Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2023 15:31 Sasha Skochilenko er hún var leidd úr dómsal þann 13. nóvember. Hún var í dag dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að setja límmiða með slagorðum gegn innrás Rússa í Úkraínu yfir verðmerkingar í verslun í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira