Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2023 11:55 Frá Surtseyjargosinu. Það hófst í nóvember árið 1963, fyrir sextíu árum. Eldgosinu lauk árið 1967. Sigurjón Einarsson flugmaður Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. Í skjáviðtali frá Bandaríkjunum í gær var Haraldur spurður hvað búast mætti við stórum eldgosum á Reykjanesskaga. Hann tók þá sem dæmi gos sem varð í Eldvörpum vestan Grindavíkur á miðöldum á árabilinu 1210 til 1240. Það hafi verið mjög stórt. Þá hafi hraun runnið út í sjó til suðurs vestan Grindavíkur og kvikugangurinn sennilega gengið út í sjó. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Haraldur sagði að menn þyrftu að vera vakandi fyrir því svæði. Þar sé eitt af stærri hraunum á Reykjanesskaga. Þar mætti búast við stóru gosi, það svæði væri á flekamótunum og mjög hættulegt. Hann tók jafnframt fram að Keflavíkurflugvöllur stæði hins vegar á svæði sem væri utan við jarðskorpuhreyfingarnar. Flugvöllurinn væri því sennilega ekki í hættu á að verða fyrir hraunrennsli. Spurður um hvort eldgos í sjó gæti lokað Keflavíkurflugvelli, jafnvel í nokkrar vikur, svaraði Haraldur: Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Einar Árnason „Vissulega. Það gæti orðið svona Surtseyjargos undan Reykjanesi, rétt hjá Reykjanestá. Það gæti orðið Surtseyjargos sem verður mikil öskumyndun frá vegna þess að það verður sprengigos þegar sjór og kvika kemur saman. Þá verður svona sprengigos og dreifir ösku yfir og veldur því að flugið er lokað og lokar þá Keflavíkurflugvelli.“ Hér má sjá þriggja mínútna viðtalskafla þar sem Haraldur ræðir um Eldvörp og Keflavíkurflugvöll: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Almannavarnir Surtsey Tengdar fréttir Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Í skjáviðtali frá Bandaríkjunum í gær var Haraldur spurður hvað búast mætti við stórum eldgosum á Reykjanesskaga. Hann tók þá sem dæmi gos sem varð í Eldvörpum vestan Grindavíkur á miðöldum á árabilinu 1210 til 1240. Það hafi verið mjög stórt. Þá hafi hraun runnið út í sjó til suðurs vestan Grindavíkur og kvikugangurinn sennilega gengið út í sjó. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Haraldur sagði að menn þyrftu að vera vakandi fyrir því svæði. Þar sé eitt af stærri hraunum á Reykjanesskaga. Þar mætti búast við stóru gosi, það svæði væri á flekamótunum og mjög hættulegt. Hann tók jafnframt fram að Keflavíkurflugvöllur stæði hins vegar á svæði sem væri utan við jarðskorpuhreyfingarnar. Flugvöllurinn væri því sennilega ekki í hættu á að verða fyrir hraunrennsli. Spurður um hvort eldgos í sjó gæti lokað Keflavíkurflugvelli, jafnvel í nokkrar vikur, svaraði Haraldur: Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Einar Árnason „Vissulega. Það gæti orðið svona Surtseyjargos undan Reykjanesi, rétt hjá Reykjanestá. Það gæti orðið Surtseyjargos sem verður mikil öskumyndun frá vegna þess að það verður sprengigos þegar sjór og kvika kemur saman. Þá verður svona sprengigos og dreifir ösku yfir og veldur því að flugið er lokað og lokar þá Keflavíkurflugvelli.“ Hér má sjá þriggja mínútna viðtalskafla þar sem Haraldur ræðir um Eldvörp og Keflavíkurflugvöll: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Almannavarnir Surtsey Tengdar fréttir Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10
Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47