Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:00 Heiða Björg segir að það sé gott að vita að fólki verði komið í skjól yfir daginn. Vísir/Arnar Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira