann sagði að flytja ætti börnin í öruggt skjól á Krímskaga. Missing Ukrainian child traced to Putin ally https://t.co/cDAVmc21yD— BBC News (UK) (@BBCNews) November 23, 2023 Rannsókn BBC leiddi í ljós að konan í fjólubláa kjólnum væri Inna Varlamova, starfsmaður rússneska þingsins. Hún hafði gifst Sergey Mironov, leiðtoga Réttlátt Rússland, stjórnarandstöðuflokks sem styður Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Blaðamennirnir komust yfir skjöl sem sýndu að Mironov og Varlamova væru foreldrar stúlku að nafni Marina, sem átti sama afmælisdag og Margarita. Frekari athuganir leiddu í ljós að Marina væri sannarlega Margarita og að hún hefði verið ættleidd af hjónunum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum er óheimilt að flytja almenna borgara úr landi á stríðstímum og einnig að breyta fjölskyldustöðu barna. Þá hafa stjórnvöld í Rússlandi sagt að engar ættleiðingar frá Úkraínu hafi átt sér stað. Nú kveður hins vegar við annan tón, þar sem embættismenn segja stóra hluta Úkraínu nú með réttu tilheyra Rússlandi og alla sem þar búa þar með ríkisborgara Rússlands. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Hjónin hafa ættleitt stúlkuna en stjórnvöld í Úkraínu vilja að henni verði skilað. Rannsókn BBC Panorama miðaði að því að komast að því hvað hafði orðið um 48 börn sem voru flutt af barnaheimili í Kherson eftir að Rússar hernámu borgina. Þau eru meðal 20.000 barna sem stjórnvöld í Úkraínu segja hafa verið flutt til Rússlands eftir að Rússar réðust inn í landið. Umrædd stúlka hér Margarita og var 10 mánaða þegar hún var lögð inn á barnaspítalann í Kherson í fyrra vegna berkjubólgu. Hún var yngsti skjólstæðingur barnaheimilisins, þar sem börn voru vistuð ef foreldrar þeirra höfðu gefið eftir forræði, fallið frá eða ef börnin voru alvarlega veik. Móðir Margaritu hafði afsalað sér forræði yfir stúlkunni og ekki var vitað um föður hennar. Einn daginn mætti kona í fjólubláum kjól á barnasjúkrahúsið og kynnti sig sem yfirmann barnamála frá Moskvu. Skömmu eftir að konan fór hófu starfsmenn sjúrahússins að fá ítrekuð símtöl frá embættismanni á vegum Rússa um að Margarita ætti að fara aftur á barnaheimilið. Eftir viku var Margarita útskrifuð en einum eða tveimur dögum síðar komu rússneskir menn og tóku hana. Sjö vikum síðar mætti rússneskur þingmaður með fleiri mönnum og öll börnin voru tekin, þeirra á meðal hálfbróðir Margaritu. Myndskeiði af brottflutningunum var deilt á Telegram af þingmanninum, þar sem hann sagði að flytja ætti börnin í öruggt skjól á Krímskaga. Missing Ukrainian child traced to Putin ally https://t.co/cDAVmc21yD— BBC News (UK) (@BBCNews) November 23, 2023 Rannsókn BBC leiddi í ljós að konan í fjólubláa kjólnum væri Inna Varlamova, starfsmaður rússneska þingsins. Hún hafði gifst Sergey Mironov, leiðtoga Réttlátt Rússland, stjórnarandstöðuflokks sem styður Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Blaðamennirnir komust yfir skjöl sem sýndu að Mironov og Varlamova væru foreldrar stúlku að nafni Marina, sem átti sama afmælisdag og Margarita. Frekari athuganir leiddu í ljós að Marina væri sannarlega Margarita og að hún hefði verið ættleidd af hjónunum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum er óheimilt að flytja almenna borgara úr landi á stríðstímum og einnig að breyta fjölskyldustöðu barna. Þá hafa stjórnvöld í Rússlandi sagt að engar ættleiðingar frá Úkraínu hafi átt sér stað. Nú kveður hins vegar við annan tón, þar sem embættismenn segja stóra hluta Úkraínu nú með réttu tilheyra Rússlandi og alla sem þar búa þar með ríkisborgara Rússlands. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23
Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13
Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19