Puff Daddy kærður fyrir nauðgun, nauðung og ítrekað ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:21 Ventura er söng- og leikkona og var samningsbundin Bad Boy á tímabili og því háð velvilja Combs. Getty/Jeff Vespa Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hefur verið kærður fyrir nauðgun, ofbeldi og nauðung sem hann er sagður hafa beitt kærustu sína, Casöndru Ventura, í um áratug. Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira