Áslaug Agnarsdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. nóvember 2023 20:56 Anna Valdís Kro, Elsa G. Björnsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Áslaug Agnarsdóttir. Stjórnarráðið Áslaug Agnarsdóttir þýðandi hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Eddu, húsi íslenskunnar og þakkaði þar Áslaugu fyrir fjölbreytt störf í þágu íslenskrar menningar. Áslaug hefur á undanförnum árum fært Íslendingum ljóð og sögur af rússnesku. Hún hefur þýtt ljóðskáldið Marínu Tsvetajevu og sagnaskáldin Lev Tolstoj, Alexander Púshkín og Fjodor Dostojevskíj. Þá hefur hún og þýtt tvær skáldsögur úkraínska rithöfundarins Andrej Kúrkovs sem vakið hafa mikla athygli. Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna er bent á að Jónas Hallgrímsson hafi ekki bara verið skáld, heldur líka þýðandi. „Jónas Hallgrímsson var ekki aðeins skáld og náttúrufræðingur heldur líka atorkusamur þýðandi skáldskapar og vísindatexta. Sá veruleiki sem blasti við honum og samtímamönnum hans tók örum breytingum svo stöðugt þurfti að finna ný hugtök til að lýsa fyrirbærum, tilfinningum og hugsunum. Að fella veröldina í orð felur nú sem þá í sér nýjar áskoranir á degi hverjum og þó að netorðabækur, þýðingarvélar og gervigreind séu góðar til síns brúks þá er vandséð að sá sköpunarmáttur sem býr í mannlegum huga verði nokkurn tíma leystur af hólmi. Þýðendur eru kannski mikilvægari á okkar dögum en nokkru sinni fyrr því færni þeirra ræðst ekki aðeins af því að geta fundið þá þýðingu sem er líklegust tölfræðilega heldur getur góð þýðing lokið upp heimi sem gefur innsýn í sögu, samfélag, menningu og siðvenjur sem búa í öðru tungumáli.“ Viðurkenningu á degi íslenskrar tungu hlaut verkefnið Menningin gefur. Fulltrúar þess Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld, og Anna Valdís Kro táknmálsfræðingur og verkefnastjóri hjá Ós Pressunni tóku við viðurkenningunni. „Segja má að þungamiðja verkefnisins sé námskeiðið VV sögur þar sem Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld kenndi þátttakendum gerð VV sagna sem byggja á sérstökum sjónrænum aðferðum við að flytja bókmenntir, hér mætti jafnvel tala um nýtt skáldskaparmál. Í kjölfar námskeiðsins skrifaði Anna Valdís Kro mjög metnaðarfulla BA-ritgerð sem byggði á viðtölum við níu döff þátttakendur í námskeiðinu þar sem meðal annars er glímt við stöðu Íslensks táknmáls gagnvart táknmáli VV sagna, sem segja má að sé alþjóðlegt. Þátttakendur veltu líka fyrir sér menningararfi íslenska döff samfélagsins og síðast en ekki síst stöðu döff bókmennta í íslenskri bókmenntasögu,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Íslensk tunga Bókmenntir Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Eddu, húsi íslenskunnar og þakkaði þar Áslaugu fyrir fjölbreytt störf í þágu íslenskrar menningar. Áslaug hefur á undanförnum árum fært Íslendingum ljóð og sögur af rússnesku. Hún hefur þýtt ljóðskáldið Marínu Tsvetajevu og sagnaskáldin Lev Tolstoj, Alexander Púshkín og Fjodor Dostojevskíj. Þá hefur hún og þýtt tvær skáldsögur úkraínska rithöfundarins Andrej Kúrkovs sem vakið hafa mikla athygli. Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna er bent á að Jónas Hallgrímsson hafi ekki bara verið skáld, heldur líka þýðandi. „Jónas Hallgrímsson var ekki aðeins skáld og náttúrufræðingur heldur líka atorkusamur þýðandi skáldskapar og vísindatexta. Sá veruleiki sem blasti við honum og samtímamönnum hans tók örum breytingum svo stöðugt þurfti að finna ný hugtök til að lýsa fyrirbærum, tilfinningum og hugsunum. Að fella veröldina í orð felur nú sem þá í sér nýjar áskoranir á degi hverjum og þó að netorðabækur, þýðingarvélar og gervigreind séu góðar til síns brúks þá er vandséð að sá sköpunarmáttur sem býr í mannlegum huga verði nokkurn tíma leystur af hólmi. Þýðendur eru kannski mikilvægari á okkar dögum en nokkru sinni fyrr því færni þeirra ræðst ekki aðeins af því að geta fundið þá þýðingu sem er líklegust tölfræðilega heldur getur góð þýðing lokið upp heimi sem gefur innsýn í sögu, samfélag, menningu og siðvenjur sem búa í öðru tungumáli.“ Viðurkenningu á degi íslenskrar tungu hlaut verkefnið Menningin gefur. Fulltrúar þess Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld, og Anna Valdís Kro táknmálsfræðingur og verkefnastjóri hjá Ós Pressunni tóku við viðurkenningunni. „Segja má að þungamiðja verkefnisins sé námskeiðið VV sögur þar sem Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld kenndi þátttakendum gerð VV sagna sem byggja á sérstökum sjónrænum aðferðum við að flytja bókmenntir, hér mætti jafnvel tala um nýtt skáldskaparmál. Í kjölfar námskeiðsins skrifaði Anna Valdís Kro mjög metnaðarfulla BA-ritgerð sem byggði á viðtölum við níu döff þátttakendur í námskeiðinu þar sem meðal annars er glímt við stöðu Íslensks táknmáls gagnvart táknmáli VV sagna, sem segja má að sé alþjóðlegt. Þátttakendur veltu líka fyrir sér menningararfi íslenska döff samfélagsins og síðast en ekki síst stöðu döff bókmennta í íslenskri bókmenntasögu,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.
Íslensk tunga Bókmenntir Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira