Tvö hundruð milljóna gjaldþrot félags Magnúsar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 14:18 Athygli vakti þegar Magnús Ólafur sagði hnerra mögulega hafa orsakað það þegar Teslan hans náði 180 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Vísir Engar eignir fundust í þrotabúi félagsins Tomahawk Development á Ísland sem var úrskurðað gjaldþrota í febrúar 2019. Félagið var að stærstum hluta í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að lýstar kröfur í þrotabúið hafi numið 199 milljónum króna. Félagið var stofnað árið 2012 og var tilgangur félagsins sagður vera fjárfesting í eignarhlutum í öðrum félögum, rekstur þeirra og breytingastjórnun, rekstur fasteigna og lánastarfsemi og önnur starfsemi sem stjórn félagsins teldi því til hagsbóta hverju sinni. Félagið var að tæplega þremur fjórðu hluta í eigu Magnúsar Ólafs en Dani að nafni Thomas Hubschmann átti rúmlega 13 prósent. Þeir Magnús Ólafur voru miklir viðskiptafélagar. Nokkrir aðrir áttu hlut, þeirra á meðal hálfbróðir Magnúsar Ólafs að nafni Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður með rúmlega þrjú prósenta hlut. Rúmt ár er liðið síðan annað félag í eigu Magnúsar Ólafs var tekið til gjaldþrotaskipta. Það félag hét Tomahawk framkvæmdir og námu lýstar kröfur í þrotabúið 1,3 milljarði króna. Magnús Ólafur var sjálfur úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku árið 2021. Í úrskurðinum sagði að dómsúrskurður um gjaldþrot næði einnig til eigna hans í öðrum norrænum ríkjum. Magnús Ólafur hefur í nokkur ár sætt rannsókn héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil fjársvik í starfi sínu sem forstjóri United Silicon. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu í dag er málið enn á borði þess. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2018 eftir að það lenti í miklum rekstrarvanda. Arion banki var stærsti hluthafi og lánveitandi í United Silicon. Um miðjan september 2017 tóku fimm lífeyrissjóðir ásamt bankanum yfir 98 prósent af hlutafé verksmiðjunnar en Arion lánaði verksmiðjunni um átta milljarða króna. Bankastjóri Arion banka hætti störfum fljótlega eftir gjaldþrot United Silicon, Wow air og Primera Air en bankinn hafði veitt stór lán til allra fyrirtækja. Þá hefur Magnús hlotið dóm fyrir ofsaakstur á Teslu á Reykjanesbraut. Athygli vakti að Magnús Ólafur taldi hnerra mögulega hafa orsakað að bíllinn var mældur á 180 kílómetra hraða. Magnús er uppalinn í Kópavogi en hefur lengst af ævi sinnar búið í Danmörku þar sem hann stundaði meðal annars dýfingar af kappi. United Silicon Gjaldþrot Tengdar fréttir Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að lýstar kröfur í þrotabúið hafi numið 199 milljónum króna. Félagið var stofnað árið 2012 og var tilgangur félagsins sagður vera fjárfesting í eignarhlutum í öðrum félögum, rekstur þeirra og breytingastjórnun, rekstur fasteigna og lánastarfsemi og önnur starfsemi sem stjórn félagsins teldi því til hagsbóta hverju sinni. Félagið var að tæplega þremur fjórðu hluta í eigu Magnúsar Ólafs en Dani að nafni Thomas Hubschmann átti rúmlega 13 prósent. Þeir Magnús Ólafur voru miklir viðskiptafélagar. Nokkrir aðrir áttu hlut, þeirra á meðal hálfbróðir Magnúsar Ólafs að nafni Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður með rúmlega þrjú prósenta hlut. Rúmt ár er liðið síðan annað félag í eigu Magnúsar Ólafs var tekið til gjaldþrotaskipta. Það félag hét Tomahawk framkvæmdir og námu lýstar kröfur í þrotabúið 1,3 milljarði króna. Magnús Ólafur var sjálfur úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku árið 2021. Í úrskurðinum sagði að dómsúrskurður um gjaldþrot næði einnig til eigna hans í öðrum norrænum ríkjum. Magnús Ólafur hefur í nokkur ár sætt rannsókn héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil fjársvik í starfi sínu sem forstjóri United Silicon. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu í dag er málið enn á borði þess. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2018 eftir að það lenti í miklum rekstrarvanda. Arion banki var stærsti hluthafi og lánveitandi í United Silicon. Um miðjan september 2017 tóku fimm lífeyrissjóðir ásamt bankanum yfir 98 prósent af hlutafé verksmiðjunnar en Arion lánaði verksmiðjunni um átta milljarða króna. Bankastjóri Arion banka hætti störfum fljótlega eftir gjaldþrot United Silicon, Wow air og Primera Air en bankinn hafði veitt stór lán til allra fyrirtækja. Þá hefur Magnús hlotið dóm fyrir ofsaakstur á Teslu á Reykjanesbraut. Athygli vakti að Magnús Ólafur taldi hnerra mögulega hafa orsakað að bíllinn var mældur á 180 kílómetra hraða. Magnús er uppalinn í Kópavogi en hefur lengst af ævi sinnar búið í Danmörku þar sem hann stundaði meðal annars dýfingar af kappi.
United Silicon Gjaldþrot Tengdar fréttir Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30