Treystu ferlinu og sóttu sjöunda sigurinn í röð Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 10:29 Joel Embiid var verðmætasti leikmaðurinn í NBA-deildinni síðasta vetur og hefur nú unnið sjö sigra í röð með 76ers. Getty/Mitchell Leff Philadelphia 76ers héldu áfram sigurgöngu sinni og liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta. Alls fóru níu leikir fram í nýju móti innan NBA í nótt. Öll lið hafa nú leikið einu sinni í riðlakeppni mótsins. Öll 30 liðin taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir og hafa áhrif á niðurröðun liðanna, nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn sem fer fram í byrjun desember í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fá 500.000$ í verðlaunafé. Phoenix frumsýndi nýjan fjólubláan völl sem verður eingöngu notaður í mótsleiki en sparaður í venjulegum deildarleikjum. Þeir töpuðu leik sínum gegn LA Lakers, 119-122. Two of the NBA's all-time best put on a SHOW in West Group A play! LeBron: 32 PTS (11/17 FGM), 10 REB, 6 ASTKD: 38 PTS (4/6 3PM), 9 REB, 4 AST pic.twitter.com/QYEXgOZUpI— NBA (@NBA) November 11, 2023 Philadelphia 76ers unnu sjöunda leik sinn í röð þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 114-106. Joel Embiid og Tyrese Maxey, skærustu stjörnur liðsins eftir brotthvarf James Harden, áttu góðan leik. The Sixers duo shined in their first NBA in-season tournament win 🔥 pic.twitter.com/jnU3A0bfiw— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 11, 2023 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í 124-126 tapi Milwaukee Bucks gegn Indiana Pacers og skoraði 54 stig. Hann lét tapið ekkert á sig fá og grínaðist á samfélagsmiðlum eftir á. Giannis in Indiana after this game: pic.twitter.com/rSGvw8IB1S— SportsCenter (@SportsCenter) November 10, 2023 Golden State Warriors, með skvettubræðurna Steph Curry og Klay Thompson fremsta í flokki, fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn á lokasekúndum gegn ríkjandi meisturum Denver Nuggets, en töpuðu að endingu 105-108. The Warriors missed two chances to tie and lose to the Nuggets 😬 pic.twitter.com/PEuUp4m5oA— SportsCenter (@SportsCenter) November 9, 2023 Öll úrslit næturinnar má finna hér og stöðuna í riðlakeppni mótsins má sjá hér. Hægt er að horfa á alla leiki deildarinnar með áskrift að NBA League Pass sem er á sérstökum vildarkjörum fyrir áskrifendur Stöð 2. Lögmál leiksins fjallar svo um deildina á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Öll 30 liðin taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir og hafa áhrif á niðurröðun liðanna, nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn sem fer fram í byrjun desember í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fá 500.000$ í verðlaunafé. Phoenix frumsýndi nýjan fjólubláan völl sem verður eingöngu notaður í mótsleiki en sparaður í venjulegum deildarleikjum. Þeir töpuðu leik sínum gegn LA Lakers, 119-122. Two of the NBA's all-time best put on a SHOW in West Group A play! LeBron: 32 PTS (11/17 FGM), 10 REB, 6 ASTKD: 38 PTS (4/6 3PM), 9 REB, 4 AST pic.twitter.com/QYEXgOZUpI— NBA (@NBA) November 11, 2023 Philadelphia 76ers unnu sjöunda leik sinn í röð þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 114-106. Joel Embiid og Tyrese Maxey, skærustu stjörnur liðsins eftir brotthvarf James Harden, áttu góðan leik. The Sixers duo shined in their first NBA in-season tournament win 🔥 pic.twitter.com/jnU3A0bfiw— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 11, 2023 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í 124-126 tapi Milwaukee Bucks gegn Indiana Pacers og skoraði 54 stig. Hann lét tapið ekkert á sig fá og grínaðist á samfélagsmiðlum eftir á. Giannis in Indiana after this game: pic.twitter.com/rSGvw8IB1S— SportsCenter (@SportsCenter) November 10, 2023 Golden State Warriors, með skvettubræðurna Steph Curry og Klay Thompson fremsta í flokki, fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn á lokasekúndum gegn ríkjandi meisturum Denver Nuggets, en töpuðu að endingu 105-108. The Warriors missed two chances to tie and lose to the Nuggets 😬 pic.twitter.com/PEuUp4m5oA— SportsCenter (@SportsCenter) November 9, 2023 Öll úrslit næturinnar má finna hér og stöðuna í riðlakeppni mótsins má sjá hér. Hægt er að horfa á alla leiki deildarinnar með áskrift að NBA League Pass sem er á sérstökum vildarkjörum fyrir áskrifendur Stöð 2. Lögmál leiksins fjallar svo um deildina á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira