Halldór og Hamar bíða eftir fyrsta sigri: Sterkir karakterar í klefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 16:00 Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 19 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 varin skot þegar Hamar vann sigur á Álftanesi í febrúar. Vísir/Vilhelm Nýliðarnir í Subway deild karla í körfubolta mætast í kvöld í Forsetahöllinni á Álftanesi en það hefur verið ólíkt gengið hjá liðum Álftaness og Hamars í fyrstu fimm umferðunum í vetur. Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira