Mahomes lýsti yfir áhuga á Ólympíuleikunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. nóvember 2023 12:44 Patrick Mahomes, tvöfaldur Ofurskálarmeistari með Kansas City Chiefs. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL deildinni, sagðist hafa áhuga á að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Fánafótbolti verður ein af fimm nýjum ólympíuíþróttum það árið. Keppt verður í fánafótbolta (e. flag football) á Ólympíuleikunum 2028 í fyrsta skipti, hann er frábrugðinn þeim hefðbundna ameríska fótbolta sem iðkaður er í NFL deildinni. Leikmenn spila án hlífðarbúnaðar með fána festan í buxnastrenginn hangandi á sér. Í stað þess að leikur stöðvist með tæklingum er markmiðið að hrifsa fánann af leikmönnum. Auk fánafótbolta verður leikið í krikket, háfleik, skvassi og hafnarbolta/mjúkbolta í fyrsta skipti árið 2028. IOC Session approves @LA28’s proposal for 5⃣ additional sports:⚾Baseball/🥎softball, 🏏cricket, 🏈flag football, 🥍lacrosse and ⚫squash have been officially included as additional sports on the programme for the Olympic Games Los Angeles 2028. #LA28 pic.twitter.com/y7CLk2UEYx— The Olympic Games (@Olympics) October 16, 2023 NFL deildin studdi áætlanir Ólympíunefndarinnar og mun vinna með leikmannasamtökum deildarinnar að því að koma leikmönnum á leikanna 2028 með það að markmiði að auka útbreiðslu íþróttarinnar á alþjóðavísu. Patrick Mahomes ræddi við blaðamenn í Frankfurt, en lið hans leikur þar við Miami Dolphins á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem NFL leikur fer fram í Þýskalandi. „Ekki spurning, ég hef áhuga á því að taka þátt. Ég hef séð fánafótbolta spilaðan og flestir þarna eru svolítið hraðari en ég. Þegar leikarnir verða haldnir verð ég orðinn 31, 32 ára gamall en vonandi get ég haldið í við þá og fleygt fótboltanum aðeins.“ „Bara ekki segja þjálfaranum [Andy] Reid eða framkvæmdastjóranum [Brett] Veach frá því“ bætti Mahomes við hlæjandi. Mike Tirico speaks with Casey Wasserman about the addition of flag football to the @LA28 Olympics. pic.twitter.com/zTtf08SCx6— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) October 29, 2023 Mikil spenna og eftirvænting ríkir meðal aðdáenda NFL deildarinnar eftir að fréttirnar bárust að fánafótbolti yrði spilaður á leikunum. Ljóst er að líkt og í körfuboltanum gætu Bandaríkjamenn borið algjöra yfirburði kjósi þeir að gera það og ef marka má orð Mahomes er spenna meðal leikmanna að taka þátt. NFL Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira
Keppt verður í fánafótbolta (e. flag football) á Ólympíuleikunum 2028 í fyrsta skipti, hann er frábrugðinn þeim hefðbundna ameríska fótbolta sem iðkaður er í NFL deildinni. Leikmenn spila án hlífðarbúnaðar með fána festan í buxnastrenginn hangandi á sér. Í stað þess að leikur stöðvist með tæklingum er markmiðið að hrifsa fánann af leikmönnum. Auk fánafótbolta verður leikið í krikket, háfleik, skvassi og hafnarbolta/mjúkbolta í fyrsta skipti árið 2028. IOC Session approves @LA28’s proposal for 5⃣ additional sports:⚾Baseball/🥎softball, 🏏cricket, 🏈flag football, 🥍lacrosse and ⚫squash have been officially included as additional sports on the programme for the Olympic Games Los Angeles 2028. #LA28 pic.twitter.com/y7CLk2UEYx— The Olympic Games (@Olympics) October 16, 2023 NFL deildin studdi áætlanir Ólympíunefndarinnar og mun vinna með leikmannasamtökum deildarinnar að því að koma leikmönnum á leikanna 2028 með það að markmiði að auka útbreiðslu íþróttarinnar á alþjóðavísu. Patrick Mahomes ræddi við blaðamenn í Frankfurt, en lið hans leikur þar við Miami Dolphins á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem NFL leikur fer fram í Þýskalandi. „Ekki spurning, ég hef áhuga á því að taka þátt. Ég hef séð fánafótbolta spilaðan og flestir þarna eru svolítið hraðari en ég. Þegar leikarnir verða haldnir verð ég orðinn 31, 32 ára gamall en vonandi get ég haldið í við þá og fleygt fótboltanum aðeins.“ „Bara ekki segja þjálfaranum [Andy] Reid eða framkvæmdastjóranum [Brett] Veach frá því“ bætti Mahomes við hlæjandi. Mike Tirico speaks with Casey Wasserman about the addition of flag football to the @LA28 Olympics. pic.twitter.com/zTtf08SCx6— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) October 29, 2023 Mikil spenna og eftirvænting ríkir meðal aðdáenda NFL deildarinnar eftir að fréttirnar bárust að fánafótbolti yrði spilaður á leikunum. Ljóst er að líkt og í körfuboltanum gætu Bandaríkjamenn borið algjöra yfirburði kjósi þeir að gera það og ef marka má orð Mahomes er spenna meðal leikmanna að taka þátt.
NFL Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira