Kvarta til ESB vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda um endurvinnslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 10:34 Samkvæmt skýrslu er aðeins um helmingur drykkjarflaska endurunninn. Getty Bandalag neytendasamtaka í Evrópu hefur kvartað til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda að umbúðir þeirra séu úr fullendurunnum efnum og/eða séu fullendurvinnanlegar. Bureau Européen des Unions de Consommateurs (BEUC) segir fullyrðinga fyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé og Danon misvísandi, þar sem mun minna hlutfall plastflaskanna sé endurnýtt en fullyrðingarnar gefa til kynna og þá innihaldi þær efni sem geta ekki verið úr endurnýttum efnum. Þá segir BEUC „grænskreyttar“ umbúðir senda villandi skilaboð til neytenda um sjálfbærni. Ursula Pachl, aðstoðarframkvæmdastjóri BEUC, segir enga tryggingu fyrir því að plastflöskur séu endurunnar. „Þessi grænþvottur verður að stoppa,“ segir hún. Drykkjarflöskur úr plasti eru meðal þess rusl sem helst safnast upp á og mengar strendur Evrópu. Evrópubúar drekka enda að meðaltali um 118 lítra af vatni úr umbúðum á ári, þar af 97 prósent úr plastflöskum. Samkvæmt Zero Waste Europe, sem nýtur stuðnings Evrópusambandsins, er aðeins um helmingur allra plastflaska á borð við þær sem notaðar eru fyrir Coke endurunnar. Samkvæmt skýrslu Zero Waste Europe og fleiri aðila hugnast bæði framleiðendum og neytendum hugmyndin um plastflöskuna sem hægt er að endurvinna aftur og aftur en raunveruleikinn sé einfaldlega annar. Svokallaður „grænþvottur“ hefur verið nokkuð í umræðunni og í september síðastliðnum samþykkti Evrópuþingið að banna fyrirtækjum að fullyrða um „náttúrulegar“ og „sjálfbærar“ vörur nema í þeim tilfellum þegar hægt er að sanna staðhæfingarnar. Forsvarsmenn Coca-Cola svöruðu fyrirspurn Guardian um málið og sögðust meðal annars miða að því að safna og endurvinna jafn mikið plast og fyrirtækið framleiðir. Þá setti fyrirtækið aðeins fram fullyrðingar sem það gæti staðið við. Umhverfismál Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Bureau Européen des Unions de Consommateurs (BEUC) segir fullyrðinga fyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé og Danon misvísandi, þar sem mun minna hlutfall plastflaskanna sé endurnýtt en fullyrðingarnar gefa til kynna og þá innihaldi þær efni sem geta ekki verið úr endurnýttum efnum. Þá segir BEUC „grænskreyttar“ umbúðir senda villandi skilaboð til neytenda um sjálfbærni. Ursula Pachl, aðstoðarframkvæmdastjóri BEUC, segir enga tryggingu fyrir því að plastflöskur séu endurunnar. „Þessi grænþvottur verður að stoppa,“ segir hún. Drykkjarflöskur úr plasti eru meðal þess rusl sem helst safnast upp á og mengar strendur Evrópu. Evrópubúar drekka enda að meðaltali um 118 lítra af vatni úr umbúðum á ári, þar af 97 prósent úr plastflöskum. Samkvæmt Zero Waste Europe, sem nýtur stuðnings Evrópusambandsins, er aðeins um helmingur allra plastflaska á borð við þær sem notaðar eru fyrir Coke endurunnar. Samkvæmt skýrslu Zero Waste Europe og fleiri aðila hugnast bæði framleiðendum og neytendum hugmyndin um plastflöskuna sem hægt er að endurvinna aftur og aftur en raunveruleikinn sé einfaldlega annar. Svokallaður „grænþvottur“ hefur verið nokkuð í umræðunni og í september síðastliðnum samþykkti Evrópuþingið að banna fyrirtækjum að fullyrða um „náttúrulegar“ og „sjálfbærar“ vörur nema í þeim tilfellum þegar hægt er að sanna staðhæfingarnar. Forsvarsmenn Coca-Cola svöruðu fyrirspurn Guardian um málið og sögðust meðal annars miða að því að safna og endurvinna jafn mikið plast og fyrirtækið framleiðir. Þá setti fyrirtækið aðeins fram fullyrðingar sem það gæti staðið við.
Umhverfismál Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira