Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 12:05 Lögregla vaktar nú Grindavíkurbæ allan sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Löggæsla í Grindavík hefur verið aukin eftir að tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Lögregla stendur nú vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlum er hins vegar meinaður aðgangur að bænum í dag. Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31
RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10