Átjándi sigur Verstappen eftir mikla spennu Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 09:30 Red Bull ökumennirnir Max Verstappen og Sergio Perez fagna í nótt. Vísir/Getty Þrátt fyrir refsingu og árekstur var það heimsmeistarinn Max Verstappen sem fagnaði sigri í Formúlu 1 keppni næturinnar í Las Vegas. Sigurinn er sá átjándi hjá Verstappen á tímabilinu. Það var Charles Leclerc á Ferrari sem byrjaði á ráspól í Las Vegas í nótt en Verstappen í öðru sætinu. Kappaksturinn í nótt var nokkuð dramatískur og þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina í tvígang. Verstappen fékk refsingu þegar hann fór í sitt fyrsta þjónustuhlé. Hann tók þá fram úr Leclerc á ólöglegan hátt og þurfti Ferrariökumaðurinn að fara út fyrir brautina. Verstappen fékk fyrir þetta fimm sekúndna refsingu. Verstappen lenti einnig í árekstri við George Russel á Mercedes en Russel fékk refsingu fyrir það atvik. The stunning race-winning move for Max Verstappen on Charles Leclerc #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/vuPtUXRt2Y— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Verstappen nýtti sér það hins vegar vel þegar öryggisbíllinn kom út. Hann skipti um dekk og á nýjum dekkjum náði hann loks að taka fram úr Leclerc þegar þrettán hringir voru eftir af keppninni. Max Verstappen hefur nú unnið 18 sigra á tímabilinu og 53 sigra alls á ferlinum og er þar með búinn að jafna Sebastian Vettel í þriðja sæti yfir sigursælustu ökuþóra allra tíma. DRIVER STANDINGS @SChecoPerez has officially secured P2 in the championship! It's a @redbullracing 1-2! #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/SSQjaqWgXh— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Sergio Perez á Red Bull varð þriðji á eftir Verstappen og Leclerc og með því tryggir hann sér annað sætið í keppni ökuþóra og tvöfaldan sigur Red Bull á tímabilinu. Úrslit keppninnar í Las Vegas 1. Max Verstappen, Red Bull2. Charles Leclerc, Ferrari3. Sergio Perez, Red Bull4. Esteban Ocon, Alpine5. Lance Stroll, Aston Martin6. Carlos Sainz, Ferrari7. Lewis Hamilton, Mercedes8. George Russell, Mercedes9. Fernando Alonso, Aston Martin10. Oscar Piastri, McLaren Akstursíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Það var Charles Leclerc á Ferrari sem byrjaði á ráspól í Las Vegas í nótt en Verstappen í öðru sætinu. Kappaksturinn í nótt var nokkuð dramatískur og þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina í tvígang. Verstappen fékk refsingu þegar hann fór í sitt fyrsta þjónustuhlé. Hann tók þá fram úr Leclerc á ólöglegan hátt og þurfti Ferrariökumaðurinn að fara út fyrir brautina. Verstappen fékk fyrir þetta fimm sekúndna refsingu. Verstappen lenti einnig í árekstri við George Russel á Mercedes en Russel fékk refsingu fyrir það atvik. The stunning race-winning move for Max Verstappen on Charles Leclerc #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/vuPtUXRt2Y— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Verstappen nýtti sér það hins vegar vel þegar öryggisbíllinn kom út. Hann skipti um dekk og á nýjum dekkjum náði hann loks að taka fram úr Leclerc þegar þrettán hringir voru eftir af keppninni. Max Verstappen hefur nú unnið 18 sigra á tímabilinu og 53 sigra alls á ferlinum og er þar með búinn að jafna Sebastian Vettel í þriðja sæti yfir sigursælustu ökuþóra allra tíma. DRIVER STANDINGS @SChecoPerez has officially secured P2 in the championship! It's a @redbullracing 1-2! #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/SSQjaqWgXh— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Sergio Perez á Red Bull varð þriðji á eftir Verstappen og Leclerc og með því tryggir hann sér annað sætið í keppni ökuþóra og tvöfaldan sigur Red Bull á tímabilinu. Úrslit keppninnar í Las Vegas 1. Max Verstappen, Red Bull2. Charles Leclerc, Ferrari3. Sergio Perez, Red Bull4. Esteban Ocon, Alpine5. Lance Stroll, Aston Martin6. Carlos Sainz, Ferrari7. Lewis Hamilton, Mercedes8. George Russell, Mercedes9. Fernando Alonso, Aston Martin10. Oscar Piastri, McLaren
Akstursíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira