„Núna eru að koma fram eldri karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 15:11 Bjarni Karlsson sálgætir og ráðgjafi. Arnar Halldórsson „Núna eru að koma fram eldri karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Búnir að bera djúpa skömm og sjálfsfyrirlitningu og aldrei orðað það við neinn. Við það að opna sig og vinna með ofbeldi hef ég séð karlmenn yngjast fyrir framan nefið á mér,“ segir Bjarni Karlsson sálgætir, prestur og siðfræðingur. Bjarni er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Í þættinum ræða þeir um ofbeldismenningu mannkyns, mikilvægi nándar og tengsla í bata og hversu miklu máli skiptir að lifa af alefli, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef við getum ekki stungið upp höfðinu, hvað erum við þá að gera hérna? Við verðum að una þeirri staðreynd að lífið er háskalegt og enginn kemst undan því. Það er flókið að vera manneskja en við sem tegund á þessari jörð höfum gríðarlega mikla tilhneigingu til að valda tjóni. Og hver fjárinn er það?“ segir Bjarni á einlægum nótum. Þurfum á hvert öðru að halda Í því samhengi nefnir hann mannlegt markaleysi og hvernig það endurspeglast í muninum á hörmungunum í Grindavík og á Gaza. Annars vegar af völdum náttúrunnar, sem við höfum enga stjórn á og hins vegar mannvonsku. „Allt í einu skapast tilgangur; vakandi innviðir eins og björgunarsveitir og íslenskt samfélag. Við kunnum að standa saman þegar í harðbakkann slær og leggjum til hliðar allan ágreining. Kunnum að vera manneskjur,“ segir Bjarni. „Þegar fólk er framandi hvert öðru og fólk þorir ekki að gera mistök því það verður dæmt harkalega. Túlkunarvandi er svo víða í gangi. Ef ég vil skána, er í djúpum skít og vil ná bata, þá gerist það allt í nándinni og tengslum. Þess vegna þurfum við hvert á öðru að halda.“ Ráðist að kjarna persónunnar Í sinni prestlegu sálgæslu, eins og hann orðar það sjálfur, hefur hann mikið unnið með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Bjarni segist hafa lært ótrúlega margt um kynferðisofbeldi og áhrif þess á heilsu fólks. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að væri svo mikil regla, ekki undantekning. Ákveðið mynstur, t.d. hjá fjölskyldum þar sem barnaníð hefur haft sína farvegi eða í samfélagi þar sem aðgangur að líkama kvenna er eitthvað sem bara gerist. Það að vera þolandi kynferðisofbeldi er rosaleg árás á heilsu fólks. Eins og með kjarnorkusprengju. Geislunaráhrif ætla aldrei að hætta. Þetta er verra en annað ofbeldi. Það er kjarninn í mennskunni að stíga úr fyrir sjálfan sig og mynda kynferðissamband við aðra manneskju. Þarna er ráðist að kjarna persónunnar,“ segir hann. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Bjarni er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Í þættinum ræða þeir um ofbeldismenningu mannkyns, mikilvægi nándar og tengsla í bata og hversu miklu máli skiptir að lifa af alefli, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef við getum ekki stungið upp höfðinu, hvað erum við þá að gera hérna? Við verðum að una þeirri staðreynd að lífið er háskalegt og enginn kemst undan því. Það er flókið að vera manneskja en við sem tegund á þessari jörð höfum gríðarlega mikla tilhneigingu til að valda tjóni. Og hver fjárinn er það?“ segir Bjarni á einlægum nótum. Þurfum á hvert öðru að halda Í því samhengi nefnir hann mannlegt markaleysi og hvernig það endurspeglast í muninum á hörmungunum í Grindavík og á Gaza. Annars vegar af völdum náttúrunnar, sem við höfum enga stjórn á og hins vegar mannvonsku. „Allt í einu skapast tilgangur; vakandi innviðir eins og björgunarsveitir og íslenskt samfélag. Við kunnum að standa saman þegar í harðbakkann slær og leggjum til hliðar allan ágreining. Kunnum að vera manneskjur,“ segir Bjarni. „Þegar fólk er framandi hvert öðru og fólk þorir ekki að gera mistök því það verður dæmt harkalega. Túlkunarvandi er svo víða í gangi. Ef ég vil skána, er í djúpum skít og vil ná bata, þá gerist það allt í nándinni og tengslum. Þess vegna þurfum við hvert á öðru að halda.“ Ráðist að kjarna persónunnar Í sinni prestlegu sálgæslu, eins og hann orðar það sjálfur, hefur hann mikið unnið með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Bjarni segist hafa lært ótrúlega margt um kynferðisofbeldi og áhrif þess á heilsu fólks. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að væri svo mikil regla, ekki undantekning. Ákveðið mynstur, t.d. hjá fjölskyldum þar sem barnaníð hefur haft sína farvegi eða í samfélagi þar sem aðgangur að líkama kvenna er eitthvað sem bara gerist. Það að vera þolandi kynferðisofbeldi er rosaleg árás á heilsu fólks. Eins og með kjarnorkusprengju. Geislunaráhrif ætla aldrei að hætta. Þetta er verra en annað ofbeldi. Það er kjarninn í mennskunni að stíga úr fyrir sjálfan sig og mynda kynferðissamband við aðra manneskju. Þarna er ráðist að kjarna persónunnar,“ segir hann. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16