Áslaug Hulda Jónsdóttir, vinkona Ingu Lindar, birtir mynd af Ingu Lind með orðuna á Facebook og er óhætt að segja að hamingjuóskum rigni. José Ramón García-Hernández, sendiherra Spánar, sæmdi Ingu Lind orðunni.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og flutti ávarp í tilefni af þjóðhátíðardegi Spánar og aldarafmæli viðskipta með þorsk og vín á milli Íslands og Spánar.

„Samningur var gerður um innflutning á Spánarvínum til að aflétta tollum á sölu íslensks saltfisks á Spáni. Þar með var Áfengisverslun ríkisins sett á fót árið 1922 og vínbúðir opnaðar í kaupstöðum landsins. Í máli sínu ræddi forseti gagnkvæman ávinning af margvíslegu samstarfi Íslands og Spánar,“ segir á heimasíðu forsetaembættisins.
Inga Lind bjó á Spáni í þrjú ár með fjölskyldu sinni og hefur látið hafa eftir sér að hún hafi tekið við stöðu ræðismanns Spánar á Íslandi í þakklætisskyni fyrir árin sín þar.
Inga Lind lék meðal annars í auglýsingu fyrir spænska fjarskiptafyrirtækið Mobile Power á meðan hún bjó ytra.
MP- Band from Bunch of Sox on Vimeo.
Þá hefur Inga Lind komið að knattspyrnuskóla Barcelona sem heimsótt hefur Ísland oftar en einu sinni.
Inga Lind hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur vegna baráttu sinnar gegn laxeldi í opnum sjókvíum.