Eins og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 11:40 Það hvernig límt hefur verið yfir vegaskilti til Grindavíkur hefur lagst illa í margan Grindvíkinginn sem túlkar þetta sem svo að búið sé að afmá Grindavík af kortinu. vísir/vilhelm Athygli vakti dögunum að búið var að líma rautt límband yfir Grindavík og Bláa lónið við Grindavíkurafleggjarann við Reykjanesbraut. Líkt og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu. Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira