Á annað hundrað handtekin vegna barnaklámshrings Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2023 16:00 Lögregla haldlagði gríðarlegt magn barnaníðsefnis. EPA/KOTE RODRIGO Lögreglan á Spáni hefur handtekið 121 einstakling sem eru grunaðir um aðild að risastórum barnaklámshring. Þetta er ein stærsta aðgerð gegn barnaklámi í sögu Spánar. Hin handteknu, 118 karlar og þrjár konur notuðu öll sama tengslanetið þar sem gríðarlegt magn barnakláms var í umferð. Við húsleit á heimilum og vinnustöðum fólksins hefur lögreglan alls gert upptæk 500 terabæt af efni, sem hún segir að sé sérlega gróft. Á meðal þess sem var haldlagt og innihélt gróft barnaklám voru 368 harðir diskar, 427 dvd-diskar, 114 usb-lyklar og 60 tölvur auk annarra tækja. Sum fórnarlömb kornung Fólkið sem var handtekið býr víðs vegar á Spáni; í Madrid, Alicante, Almería og víðar. Lögreglan er að rannsaka myndefnið til að reyna að hafa uppi á fórnarlömbunum sem sum hver eru kornung, en hún segir ljóst að stór hluti myndefnisins sé tekinn upp á Spáni, inni á heimilum hinna handteknu. Þá segir lögreglan að í mörgum myndböndum sem hafi verið haldlögð séu börnin beitt afar grimmilegu ofbeldi. Fjölmiðlar greina frá því að nú þegar hafi einn hinna handteknu gert samning við ákæruvaldið, hann viðurkenni að hafa haft barnaklám í fórum sínum og dreift því til annarra og mun þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm. Meirihlutanum sleppt eftir yfirheyrslu Þrír hinna handteknu sitja áfram í gæsluvarðhaldi en 118 var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan segir að handtökurnar megi rekja til umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á barnaklámi á netinu og að 46 deildir lögreglunnar víðs vegar um landið hafi tekið þátt í rannsókninni og handtökunum. Tölvuglæpadeild spænsku lögreglunnar tók þátt í alþjóðlegri aðgerð gegn barnaklámi fyrir fjórum árum, þá voru meira en 300 handteknir í 38 löndum og 23 börnum var bjargað úr ánauð. Spánn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Hin handteknu, 118 karlar og þrjár konur notuðu öll sama tengslanetið þar sem gríðarlegt magn barnakláms var í umferð. Við húsleit á heimilum og vinnustöðum fólksins hefur lögreglan alls gert upptæk 500 terabæt af efni, sem hún segir að sé sérlega gróft. Á meðal þess sem var haldlagt og innihélt gróft barnaklám voru 368 harðir diskar, 427 dvd-diskar, 114 usb-lyklar og 60 tölvur auk annarra tækja. Sum fórnarlömb kornung Fólkið sem var handtekið býr víðs vegar á Spáni; í Madrid, Alicante, Almería og víðar. Lögreglan er að rannsaka myndefnið til að reyna að hafa uppi á fórnarlömbunum sem sum hver eru kornung, en hún segir ljóst að stór hluti myndefnisins sé tekinn upp á Spáni, inni á heimilum hinna handteknu. Þá segir lögreglan að í mörgum myndböndum sem hafi verið haldlögð séu börnin beitt afar grimmilegu ofbeldi. Fjölmiðlar greina frá því að nú þegar hafi einn hinna handteknu gert samning við ákæruvaldið, hann viðurkenni að hafa haft barnaklám í fórum sínum og dreift því til annarra og mun þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm. Meirihlutanum sleppt eftir yfirheyrslu Þrír hinna handteknu sitja áfram í gæsluvarðhaldi en 118 var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan segir að handtökurnar megi rekja til umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á barnaklámi á netinu og að 46 deildir lögreglunnar víðs vegar um landið hafi tekið þátt í rannsókninni og handtökunum. Tölvuglæpadeild spænsku lögreglunnar tók þátt í alþjóðlegri aðgerð gegn barnaklámi fyrir fjórum árum, þá voru meira en 300 handteknir í 38 löndum og 23 börnum var bjargað úr ánauð.
Spánn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira