Luis Díaz skoraði tvö mörk fyrir framan pabba sinn grátandi í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 07:30 Luis Díaz horfir til föður síns Luis Manuel Díaz eftir seinna markið sitt en faðir hans var grátklökkur í stúkunni. Getty/Gabriel Aponte Liverpool-maðurinn Luis Díaz var á skotskónum þegar Kólumbía vann 2-1 sigur á Brasilíu í undankeppni HM í nótt. Díaz skoraði bæði mörk Kólumbíumanna í þessum mikilvæga sigri. Í stúkunni var faðir hans - Luis Manuel Díaz - sem var rænt á dögunum og losnaði ekki úr haldi mannræningjanna fyrr en tólf dögum síðar. Faðirinn hitti loksins fjölskyldu sína aftur á þriðjudaginn og voru þá miklir fagnaðarfundir. Luis Díaz eldri átti líka erfitt með sig í stúkunni þegar strákurinn hans skoraði á móti Brasilíu. Hann sást gráta af gleði í stúkunni við hlið eiginkonu sinnar Cilenis Marulanda. Luis Diaz s Dad tonight pic.twitter.com/Bbao7Qp2Tn— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) November 17, 2023 „Ég þakka guði. Hann gerir allt mögulegt. Við höfum alltaf þurft að komast í gegnum erfiða tíma en lífið gerir þig bæði sterkan og hugrakkan. Þannig er fótboltinn og þannig er lífið. Við áttum þennan sigur skilinn,“ sagði Luis Díaz eftir leikinn. Bæði mörkin skoraði hann með skalla og það með aðeins fjögurra mínútna millibili. Fyrra markið kom á 75. mínútu og það seinna á 79. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíumanna á Brasilíu í undankeppni HM í fimmtán leikjum. Eftir sigurinn er kólumbíska landsliðið komið upp í þriðja sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Argentínu og stigi á eftir Úrúgvæ. Brasilíumenn eru bara í fimmta sæti á eftir Venesúela en sex efstu þjóðirnar fara beint á HM. Luis Díaz scoring with his father in the stands (via @Fanatiztv)pic.twitter.com/Stp1BlGTy4— B/R Football (@brfootball) November 17, 2023 HM 2026 í fótbolta Kólumbía Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Díaz skoraði bæði mörk Kólumbíumanna í þessum mikilvæga sigri. Í stúkunni var faðir hans - Luis Manuel Díaz - sem var rænt á dögunum og losnaði ekki úr haldi mannræningjanna fyrr en tólf dögum síðar. Faðirinn hitti loksins fjölskyldu sína aftur á þriðjudaginn og voru þá miklir fagnaðarfundir. Luis Díaz eldri átti líka erfitt með sig í stúkunni þegar strákurinn hans skoraði á móti Brasilíu. Hann sást gráta af gleði í stúkunni við hlið eiginkonu sinnar Cilenis Marulanda. Luis Diaz s Dad tonight pic.twitter.com/Bbao7Qp2Tn— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) November 17, 2023 „Ég þakka guði. Hann gerir allt mögulegt. Við höfum alltaf þurft að komast í gegnum erfiða tíma en lífið gerir þig bæði sterkan og hugrakkan. Þannig er fótboltinn og þannig er lífið. Við áttum þennan sigur skilinn,“ sagði Luis Díaz eftir leikinn. Bæði mörkin skoraði hann með skalla og það með aðeins fjögurra mínútna millibili. Fyrra markið kom á 75. mínútu og það seinna á 79. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíumanna á Brasilíu í undankeppni HM í fimmtán leikjum. Eftir sigurinn er kólumbíska landsliðið komið upp í þriðja sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Argentínu og stigi á eftir Úrúgvæ. Brasilíumenn eru bara í fimmta sæti á eftir Venesúela en sex efstu þjóðirnar fara beint á HM. Luis Díaz scoring with his father in the stands (via @Fanatiztv)pic.twitter.com/Stp1BlGTy4— B/R Football (@brfootball) November 17, 2023
HM 2026 í fótbolta Kólumbía Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira