Curry segir ekkert mál að skilja hvernig nýi deildarbikar NBA virkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 16:01 Steph Curry er leikmaður Golden State Warriors. Vísir/Getty Leikir NBA körfuboltaliðanna gilda tvöfalt á þriðjudögum og föstudögum í þessum nóvembermánuði. NBA deildin í körfubolta bryddar upp á nýjung á þessu tímabili en þetta er fyrsta tímabilið með deildarbikarnum, aukakeppni innan tímabilsins sem endar með lokaúrslitum í Las Vegas. Keppnin heitir „NBA In-Season Tournament“ á ensku. Liðunum í deildinni er skipt niður í sex riðla, þrjá í hvorri deild, þar sem allir mætast einu sinni. Liðin spila tvo heimaleiki og tvo útileiki. Efsta lið hvers riðils kemst síðan áfram í átta liða úrslitin ásamt tveimur liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Austurdeildin mun skila fjórum liðum áfram, sigurvegurum riðlanna þriggja sem og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Vesturdeildin mun sömuleiðis skila áfram fjórum liðum, sigurvegaranum í hverjum riðli og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Síðan taka við átta liða úrslit þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram í Las Vegas. Þar er áfram skipt eftir deildum. Það verða því tvö lið úr Austrinu og tvö lið úr Vestrinu sem komast í úrslitin. Allir leikir í riðlakeppninni fara fram á þriðjudögum og föstudögum frá 3. til 28. nóvember. Þessir leikir gilda í raun tvöfalt, því þeir telja bæði í riðlakeppni deildarbikarsins en eins í heildarárangri liðsins á tímabilinu. Leikir í átta liða úrslitunum fara fram 4. og 5. desember og úrslitahelgin verður síðan 7. til 9. desember í spilavítaborginni miklu. Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því að þetta sé svo flókið en Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, segir þetta sé allt mjög einfalt ef fólk gefi sér bara smá tíma til að kynna sér málið betur. Hér fyrir neðan má sjá Curry fara yfir það hvernig deildarbikar NBA virkar á einfaldan Curry-hátt. Þetta er nefnilega ekkert mál að skilja. Pretty simple Steph with the NBA In-Season Tournament explainer Group Play continues Tuesday 11/14 on TNT and the NBA App. pic.twitter.com/vATggQMW4M— NBA (@NBA) November 13, 2023 NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
NBA deildin í körfubolta bryddar upp á nýjung á þessu tímabili en þetta er fyrsta tímabilið með deildarbikarnum, aukakeppni innan tímabilsins sem endar með lokaúrslitum í Las Vegas. Keppnin heitir „NBA In-Season Tournament“ á ensku. Liðunum í deildinni er skipt niður í sex riðla, þrjá í hvorri deild, þar sem allir mætast einu sinni. Liðin spila tvo heimaleiki og tvo útileiki. Efsta lið hvers riðils kemst síðan áfram í átta liða úrslitin ásamt tveimur liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Austurdeildin mun skila fjórum liðum áfram, sigurvegurum riðlanna þriggja sem og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Vesturdeildin mun sömuleiðis skila áfram fjórum liðum, sigurvegaranum í hverjum riðli og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Síðan taka við átta liða úrslit þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram í Las Vegas. Þar er áfram skipt eftir deildum. Það verða því tvö lið úr Austrinu og tvö lið úr Vestrinu sem komast í úrslitin. Allir leikir í riðlakeppninni fara fram á þriðjudögum og föstudögum frá 3. til 28. nóvember. Þessir leikir gilda í raun tvöfalt, því þeir telja bæði í riðlakeppni deildarbikarsins en eins í heildarárangri liðsins á tímabilinu. Leikir í átta liða úrslitunum fara fram 4. og 5. desember og úrslitahelgin verður síðan 7. til 9. desember í spilavítaborginni miklu. Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því að þetta sé svo flókið en Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, segir þetta sé allt mjög einfalt ef fólk gefi sér bara smá tíma til að kynna sér málið betur. Hér fyrir neðan má sjá Curry fara yfir það hvernig deildarbikar NBA virkar á einfaldan Curry-hátt. Þetta er nefnilega ekkert mál að skilja. Pretty simple Steph with the NBA In-Season Tournament explainer Group Play continues Tuesday 11/14 on TNT and the NBA App. pic.twitter.com/vATggQMW4M— NBA (@NBA) November 13, 2023
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira