Starfshópur skipaður til að finna lausnir á húsnæði fyrir Grindvíkinga Hólmfríður Gísladóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 12:56 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er formaður starfshóps innviðaráðherra. Vísir/Egill Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga, með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga, vegna afleiðinga náttúruhamfara við Grindavík. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Skipunartími starfshópsins er frá 17. nóvember og skal hópurinn skila til ráðherra greinargerð og tillögum, eftir atvikum kostnaðarmetnum, eins fljótt og auðið er en þó í síðasta lagi fyrir lok janúar 2024. „Hugur okkar er hjá þeim sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín í Grindavík. Það er mikilvægt að við höfum hraðar hendur til að leysa húsnæðismál Grindvíkinga og draga úr þeirri óvissu sem nú ríkir,“ er haft eftir Sigurðurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra. Starfshópurinn á að: Kortleggja möguleika á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga og annarra nýskapandi lausna sem að framleiðsluaðilar hafa þekkingu á. Skilgreina kröfur til húsnæðis, þ.e. húsnæði skal vera af viðunandi gæðum, mæta þörfum íbúa varðandi aðstöðu og stærð, staðsetning skal uppfylla samfélagslegar, öryggis- og heilsukröfur um aðgengi að samgöngum, þjónustu og atvinnu. Greina mögulegar staðsetningar og lóðir fyrir uppbyggingu slíks húsnæðis. Greiningin skal ná til höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og nærliggjandi sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög verði skoðuð eftir þörfum. Meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist slíkri uppbyggingu, m.a. skipulagslega þætti og lagaumgjörð. Og hann skipa: Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, formaður, Valdís Ösp Árnadóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verkefnisstjóri, Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Guðmundur Axel Hansen, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, Óskar Jósefsson, settur forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Skipunartími starfshópsins er frá 17. nóvember og skal hópurinn skila til ráðherra greinargerð og tillögum, eftir atvikum kostnaðarmetnum, eins fljótt og auðið er en þó í síðasta lagi fyrir lok janúar 2024. „Hugur okkar er hjá þeim sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín í Grindavík. Það er mikilvægt að við höfum hraðar hendur til að leysa húsnæðismál Grindvíkinga og draga úr þeirri óvissu sem nú ríkir,“ er haft eftir Sigurðurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra. Starfshópurinn á að: Kortleggja möguleika á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga og annarra nýskapandi lausna sem að framleiðsluaðilar hafa þekkingu á. Skilgreina kröfur til húsnæðis, þ.e. húsnæði skal vera af viðunandi gæðum, mæta þörfum íbúa varðandi aðstöðu og stærð, staðsetning skal uppfylla samfélagslegar, öryggis- og heilsukröfur um aðgengi að samgöngum, þjónustu og atvinnu. Greina mögulegar staðsetningar og lóðir fyrir uppbyggingu slíks húsnæðis. Greiningin skal ná til höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og nærliggjandi sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög verði skoðuð eftir þörfum. Meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist slíkri uppbyggingu, m.a. skipulagslega þætti og lagaumgjörð. Og hann skipa: Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, formaður, Valdís Ösp Árnadóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verkefnisstjóri, Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Guðmundur Axel Hansen, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, Óskar Jósefsson, settur forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira