Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 10:34 „Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað,“ segir í ályktuninni um kennara og skólastjórnendur. Vísir/Vilhelm Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. „Íslensk náttúra getur verið óútreiknanleg og snúið öllu á hvolf. Það verðum við áþreifanlega vör við þessa dagana þegar jarðskjálftar og möguleiki á eldgosi hefur orðið til þess að bæjarfélagið Grindavík hefur með nær engum fyrirvara verið rýmt. Í slíkum aðstæðum skiptir öllu máli að stjórnvöld og íslenskt samfélag taki þétt utan um þau sem fyrir áfallinu hafa orðið og komi til móts við aðstæður þeirra og raunveruleika,“ segir í ályktuninni. Þá segir að einn angi umræðunnar um viðbrögð snúi að skólastarfi fyrir börnin þar sem leik-, grunn- og tónlistarskólar þeirrar séu ekki starfandi. Þörf barnanna fyrir rútínu, samveru og nám sé mikilvæg og að vinna úr þeim áföllum sem þau hafi orðið fyrir. „Sama áfalli hafa kennarar og stjórnendur skólanna í Grindavík orðið fyrir. Þau, eins og aðrir, eru enn í miðjum atburði og búa við óvissu um stærstu sem smæstu atriði daglegs lífs. Við bætist álagið við að reyna að nálgast það sem þeim er leyft að sækja, lítill svefn og ekki má gleyma að þau eiga líka börn, foreldra, ættingja og vini sem þarf að halda utan um á þessum óvissutímum,“ segir enn fremur. „Það er lykilatriði að þeim, eins og öðrum í grindvísku samfélagi, verði gefinn tími og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr áfallinu og þau fái næði til að ná áttum áður en horft er til þess að snúa aftur til starfa. Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað.“ Horfa verði til skólastarfs þannig að nærgætni fyrir aðstæðum sé höfð í hávegi og kennarar og stjórnendur fái faglega aðstoð til að vinna úr sínum áföllum og svigrúm til að koma festu á líf sitt áður en kemur að því að snúa aftur til starfa. „Um þau, eins og aðra Grindvíkinga, þarf að byggja varnargarð umhyggju, alúðar og virðingu fyrir þeirri óvissu sem ríkir um framtíð heimkynna þeirra.“ Grindavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
„Íslensk náttúra getur verið óútreiknanleg og snúið öllu á hvolf. Það verðum við áþreifanlega vör við þessa dagana þegar jarðskjálftar og möguleiki á eldgosi hefur orðið til þess að bæjarfélagið Grindavík hefur með nær engum fyrirvara verið rýmt. Í slíkum aðstæðum skiptir öllu máli að stjórnvöld og íslenskt samfélag taki þétt utan um þau sem fyrir áfallinu hafa orðið og komi til móts við aðstæður þeirra og raunveruleika,“ segir í ályktuninni. Þá segir að einn angi umræðunnar um viðbrögð snúi að skólastarfi fyrir börnin þar sem leik-, grunn- og tónlistarskólar þeirrar séu ekki starfandi. Þörf barnanna fyrir rútínu, samveru og nám sé mikilvæg og að vinna úr þeim áföllum sem þau hafi orðið fyrir. „Sama áfalli hafa kennarar og stjórnendur skólanna í Grindavík orðið fyrir. Þau, eins og aðrir, eru enn í miðjum atburði og búa við óvissu um stærstu sem smæstu atriði daglegs lífs. Við bætist álagið við að reyna að nálgast það sem þeim er leyft að sækja, lítill svefn og ekki má gleyma að þau eiga líka börn, foreldra, ættingja og vini sem þarf að halda utan um á þessum óvissutímum,“ segir enn fremur. „Það er lykilatriði að þeim, eins og öðrum í grindvísku samfélagi, verði gefinn tími og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr áfallinu og þau fái næði til að ná áttum áður en horft er til þess að snúa aftur til starfa. Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað.“ Horfa verði til skólastarfs þannig að nærgætni fyrir aðstæðum sé höfð í hávegi og kennarar og stjórnendur fái faglega aðstoð til að vinna úr sínum áföllum og svigrúm til að koma festu á líf sitt áður en kemur að því að snúa aftur til starfa. „Um þau, eins og aðra Grindvíkinga, þarf að byggja varnargarð umhyggju, alúðar og virðingu fyrir þeirri óvissu sem ríkir um framtíð heimkynna þeirra.“
Grindavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira