Mahomes lýsti yfir áhuga á Ólympíuleikunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. nóvember 2023 12:44 Patrick Mahomes, tvöfaldur Ofurskálarmeistari með Kansas City Chiefs. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL deildinni, sagðist hafa áhuga á að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Fánafótbolti verður ein af fimm nýjum ólympíuíþróttum það árið. Keppt verður í fánafótbolta (e. flag football) á Ólympíuleikunum 2028 í fyrsta skipti, hann er frábrugðinn þeim hefðbundna ameríska fótbolta sem iðkaður er í NFL deildinni. Leikmenn spila án hlífðarbúnaðar með fána festan í buxnastrenginn hangandi á sér. Í stað þess að leikur stöðvist með tæklingum er markmiðið að hrifsa fánann af leikmönnum. Auk fánafótbolta verður leikið í krikket, háfleik, skvassi og hafnarbolta/mjúkbolta í fyrsta skipti árið 2028. IOC Session approves @LA28’s proposal for 5⃣ additional sports:⚾Baseball/🥎softball, 🏏cricket, 🏈flag football, 🥍lacrosse and ⚫squash have been officially included as additional sports on the programme for the Olympic Games Los Angeles 2028. #LA28 pic.twitter.com/y7CLk2UEYx— The Olympic Games (@Olympics) October 16, 2023 NFL deildin studdi áætlanir Ólympíunefndarinnar og mun vinna með leikmannasamtökum deildarinnar að því að koma leikmönnum á leikanna 2028 með það að markmiði að auka útbreiðslu íþróttarinnar á alþjóðavísu. Patrick Mahomes ræddi við blaðamenn í Frankfurt, en lið hans leikur þar við Miami Dolphins á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem NFL leikur fer fram í Þýskalandi. „Ekki spurning, ég hef áhuga á því að taka þátt. Ég hef séð fánafótbolta spilaðan og flestir þarna eru svolítið hraðari en ég. Þegar leikarnir verða haldnir verð ég orðinn 31, 32 ára gamall en vonandi get ég haldið í við þá og fleygt fótboltanum aðeins.“ „Bara ekki segja þjálfaranum [Andy] Reid eða framkvæmdastjóranum [Brett] Veach frá því“ bætti Mahomes við hlæjandi. Mike Tirico speaks with Casey Wasserman about the addition of flag football to the @LA28 Olympics. pic.twitter.com/zTtf08SCx6— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) October 29, 2023 Mikil spenna og eftirvænting ríkir meðal aðdáenda NFL deildarinnar eftir að fréttirnar bárust að fánafótbolti yrði spilaður á leikunum. Ljóst er að líkt og í körfuboltanum gætu Bandaríkjamenn borið algjöra yfirburði kjósi þeir að gera það og ef marka má orð Mahomes er spenna meðal leikmanna að taka þátt. NFL Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Keppt verður í fánafótbolta (e. flag football) á Ólympíuleikunum 2028 í fyrsta skipti, hann er frábrugðinn þeim hefðbundna ameríska fótbolta sem iðkaður er í NFL deildinni. Leikmenn spila án hlífðarbúnaðar með fána festan í buxnastrenginn hangandi á sér. Í stað þess að leikur stöðvist með tæklingum er markmiðið að hrifsa fánann af leikmönnum. Auk fánafótbolta verður leikið í krikket, háfleik, skvassi og hafnarbolta/mjúkbolta í fyrsta skipti árið 2028. IOC Session approves @LA28’s proposal for 5⃣ additional sports:⚾Baseball/🥎softball, 🏏cricket, 🏈flag football, 🥍lacrosse and ⚫squash have been officially included as additional sports on the programme for the Olympic Games Los Angeles 2028. #LA28 pic.twitter.com/y7CLk2UEYx— The Olympic Games (@Olympics) October 16, 2023 NFL deildin studdi áætlanir Ólympíunefndarinnar og mun vinna með leikmannasamtökum deildarinnar að því að koma leikmönnum á leikanna 2028 með það að markmiði að auka útbreiðslu íþróttarinnar á alþjóðavísu. Patrick Mahomes ræddi við blaðamenn í Frankfurt, en lið hans leikur þar við Miami Dolphins á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem NFL leikur fer fram í Þýskalandi. „Ekki spurning, ég hef áhuga á því að taka þátt. Ég hef séð fánafótbolta spilaðan og flestir þarna eru svolítið hraðari en ég. Þegar leikarnir verða haldnir verð ég orðinn 31, 32 ára gamall en vonandi get ég haldið í við þá og fleygt fótboltanum aðeins.“ „Bara ekki segja þjálfaranum [Andy] Reid eða framkvæmdastjóranum [Brett] Veach frá því“ bætti Mahomes við hlæjandi. Mike Tirico speaks with Casey Wasserman about the addition of flag football to the @LA28 Olympics. pic.twitter.com/zTtf08SCx6— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) October 29, 2023 Mikil spenna og eftirvænting ríkir meðal aðdáenda NFL deildarinnar eftir að fréttirnar bárust að fánafótbolti yrði spilaður á leikunum. Ljóst er að líkt og í körfuboltanum gætu Bandaríkjamenn borið algjöra yfirburði kjósi þeir að gera það og ef marka má orð Mahomes er spenna meðal leikmanna að taka þátt.
NFL Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira