Íslenska verður á undan ensku á Keflavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 10:12 Upplýsingaskilti á flugvellinum hafa haft ensku í fyrrirrúmi síðan árið 2016. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia hefur tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024. Í tilefni af Degi íslensrar tungu hefur verið hleypt af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að átakið miði að því að íslenska verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. „Á Keflavíkurflugvelli er ávallt lögð áhersla á einstaka íslenska upplifun með því að skapa tengingar við íslenska náttúru, menningu og samfélag. Aukinn sýnileiki og áhersla á íslenska tungu á flugvellinum og miðlum hans er markmið átaksins Höldum íslenskunni á lofti,“ segir í tilkynningunni. Þá verði hinar ýmsu hliðar íslenskunnar strax sýnilegar í flugstöðinni. Til að mynda muni gömul íslensk heiti á erlendum borgum, eins og Nýja-Jórvík, Málmhaugar og Meilansborg, ganga í endurnýjun lífdaga með áhugaverðum hætti. „Hluti af þessu átaki verður að setja íslenskuna á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum flugvallarins sem stjórn Isavia hefur ákveðið að gert verði fyrir árslok 2024. Skiltin eru lykilþáttur í því að hjálpa gestum að komast leiðar sinnar og tryggja gott flæði.“ Isavia hefur hafið nýtt átak. Við breytinguna sé því einnig mikilvægt að huga að gestum flugvallarins sem ekki skilja íslensku. Til að tryggja samræmi á milli skilta og koma í veg fyrir misskilning er nauðsynlegt að öllum skiltum sé breytt í einu. Breytingarnar kalla því á vandaðan undirbúning og skipulag og er sú vinna þegar hafin, að því er segir í tilkynningunni. „Við erum stolt af íslenskri tungu og viljum halda henni á lofti. Hún er eitt okkar helsta einkenni og það sem sameinar okkur landsmenn – hvar sem við erum stödd í heiminum. Íslenskan er líka eitt af því sem vekur áhuga annarra þjóða á Íslandi, hvort sem það eru bókmenntirnar okkar, tónlistin eða örnefni sem enginn getur borið fram nema við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia. „Þess vegna viljum við halda íslenskunni á lofti á Keflavíkurflugvelli, taka þátt í því að standa vörð um tungumálið og kynna það fyrir gestum okkar með áhugaverðum og upplýsandi hætti. Vinnan við herferðina og breytingarnar í flugstöðinni hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nú liggur fyrir hvenær breytingu á leiðakerfinu okkar verður lokið þannig að íslenskan fái sinn rétta sess á sama tíma og allir okkar farþegar komist rétta leið.“ Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að átakið miði að því að íslenska verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. „Á Keflavíkurflugvelli er ávallt lögð áhersla á einstaka íslenska upplifun með því að skapa tengingar við íslenska náttúru, menningu og samfélag. Aukinn sýnileiki og áhersla á íslenska tungu á flugvellinum og miðlum hans er markmið átaksins Höldum íslenskunni á lofti,“ segir í tilkynningunni. Þá verði hinar ýmsu hliðar íslenskunnar strax sýnilegar í flugstöðinni. Til að mynda muni gömul íslensk heiti á erlendum borgum, eins og Nýja-Jórvík, Málmhaugar og Meilansborg, ganga í endurnýjun lífdaga með áhugaverðum hætti. „Hluti af þessu átaki verður að setja íslenskuna á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum flugvallarins sem stjórn Isavia hefur ákveðið að gert verði fyrir árslok 2024. Skiltin eru lykilþáttur í því að hjálpa gestum að komast leiðar sinnar og tryggja gott flæði.“ Isavia hefur hafið nýtt átak. Við breytinguna sé því einnig mikilvægt að huga að gestum flugvallarins sem ekki skilja íslensku. Til að tryggja samræmi á milli skilta og koma í veg fyrir misskilning er nauðsynlegt að öllum skiltum sé breytt í einu. Breytingarnar kalla því á vandaðan undirbúning og skipulag og er sú vinna þegar hafin, að því er segir í tilkynningunni. „Við erum stolt af íslenskri tungu og viljum halda henni á lofti. Hún er eitt okkar helsta einkenni og það sem sameinar okkur landsmenn – hvar sem við erum stödd í heiminum. Íslenskan er líka eitt af því sem vekur áhuga annarra þjóða á Íslandi, hvort sem það eru bókmenntirnar okkar, tónlistin eða örnefni sem enginn getur borið fram nema við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia. „Þess vegna viljum við halda íslenskunni á lofti á Keflavíkurflugvelli, taka þátt í því að standa vörð um tungumálið og kynna það fyrir gestum okkar með áhugaverðum og upplýsandi hætti. Vinnan við herferðina og breytingarnar í flugstöðinni hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nú liggur fyrir hvenær breytingu á leiðakerfinu okkar verður lokið þannig að íslenskan fái sinn rétta sess á sama tíma og allir okkar farþegar komist rétta leið.“
Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira