Leclerc á ráspól í Las Vegas Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2023 11:31 Charles Leclerc fagnar góðum árangri í nótt. Vísir/Getty Charles Leclerc verður á ráspól í Formúlu 1 keppninni í Las Vegas á morgun. Ferrari náði tveimur bestu tímunum en heimsmeistarinn Max Verstappen mun engu að síður byrja í öðru sæti. Hlutirnir fóru ekki vel af stað í Las Vegas á fimmtudag þegar Formúlusirkusinn sneri aftur þanngað eftir fjögurra áratuga hlé. Ökumenn gátu ekki klárað æfingu á fimmtudag og skemmdist Ferraribíll Carlos Sainz þegar undirlag hans skaddaðist á einu af holræsalokum brautarinnar. Tímatakan í nótt var hins vegar ánægjuleg fyrir lið Ferrari. Charles Leclerc átti besta tímann og Sainz varð annar aðeins 0,044 sekúndum á eftir. Sainz mun hins vegar færast niður í þriðja sætið þar sem gera þurfti lagfæringar á bíl hans eftir að hann skemmdist og það kostar refsingu. Það þýðir að heimsmeistarinn Max Verstappen færist upp í annað sætið en hann átti þriðja besta tímann í nótt. Keppnin um sætin þar fyrir aftan var spennandi. George Russell á Mercedes varð fjórði en liðsfélagi hans Lewis Hamilton og Sergio Perez á Red Bull voru slegnir út í annari tímatökuumferðinni eftir að Lando Norris og Oscar Piastri féllu út í fyrstu umferð. Þessi óvæntu tíðindi gáfu öðrum ökumönnum tækifæri. Pierre Gasly á Alpine náði fimmta sætinu og Alex Albon og Logan Sargeant á Williams koma í næstu tveimur sætum þar á eftir. Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma í Vegas: „Er þetta holræsi?“ Allt virðist vera í steik í Las Vegas þar sem næstsíðasta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. Æfingin var stöðvuð eftir aðeins níu mínútur þegar bíll Carlos Sainz, ökumanns Ferrari, eyðilagðist. 17. nóvember 2023 11:02 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hlutirnir fóru ekki vel af stað í Las Vegas á fimmtudag þegar Formúlusirkusinn sneri aftur þanngað eftir fjögurra áratuga hlé. Ökumenn gátu ekki klárað æfingu á fimmtudag og skemmdist Ferraribíll Carlos Sainz þegar undirlag hans skaddaðist á einu af holræsalokum brautarinnar. Tímatakan í nótt var hins vegar ánægjuleg fyrir lið Ferrari. Charles Leclerc átti besta tímann og Sainz varð annar aðeins 0,044 sekúndum á eftir. Sainz mun hins vegar færast niður í þriðja sætið þar sem gera þurfti lagfæringar á bíl hans eftir að hann skemmdist og það kostar refsingu. Það þýðir að heimsmeistarinn Max Verstappen færist upp í annað sætið en hann átti þriðja besta tímann í nótt. Keppnin um sætin þar fyrir aftan var spennandi. George Russell á Mercedes varð fjórði en liðsfélagi hans Lewis Hamilton og Sergio Perez á Red Bull voru slegnir út í annari tímatökuumferðinni eftir að Lando Norris og Oscar Piastri féllu út í fyrstu umferð. Þessi óvæntu tíðindi gáfu öðrum ökumönnum tækifæri. Pierre Gasly á Alpine náði fimmta sætinu og Alex Albon og Logan Sargeant á Williams koma í næstu tveimur sætum þar á eftir.
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma í Vegas: „Er þetta holræsi?“ Allt virðist vera í steik í Las Vegas þar sem næstsíðasta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. Æfingin var stöðvuð eftir aðeins níu mínútur þegar bíll Carlos Sainz, ökumanns Ferrari, eyðilagðist. 17. nóvember 2023 11:02 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ótrúleg uppákoma í Vegas: „Er þetta holræsi?“ Allt virðist vera í steik í Las Vegas þar sem næstsíðasta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. Æfingin var stöðvuð eftir aðeins níu mínútur þegar bíll Carlos Sainz, ökumanns Ferrari, eyðilagðist. 17. nóvember 2023 11:02