„Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, segist hafa orðið vitni að því að karlmenn verði brjálaðir yfir umræðunni um þriðju vaktina og segi hana hugarburð kvenna og einhvers konar tilbúið verkfæri til að klekkja á karlkyninu. Þóra stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í gær. Vísir/Vilhelm „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. Umræðurnar minna okkur líka á hversu langt við erum þó komin hérlendis. En um leið svo langt frá því að vera komin í höfn. Ég var sjálf seinþroska femínisti, hélt að konur þyrftu bara að tileinka sér betur hugsunarhátt karla og vera bæði frekari og duglegri. Í alvöru!? Algert rugl.“ Um fimm hundruð konur frá 80 löndum sóttu Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík að þessu sinni og af því tilefni fjallar Atvinnulífið um jafnréttismálin í dag og á morgun. Þriðja vaktin viðkvæm fyrir suma Í almennri umræðu um jafnréttisbaráttuna segir Þóra að mismunun geti verið nokkuð lúmskt fyrirbæri. „Ég get til dæmis ekki sagt að ég hafi upplifað mikla mismunun á mínum ferli. Hún var meira innra með mér, því mig vantaði bakland og fyrirmyndir, án þess að ég hefði áttað mig á því þá. Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun. Ég hef þó upplifað það sama og flestar konur. Að hafa sem ung kona talið að hér væri allt í fullkomnu lagi. En fara síðan smátt og smátt að rekast á veggi og glerþök hér og þar.“ Að mati Þóru skiptir því miklu máli að viðburðir eins og Heimsþingið séu reglulega. Það sama gildi um félagsskap kvenna eins og UAK eða FKA. „Það er svo gríðarlega mikilvægt fyrir konur að eiga þetta bakland. Því karlarnir hafa verið með sína klúbba alla tíð. Þar sem þeir geta skipst á upplýsingum, skipulagt starfsframann og bakkað hvern annan upp.“ Að mati Þóru finnst henni það líka jákvæð þróun í umræðu um jafnréttismálin að þau snúast alls ekkert aðeins um konur, en á Heimsþinginu var líka rætt um jafnréttisbaráttu karlmanna. „Ég hef ekki enn séð þá rannsókn sem sýnir að aukið jafnrétti í samfélaginu hafi neikvæð áhrif á nokkurn samfélagshóp. Þegar karlar fara að krefjast réttar síns til að taka fæðingarorlof og til að taka fullan og virkan þátt í fjölskyldulífinu, þá er svo augljóst hvernig hagsmunir okkar fara saman.“ Þóra er líka ánægð með aukna umræðu um þriðju vaktina sem hún segir endurspegla vel að ekki sé hægt að aðskilja umræðu um stöðu kynja á vinnumarkaði og einkalífið. Þessi umræða er þó augljóslega viðkvæm, því ég hef séð menn verða alveg brjálaða og þvertaka fyrir að þessi þriðja vakt sé til; hún sé bara hugarburður kvenna og einhvers konar tilbúið verkfæri til að klekkja á karlkyninu öllu.“ Sem Þóra telur vísbendingu um mikilvægi umræðunnar um þriðju vaktina, það þurfi að búa til verkfæri og hugtök til að geta rætt hana af skynsemi og yfirvegun. Launatölur Þóra segist skilja þá óþolinmæði sem oft verður vart við þegar talið berst að jafnréttismálunum. Sumir hlutir breytist hægt og enn sé óskiljanlegt hversu mikill launamunur sé á milli kynja eða að konan sé enn sú sem ber ábyrgð á meirihluta heimilishalds og barnaumönnunar. Þetta með launamuninn er mjög áhugavert. Eftir því sem ofar dregur í tekjuhópum, eykst launamunurinn. Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion, fór yfir þetta í málstofunni. Í lægstu tekjuhópum er launamunurinn lítill en í efstu tíundinni er launamunur kynjanna 26%. Hann fer svo upp í 45% í efsta prósentinu.“ Hún segir sumar ákvarðanir samt vel skiljanlegar, fólk sé bara skynsamt og fari eftir reglunum. „Tökum sem dæmi fæðingarorlofið og þá staðreynd að karlmenn eru enn oft að taka styttra orlof en konurnar. Þetta er oftast ákvörðun sem byggir á skynsemi foreldra. Það er dýrt að framfleyta fjölskyldu og ef faðirinn er á hærri launum en móðirin, er sú ákvörðun skiljanleg að konan verði lengur heima með barnið. Gallinn er sá að þetta leiðir oft til þess að konurnar ná aldrei körlunum í launum.“ Þóra veltir líka fyrir sér viðhorfi ungs fólks. „Ég hef miklar áhyggjur af því bakslagi sem við erum að sjá hjá ungu kynslóðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar sem kynntar voru á þinginu í dag eru sláandi. Þetta er að gerast í allri Norður-Evrópu. Hvað veldur því að þau eru ekki eins upplýst og við myndum vilja? Erum við að klikka sem uppalendur eða hver er skýringin? Þessar niðurstöður staðfesta að þótt árangurinn á Íslandi sé góður í mörgu, megum við ekki slá slöku við.“ Þóra segir fjölmiðla þurfa að sýna ákveðið hugrekki á meðan verið er að innleiða breytingar, því iðulega sé kvartað mikið undan því að konur séu farnar að dómínera alls staðar. Þetta sé staðfest með rannsóknum sem sýna að þegar konur verða þriðjungur viðmælenda, sé upplifun fólks sú að konur séu algerlega búnar að taka yfir.Vísir/Vilhelm Hugrekki fjölmiðla Eins og kunnugt er, hefur Þóra lengst af starfað í fjölmiðlum. Þar sem sú staðreynd er vel kunnug að almennt virðist fólk ekki hafa mjög mikinn áhuga á fjölmiðlaefni um jafnréttismál. Hverja telur þú vera skýringuna á því? „Ég hef oft velt þessu fyrir mér,“ svarar Þóra hugsi. „En kannski þurfum við einfaldlega að hugsa þau mál eins og væru ef við værum að stýra stóru olíuskipi og breyta um stefnu. Það tekur tíma og gerist ekki hratt. Mögulega detta meira að segja einhverjir gámar í sjóinn, en það breytir því ekki að við verðum einfaldlega að passa að skipta ekki um kúrs og halda okkur við það að reyna að snúa skipinu.“ Þóra nefnir sem dæmi úthaldið sem fjölmiðlar þurfa að hafa. „Ég man eftir því úr Kastljósi að oft þegar við vorum að taka fyrir umræðu um loftlagsmálin sáum við það á tölum að áhuginn fyrir umræðunni var lítill sem enginn í samanburði við margt annað. Það þýddi þó ekki að við gætum leyft okkur að sleppa þessari umfjöllun. Við urðum að halda áfram, taka hana fyrir reglulega og smám saman fórum við að sjá að áhuginn var að aukast og fleiri viljugir að taka þátt í umræðunni.“ Það sama gildi um það að jafna kynjahlutfall viðmælenda í fjölmiðlum. „Hjá RÚV sýndi Landinn það frumkvæði að jafna hlutfall viðmælenda sinna þannig að ekkert kyn væri ríkjandi. Þetta tók tíma og var erfitt í fyrstu, en Landanum tókst þetta og sýndi að þetta var vel hægt. BBC í Bretlandi ákvað hreinlega að bjóða konum í öllum sérfræðigreinum þjálfun í því að koma fram í fjölmiðlum til að stækka þann hóp kvenna sem hægt væri að leita til.“ Fjölmiðlar þurfi líka að sýna verkefninu þolinmæði og skilning. „Ef kona mætir í sitt fyrsta fjölmiðlaviðtal, er óörugg og gengur ekkert sérstaklega vel, er ekki þar með sagt að við eigum aldrei að hringja í hana aftur því hún sé óhæfur viðmælandi. Það stökkva ekki allir sérfræðingar fullskapaðir inn í fjölmiðla. Þvert á móti eigum við að stíga út fyrir þægindarammann, segja henni að slaka á og gefa henni annan séns.“ Einhverjir kunna að velta fyrir sér hvort það sé þó á könnu fjölmiðla að vinna í verkefnum sem þessum? „Jú sjáðu til, fjölmiðlar endurspegla ekki aðeins samfélagið heldur móta þeir það líka. Þetta snýst ekki bara um að fjalla beint um jafnréttismál, heldur að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins í fréttamati. Hér áður fyrr voru það eiginlega bara karlar sem ákváðu hvað var frétt. Það voru mestmegnis efnahags- og sjávarútvegsmál og svo pólitík þar sem karlar voru líka allsráðandi. Karlar töluðu við karla um það sem þeim fannst mikilvægast. Engum datt til dæmis í hug að fjalla um leikskóla,“ segir Þóra en bendir á að í dag séu dagvistunarmál einna fyrirferðarmest í umfjöllun fyrir sveitastjórnarkosningar. „Þetta gerist með fjölbreyttari ritstjórnum og fréttastofum sem vilja ná til allra þeirra sem hér búa og þetta ýtir undir breytingar, með því að gefa fleiri hópum rödd. Þannig er ljósi varpað á ýmislegt sem við vissum kannski ekki einu sinni að væri til, vissum ekki að væri vandamál hérlendis. Og opinber umræða gefur því vigt.“ Þóra segir fjölmiðla þurfa að sýna ákveðið hugrekki til að innleiða breytingar. Þar þurfi fjölmiðlar að vinna að því að raunveruleiki og upplifun fari saman. Á meðan er verið að innleiða þessar breytingar er iðulega mikið kvartað undan því hversu konur séu farnar að dómínera alls staðar. Þetta er staðfest með rannsóknum sem sýna fram á að ef til dæmis konur ná að verða þriðjungur viðmælenda, upplifa áhorfendur eða heyrendur sem ekki eru vanir slíku, að þær séu algerlega búnar að taka yfir. Það sama má sjá í kvikmyndum. Jafnréttisstofnun Geenu Davis sýndi fram á að sýnileiki kvenna í hópsenum er í mesta lagi 17%. Ef hlutfallið fer mikið hærra er upplifun fólks sú að konurnar hafi yfirtekið atriðið.“ Þóra segir enga tilviljun að samfélögin þar sem jafnrétti er hvað mest, eru ríkustu, friðsælustu og hamingjusömustu í heimi. Þó kom í ljós í umræðunum sem Þóra leiddi á Heimsþinginu að konur í stjórnendastöðum á Íslandi fá oft á sig harkalega gagnrýni.Vísir/Vilhelm Innblásturinn og úthaldið Þóra segir að umræðurnar á málstofunni sem hún stýrði á Heimsþinginu hafi verið afar áhugaverðar. Þátttakendur voru Iða B. Benediktsdóttir hjá Arion banka, Tanya Zharow hjá Alvotech, Kristín L. Árnadóttir hjá Landsvirkjun, Arna Grímsdóttir hjá HS Orku, Halla H. Logadóttir orkumálastjóri og Sylvía K. Ólafsdóttir hjá Icelandair. „Ég skynjaði rauðan þráð í frásögnum þessara kvenna af sínum ferli. Sterkt vinnusiðferði, mikilvægi mentora, kvenna sem styðja þig á leiðinni, djörfung til að taka áskorunum, stuðningur maka var lykilatriði en þetta eru allt fjölskyldukonur og þykkur skrápur, því konur fá oft harkalegri gagnrýni og svo ákveðið æðruleysi,“ segir Þóra og bætir við: „Og ég get sagt þér það að erlendu konurnar sem þarna komu til að hlusta voru margar eins og bergnumdar. Að einhverju leyti vegna þess að þær eru ekki vanar svona hreinskilni, því okkar konur sögðu líka frá mistökum og hindrunum en ekki síður vegna þess að þær hafa allar náð að samtvinna fjölskyldulífið þessum árangursríka ferli í geirum þar sem fáar konur hafa náð mjög langt.“ Þóra segir Heimsþingið líka mikilvægan vettvang fyrir Ísland að miðla af sinni reynslu og veita öðrum konum og þjóðum innblástur. Konur víða erlendis hætti beinlínis lífi sínu í þessari baráttu. „Þessi meira en hundrað ára barátta á Íslandi hefur skilað okkur þó nokkuð áleiðis. Enda fæ ég mjög oft þessa spurningu: Hvernig fóruð þið að þessu? Hvað eigum við að gera? Því miður er ekkert eitt einfalt svar til. Engin skýringarmynd eða handbók sem við getum rétt öðrum ríkjum og sagt: Svona er best að gera þetta. En bara með því að deila sögum af sorgum og sigrum, blásum við þeim vonandi baráttuanda í brjóst til að finna eigin leiðir.“ Þóra bendir líka á að það sé engin tilviljun að þau samfélög þar sem mest jafnrétti ríkir eru einnig meðal þeirra ríkustu, friðsælustu og hamingjusömustu í heimi. „Það er afleiðing jafnréttis, ekki öfugt. Og af því að þetta er nú hluti af atvinnulífsblaðinu, þá langar mig líka að nefna hlutverk atvinnulífsins. Stjórnendur fyrirtækisins sem ég vinn hjá, Landsvirkjun, tóku til dæmis ákvörðun fyrir mörgum árum að þetta skyldi breytast hjá þeim. Þar skyldi unnið sleitulaust að því að jafna hlut kynjanna.“ Sem skilaði árangri og gerðist ekki af sjálfu sér. „ Enda eru þarna núna konur í forystu sem eru til dæmis að stýra stærstu framkvæmdum á Íslandi og að gera einu stærstu samninga sem gerðir eru hérlendis. Þær eru helmingur framkvæmdastjórnar. Þetta er ákvörðun sem var fylgt eftir. Það er ekki nóg að vera jafnréttissinni í orði en vera það svo ekki á borði.“ Þóra segir íslenska samstöðu um jafnréttismálin líka skipta miklu máli. Til dæmis finnist mörgum erlendum gestum Heimsþingsins það afar merkilegt að opinberir aðilar séu að styðja við þingið og að um þann stuðning ríki þverpólitísk samstaða. „Það eitt og sér þykir stórmerkilegt víða erlendis.“ En hvers vegna eru það þá alltaf fyrst og fremst konur að tala við konur þegar jafnréttismálin eru rædd? „Já ég hef oft velt þessu fyrir mér. Hvort við séum alltaf að predika yfir kórnum. Þarna þurfum við samt að muna að breytingar taka tíma. Við tökum þetta í litlum skrefum og þurfum að hafa úthald til samtals og að búa til verkfæri til þess að ræða hlutina, það er eitt af því sem hefur skilað okkur árangri. Og að gefast ekki upp í baráttunni. Því dropinn holar steininn.“ Jafnréttismál Fjölmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Starfsframi Stjórnun Mannauðsmál Landsvirkjun Tengdar fréttir Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52 Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Umræðurnar minna okkur líka á hversu langt við erum þó komin hérlendis. En um leið svo langt frá því að vera komin í höfn. Ég var sjálf seinþroska femínisti, hélt að konur þyrftu bara að tileinka sér betur hugsunarhátt karla og vera bæði frekari og duglegri. Í alvöru!? Algert rugl.“ Um fimm hundruð konur frá 80 löndum sóttu Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík að þessu sinni og af því tilefni fjallar Atvinnulífið um jafnréttismálin í dag og á morgun. Þriðja vaktin viðkvæm fyrir suma Í almennri umræðu um jafnréttisbaráttuna segir Þóra að mismunun geti verið nokkuð lúmskt fyrirbæri. „Ég get til dæmis ekki sagt að ég hafi upplifað mikla mismunun á mínum ferli. Hún var meira innra með mér, því mig vantaði bakland og fyrirmyndir, án þess að ég hefði áttað mig á því þá. Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun. Ég hef þó upplifað það sama og flestar konur. Að hafa sem ung kona talið að hér væri allt í fullkomnu lagi. En fara síðan smátt og smátt að rekast á veggi og glerþök hér og þar.“ Að mati Þóru skiptir því miklu máli að viðburðir eins og Heimsþingið séu reglulega. Það sama gildi um félagsskap kvenna eins og UAK eða FKA. „Það er svo gríðarlega mikilvægt fyrir konur að eiga þetta bakland. Því karlarnir hafa verið með sína klúbba alla tíð. Þar sem þeir geta skipst á upplýsingum, skipulagt starfsframann og bakkað hvern annan upp.“ Að mati Þóru finnst henni það líka jákvæð þróun í umræðu um jafnréttismálin að þau snúast alls ekkert aðeins um konur, en á Heimsþinginu var líka rætt um jafnréttisbaráttu karlmanna. „Ég hef ekki enn séð þá rannsókn sem sýnir að aukið jafnrétti í samfélaginu hafi neikvæð áhrif á nokkurn samfélagshóp. Þegar karlar fara að krefjast réttar síns til að taka fæðingarorlof og til að taka fullan og virkan þátt í fjölskyldulífinu, þá er svo augljóst hvernig hagsmunir okkar fara saman.“ Þóra er líka ánægð með aukna umræðu um þriðju vaktina sem hún segir endurspegla vel að ekki sé hægt að aðskilja umræðu um stöðu kynja á vinnumarkaði og einkalífið. Þessi umræða er þó augljóslega viðkvæm, því ég hef séð menn verða alveg brjálaða og þvertaka fyrir að þessi þriðja vakt sé til; hún sé bara hugarburður kvenna og einhvers konar tilbúið verkfæri til að klekkja á karlkyninu öllu.“ Sem Þóra telur vísbendingu um mikilvægi umræðunnar um þriðju vaktina, það þurfi að búa til verkfæri og hugtök til að geta rætt hana af skynsemi og yfirvegun. Launatölur Þóra segist skilja þá óþolinmæði sem oft verður vart við þegar talið berst að jafnréttismálunum. Sumir hlutir breytist hægt og enn sé óskiljanlegt hversu mikill launamunur sé á milli kynja eða að konan sé enn sú sem ber ábyrgð á meirihluta heimilishalds og barnaumönnunar. Þetta með launamuninn er mjög áhugavert. Eftir því sem ofar dregur í tekjuhópum, eykst launamunurinn. Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion, fór yfir þetta í málstofunni. Í lægstu tekjuhópum er launamunurinn lítill en í efstu tíundinni er launamunur kynjanna 26%. Hann fer svo upp í 45% í efsta prósentinu.“ Hún segir sumar ákvarðanir samt vel skiljanlegar, fólk sé bara skynsamt og fari eftir reglunum. „Tökum sem dæmi fæðingarorlofið og þá staðreynd að karlmenn eru enn oft að taka styttra orlof en konurnar. Þetta er oftast ákvörðun sem byggir á skynsemi foreldra. Það er dýrt að framfleyta fjölskyldu og ef faðirinn er á hærri launum en móðirin, er sú ákvörðun skiljanleg að konan verði lengur heima með barnið. Gallinn er sá að þetta leiðir oft til þess að konurnar ná aldrei körlunum í launum.“ Þóra veltir líka fyrir sér viðhorfi ungs fólks. „Ég hef miklar áhyggjur af því bakslagi sem við erum að sjá hjá ungu kynslóðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar sem kynntar voru á þinginu í dag eru sláandi. Þetta er að gerast í allri Norður-Evrópu. Hvað veldur því að þau eru ekki eins upplýst og við myndum vilja? Erum við að klikka sem uppalendur eða hver er skýringin? Þessar niðurstöður staðfesta að þótt árangurinn á Íslandi sé góður í mörgu, megum við ekki slá slöku við.“ Þóra segir fjölmiðla þurfa að sýna ákveðið hugrekki á meðan verið er að innleiða breytingar, því iðulega sé kvartað mikið undan því að konur séu farnar að dómínera alls staðar. Þetta sé staðfest með rannsóknum sem sýna að þegar konur verða þriðjungur viðmælenda, sé upplifun fólks sú að konur séu algerlega búnar að taka yfir.Vísir/Vilhelm Hugrekki fjölmiðla Eins og kunnugt er, hefur Þóra lengst af starfað í fjölmiðlum. Þar sem sú staðreynd er vel kunnug að almennt virðist fólk ekki hafa mjög mikinn áhuga á fjölmiðlaefni um jafnréttismál. Hverja telur þú vera skýringuna á því? „Ég hef oft velt þessu fyrir mér,“ svarar Þóra hugsi. „En kannski þurfum við einfaldlega að hugsa þau mál eins og væru ef við værum að stýra stóru olíuskipi og breyta um stefnu. Það tekur tíma og gerist ekki hratt. Mögulega detta meira að segja einhverjir gámar í sjóinn, en það breytir því ekki að við verðum einfaldlega að passa að skipta ekki um kúrs og halda okkur við það að reyna að snúa skipinu.“ Þóra nefnir sem dæmi úthaldið sem fjölmiðlar þurfa að hafa. „Ég man eftir því úr Kastljósi að oft þegar við vorum að taka fyrir umræðu um loftlagsmálin sáum við það á tölum að áhuginn fyrir umræðunni var lítill sem enginn í samanburði við margt annað. Það þýddi þó ekki að við gætum leyft okkur að sleppa þessari umfjöllun. Við urðum að halda áfram, taka hana fyrir reglulega og smám saman fórum við að sjá að áhuginn var að aukast og fleiri viljugir að taka þátt í umræðunni.“ Það sama gildi um það að jafna kynjahlutfall viðmælenda í fjölmiðlum. „Hjá RÚV sýndi Landinn það frumkvæði að jafna hlutfall viðmælenda sinna þannig að ekkert kyn væri ríkjandi. Þetta tók tíma og var erfitt í fyrstu, en Landanum tókst þetta og sýndi að þetta var vel hægt. BBC í Bretlandi ákvað hreinlega að bjóða konum í öllum sérfræðigreinum þjálfun í því að koma fram í fjölmiðlum til að stækka þann hóp kvenna sem hægt væri að leita til.“ Fjölmiðlar þurfi líka að sýna verkefninu þolinmæði og skilning. „Ef kona mætir í sitt fyrsta fjölmiðlaviðtal, er óörugg og gengur ekkert sérstaklega vel, er ekki þar með sagt að við eigum aldrei að hringja í hana aftur því hún sé óhæfur viðmælandi. Það stökkva ekki allir sérfræðingar fullskapaðir inn í fjölmiðla. Þvert á móti eigum við að stíga út fyrir þægindarammann, segja henni að slaka á og gefa henni annan séns.“ Einhverjir kunna að velta fyrir sér hvort það sé þó á könnu fjölmiðla að vinna í verkefnum sem þessum? „Jú sjáðu til, fjölmiðlar endurspegla ekki aðeins samfélagið heldur móta þeir það líka. Þetta snýst ekki bara um að fjalla beint um jafnréttismál, heldur að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins í fréttamati. Hér áður fyrr voru það eiginlega bara karlar sem ákváðu hvað var frétt. Það voru mestmegnis efnahags- og sjávarútvegsmál og svo pólitík þar sem karlar voru líka allsráðandi. Karlar töluðu við karla um það sem þeim fannst mikilvægast. Engum datt til dæmis í hug að fjalla um leikskóla,“ segir Þóra en bendir á að í dag séu dagvistunarmál einna fyrirferðarmest í umfjöllun fyrir sveitastjórnarkosningar. „Þetta gerist með fjölbreyttari ritstjórnum og fréttastofum sem vilja ná til allra þeirra sem hér búa og þetta ýtir undir breytingar, með því að gefa fleiri hópum rödd. Þannig er ljósi varpað á ýmislegt sem við vissum kannski ekki einu sinni að væri til, vissum ekki að væri vandamál hérlendis. Og opinber umræða gefur því vigt.“ Þóra segir fjölmiðla þurfa að sýna ákveðið hugrekki til að innleiða breytingar. Þar þurfi fjölmiðlar að vinna að því að raunveruleiki og upplifun fari saman. Á meðan er verið að innleiða þessar breytingar er iðulega mikið kvartað undan því hversu konur séu farnar að dómínera alls staðar. Þetta er staðfest með rannsóknum sem sýna fram á að ef til dæmis konur ná að verða þriðjungur viðmælenda, upplifa áhorfendur eða heyrendur sem ekki eru vanir slíku, að þær séu algerlega búnar að taka yfir. Það sama má sjá í kvikmyndum. Jafnréttisstofnun Geenu Davis sýndi fram á að sýnileiki kvenna í hópsenum er í mesta lagi 17%. Ef hlutfallið fer mikið hærra er upplifun fólks sú að konurnar hafi yfirtekið atriðið.“ Þóra segir enga tilviljun að samfélögin þar sem jafnrétti er hvað mest, eru ríkustu, friðsælustu og hamingjusömustu í heimi. Þó kom í ljós í umræðunum sem Þóra leiddi á Heimsþinginu að konur í stjórnendastöðum á Íslandi fá oft á sig harkalega gagnrýni.Vísir/Vilhelm Innblásturinn og úthaldið Þóra segir að umræðurnar á málstofunni sem hún stýrði á Heimsþinginu hafi verið afar áhugaverðar. Þátttakendur voru Iða B. Benediktsdóttir hjá Arion banka, Tanya Zharow hjá Alvotech, Kristín L. Árnadóttir hjá Landsvirkjun, Arna Grímsdóttir hjá HS Orku, Halla H. Logadóttir orkumálastjóri og Sylvía K. Ólafsdóttir hjá Icelandair. „Ég skynjaði rauðan þráð í frásögnum þessara kvenna af sínum ferli. Sterkt vinnusiðferði, mikilvægi mentora, kvenna sem styðja þig á leiðinni, djörfung til að taka áskorunum, stuðningur maka var lykilatriði en þetta eru allt fjölskyldukonur og þykkur skrápur, því konur fá oft harkalegri gagnrýni og svo ákveðið æðruleysi,“ segir Þóra og bætir við: „Og ég get sagt þér það að erlendu konurnar sem þarna komu til að hlusta voru margar eins og bergnumdar. Að einhverju leyti vegna þess að þær eru ekki vanar svona hreinskilni, því okkar konur sögðu líka frá mistökum og hindrunum en ekki síður vegna þess að þær hafa allar náð að samtvinna fjölskyldulífið þessum árangursríka ferli í geirum þar sem fáar konur hafa náð mjög langt.“ Þóra segir Heimsþingið líka mikilvægan vettvang fyrir Ísland að miðla af sinni reynslu og veita öðrum konum og þjóðum innblástur. Konur víða erlendis hætti beinlínis lífi sínu í þessari baráttu. „Þessi meira en hundrað ára barátta á Íslandi hefur skilað okkur þó nokkuð áleiðis. Enda fæ ég mjög oft þessa spurningu: Hvernig fóruð þið að þessu? Hvað eigum við að gera? Því miður er ekkert eitt einfalt svar til. Engin skýringarmynd eða handbók sem við getum rétt öðrum ríkjum og sagt: Svona er best að gera þetta. En bara með því að deila sögum af sorgum og sigrum, blásum við þeim vonandi baráttuanda í brjóst til að finna eigin leiðir.“ Þóra bendir líka á að það sé engin tilviljun að þau samfélög þar sem mest jafnrétti ríkir eru einnig meðal þeirra ríkustu, friðsælustu og hamingjusömustu í heimi. „Það er afleiðing jafnréttis, ekki öfugt. Og af því að þetta er nú hluti af atvinnulífsblaðinu, þá langar mig líka að nefna hlutverk atvinnulífsins. Stjórnendur fyrirtækisins sem ég vinn hjá, Landsvirkjun, tóku til dæmis ákvörðun fyrir mörgum árum að þetta skyldi breytast hjá þeim. Þar skyldi unnið sleitulaust að því að jafna hlut kynjanna.“ Sem skilaði árangri og gerðist ekki af sjálfu sér. „ Enda eru þarna núna konur í forystu sem eru til dæmis að stýra stærstu framkvæmdum á Íslandi og að gera einu stærstu samninga sem gerðir eru hérlendis. Þær eru helmingur framkvæmdastjórnar. Þetta er ákvörðun sem var fylgt eftir. Það er ekki nóg að vera jafnréttissinni í orði en vera það svo ekki á borði.“ Þóra segir íslenska samstöðu um jafnréttismálin líka skipta miklu máli. Til dæmis finnist mörgum erlendum gestum Heimsþingsins það afar merkilegt að opinberir aðilar séu að styðja við þingið og að um þann stuðning ríki þverpólitísk samstaða. „Það eitt og sér þykir stórmerkilegt víða erlendis.“ En hvers vegna eru það þá alltaf fyrst og fremst konur að tala við konur þegar jafnréttismálin eru rædd? „Já ég hef oft velt þessu fyrir mér. Hvort við séum alltaf að predika yfir kórnum. Þarna þurfum við samt að muna að breytingar taka tíma. Við tökum þetta í litlum skrefum og þurfum að hafa úthald til samtals og að búa til verkfæri til þess að ræða hlutina, það er eitt af því sem hefur skilað okkur árangri. Og að gefast ekki upp í baráttunni. Því dropinn holar steininn.“
Jafnréttismál Fjölmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Starfsframi Stjórnun Mannauðsmál Landsvirkjun Tengdar fréttir Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52 Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52
Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01
Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12