Áslaug Agnarsdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. nóvember 2023 20:56 Anna Valdís Kro, Elsa G. Björnsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Áslaug Agnarsdóttir. Stjórnarráðið Áslaug Agnarsdóttir þýðandi hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Eddu, húsi íslenskunnar og þakkaði þar Áslaugu fyrir fjölbreytt störf í þágu íslenskrar menningar. Áslaug hefur á undanförnum árum fært Íslendingum ljóð og sögur af rússnesku. Hún hefur þýtt ljóðskáldið Marínu Tsvetajevu og sagnaskáldin Lev Tolstoj, Alexander Púshkín og Fjodor Dostojevskíj. Þá hefur hún og þýtt tvær skáldsögur úkraínska rithöfundarins Andrej Kúrkovs sem vakið hafa mikla athygli. Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna er bent á að Jónas Hallgrímsson hafi ekki bara verið skáld, heldur líka þýðandi. „Jónas Hallgrímsson var ekki aðeins skáld og náttúrufræðingur heldur líka atorkusamur þýðandi skáldskapar og vísindatexta. Sá veruleiki sem blasti við honum og samtímamönnum hans tók örum breytingum svo stöðugt þurfti að finna ný hugtök til að lýsa fyrirbærum, tilfinningum og hugsunum. Að fella veröldina í orð felur nú sem þá í sér nýjar áskoranir á degi hverjum og þó að netorðabækur, þýðingarvélar og gervigreind séu góðar til síns brúks þá er vandséð að sá sköpunarmáttur sem býr í mannlegum huga verði nokkurn tíma leystur af hólmi. Þýðendur eru kannski mikilvægari á okkar dögum en nokkru sinni fyrr því færni þeirra ræðst ekki aðeins af því að geta fundið þá þýðingu sem er líklegust tölfræðilega heldur getur góð þýðing lokið upp heimi sem gefur innsýn í sögu, samfélag, menningu og siðvenjur sem búa í öðru tungumáli.“ Viðurkenningu á degi íslenskrar tungu hlaut verkefnið Menningin gefur. Fulltrúar þess Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld, og Anna Valdís Kro táknmálsfræðingur og verkefnastjóri hjá Ós Pressunni tóku við viðurkenningunni. „Segja má að þungamiðja verkefnisins sé námskeiðið VV sögur þar sem Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld kenndi þátttakendum gerð VV sagna sem byggja á sérstökum sjónrænum aðferðum við að flytja bókmenntir, hér mætti jafnvel tala um nýtt skáldskaparmál. Í kjölfar námskeiðsins skrifaði Anna Valdís Kro mjög metnaðarfulla BA-ritgerð sem byggði á viðtölum við níu döff þátttakendur í námskeiðinu þar sem meðal annars er glímt við stöðu Íslensks táknmáls gagnvart táknmáli VV sagna, sem segja má að sé alþjóðlegt. Þátttakendur veltu líka fyrir sér menningararfi íslenska döff samfélagsins og síðast en ekki síst stöðu döff bókmennta í íslenskri bókmenntasögu,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Íslensk tunga Bókmenntir Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Eddu, húsi íslenskunnar og þakkaði þar Áslaugu fyrir fjölbreytt störf í þágu íslenskrar menningar. Áslaug hefur á undanförnum árum fært Íslendingum ljóð og sögur af rússnesku. Hún hefur þýtt ljóðskáldið Marínu Tsvetajevu og sagnaskáldin Lev Tolstoj, Alexander Púshkín og Fjodor Dostojevskíj. Þá hefur hún og þýtt tvær skáldsögur úkraínska rithöfundarins Andrej Kúrkovs sem vakið hafa mikla athygli. Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna er bent á að Jónas Hallgrímsson hafi ekki bara verið skáld, heldur líka þýðandi. „Jónas Hallgrímsson var ekki aðeins skáld og náttúrufræðingur heldur líka atorkusamur þýðandi skáldskapar og vísindatexta. Sá veruleiki sem blasti við honum og samtímamönnum hans tók örum breytingum svo stöðugt þurfti að finna ný hugtök til að lýsa fyrirbærum, tilfinningum og hugsunum. Að fella veröldina í orð felur nú sem þá í sér nýjar áskoranir á degi hverjum og þó að netorðabækur, þýðingarvélar og gervigreind séu góðar til síns brúks þá er vandséð að sá sköpunarmáttur sem býr í mannlegum huga verði nokkurn tíma leystur af hólmi. Þýðendur eru kannski mikilvægari á okkar dögum en nokkru sinni fyrr því færni þeirra ræðst ekki aðeins af því að geta fundið þá þýðingu sem er líklegust tölfræðilega heldur getur góð þýðing lokið upp heimi sem gefur innsýn í sögu, samfélag, menningu og siðvenjur sem búa í öðru tungumáli.“ Viðurkenningu á degi íslenskrar tungu hlaut verkefnið Menningin gefur. Fulltrúar þess Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld, og Anna Valdís Kro táknmálsfræðingur og verkefnastjóri hjá Ós Pressunni tóku við viðurkenningunni. „Segja má að þungamiðja verkefnisins sé námskeiðið VV sögur þar sem Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld kenndi þátttakendum gerð VV sagna sem byggja á sérstökum sjónrænum aðferðum við að flytja bókmenntir, hér mætti jafnvel tala um nýtt skáldskaparmál. Í kjölfar námskeiðsins skrifaði Anna Valdís Kro mjög metnaðarfulla BA-ritgerð sem byggði á viðtölum við níu döff þátttakendur í námskeiðinu þar sem meðal annars er glímt við stöðu Íslensks táknmáls gagnvart táknmáli VV sagna, sem segja má að sé alþjóðlegt. Þátttakendur veltu líka fyrir sér menningararfi íslenska döff samfélagsins og síðast en ekki síst stöðu döff bókmennta í íslenskri bókmenntasögu,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.
Íslensk tunga Bókmenntir Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira