Ekkert réttlætir mannfallið Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 16:00 Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun