Matarboð með fyrirvara um eldgos Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:41 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen efna til matarboðs í Grindavík með fyrirvara um eldgos. Vísir Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi. Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira