Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2023 15:31 Sasha Skochilenko er hún var leidd úr dómsal þann 13. nóvember. Hún var í dag dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að setja límmiða með slagorðum gegn innrás Rússa í Úkraínu yfir verðmerkingar í verslun í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira