Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 10:34 „Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað,“ segir í ályktuninni um kennara og skólastjórnendur. Vísir/Vilhelm Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. „Íslensk náttúra getur verið óútreiknanleg og snúið öllu á hvolf. Það verðum við áþreifanlega vör við þessa dagana þegar jarðskjálftar og möguleiki á eldgosi hefur orðið til þess að bæjarfélagið Grindavík hefur með nær engum fyrirvara verið rýmt. Í slíkum aðstæðum skiptir öllu máli að stjórnvöld og íslenskt samfélag taki þétt utan um þau sem fyrir áfallinu hafa orðið og komi til móts við aðstæður þeirra og raunveruleika,“ segir í ályktuninni. Þá segir að einn angi umræðunnar um viðbrögð snúi að skólastarfi fyrir börnin þar sem leik-, grunn- og tónlistarskólar þeirrar séu ekki starfandi. Þörf barnanna fyrir rútínu, samveru og nám sé mikilvæg og að vinna úr þeim áföllum sem þau hafi orðið fyrir. „Sama áfalli hafa kennarar og stjórnendur skólanna í Grindavík orðið fyrir. Þau, eins og aðrir, eru enn í miðjum atburði og búa við óvissu um stærstu sem smæstu atriði daglegs lífs. Við bætist álagið við að reyna að nálgast það sem þeim er leyft að sækja, lítill svefn og ekki má gleyma að þau eiga líka börn, foreldra, ættingja og vini sem þarf að halda utan um á þessum óvissutímum,“ segir enn fremur. „Það er lykilatriði að þeim, eins og öðrum í grindvísku samfélagi, verði gefinn tími og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr áfallinu og þau fái næði til að ná áttum áður en horft er til þess að snúa aftur til starfa. Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað.“ Horfa verði til skólastarfs þannig að nærgætni fyrir aðstæðum sé höfð í hávegi og kennarar og stjórnendur fái faglega aðstoð til að vinna úr sínum áföllum og svigrúm til að koma festu á líf sitt áður en kemur að því að snúa aftur til starfa. „Um þau, eins og aðra Grindvíkinga, þarf að byggja varnargarð umhyggju, alúðar og virðingu fyrir þeirri óvissu sem ríkir um framtíð heimkynna þeirra.“ Grindavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Íslensk náttúra getur verið óútreiknanleg og snúið öllu á hvolf. Það verðum við áþreifanlega vör við þessa dagana þegar jarðskjálftar og möguleiki á eldgosi hefur orðið til þess að bæjarfélagið Grindavík hefur með nær engum fyrirvara verið rýmt. Í slíkum aðstæðum skiptir öllu máli að stjórnvöld og íslenskt samfélag taki þétt utan um þau sem fyrir áfallinu hafa orðið og komi til móts við aðstæður þeirra og raunveruleika,“ segir í ályktuninni. Þá segir að einn angi umræðunnar um viðbrögð snúi að skólastarfi fyrir börnin þar sem leik-, grunn- og tónlistarskólar þeirrar séu ekki starfandi. Þörf barnanna fyrir rútínu, samveru og nám sé mikilvæg og að vinna úr þeim áföllum sem þau hafi orðið fyrir. „Sama áfalli hafa kennarar og stjórnendur skólanna í Grindavík orðið fyrir. Þau, eins og aðrir, eru enn í miðjum atburði og búa við óvissu um stærstu sem smæstu atriði daglegs lífs. Við bætist álagið við að reyna að nálgast það sem þeim er leyft að sækja, lítill svefn og ekki má gleyma að þau eiga líka börn, foreldra, ættingja og vini sem þarf að halda utan um á þessum óvissutímum,“ segir enn fremur. „Það er lykilatriði að þeim, eins og öðrum í grindvísku samfélagi, verði gefinn tími og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr áfallinu og þau fái næði til að ná áttum áður en horft er til þess að snúa aftur til starfa. Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað.“ Horfa verði til skólastarfs þannig að nærgætni fyrir aðstæðum sé höfð í hávegi og kennarar og stjórnendur fái faglega aðstoð til að vinna úr sínum áföllum og svigrúm til að koma festu á líf sitt áður en kemur að því að snúa aftur til starfa. „Um þau, eins og aðra Grindvíkinga, þarf að byggja varnargarð umhyggju, alúðar og virðingu fyrir þeirri óvissu sem ríkir um framtíð heimkynna þeirra.“
Grindavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira