Fundar með utanríkisráðherrum arabaríkja um vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. nóvember 2023 12:49 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. AP Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Íslandsdeild Amnesty International krefst þess að forsætis- og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum við að koma á vopnahléi. Búast má við að kröfur um vopnahlé af mannúðarástæðum verði umræðuefni funda sem Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun eiga með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Blinken lagði áherslu á nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum á fundi með forsætisráðherra Ísrael í gær . Forsætisráðherrann sagði að slíkt hlé kæmi ekki til greina nema öllum þeim 240 gíslum sem Hamas liðar eru með í haldi verði sleppt. Þangað til verði hernaði Ísrael halið áfram af fullum þunga. Vopnahlé nauðsynlegt Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeilar Amnesty International, segir vopnahlé gríðarlega mikilvægt. „Til þess að stöðva þessar ólögmætir árásir allra aðila sem eiga sér stað í þessum átökum. Vopnahlé fækkar dauðsföllum og gerir hjálparstofnunum það kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð. Hlé er svakalega mikilvægt tæki og tækifæri til að tryggja að mannréttindi séu virt á þessu svæði.“ Vopnahlé sé ekki síður mikilvægt til að semja um lausn þeirra gísla sem í haldi eru. Íslandsdeildin afhenti Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og forsætisráðuneytinu undirskriftalista í gær með tæplega sjö þúsund undirskriftum. „Það sýnir hvað fólki hér á landi er annt um þennan málstað að tryggja mannréttindi og mannúð á þessu svæði, allra aðila. Og við höfum sjaldan eða jafnvel aldrei fengið jafn margar undirskriftir í máli sem deildin hefur tekið upp.“ Vonbrigði Anna segir það hafa verið vonbrigði þegar íslensk stjórnvöld sátu hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Þau hefðu viljað sjá Ísland kjósa með ályktuninni. „Og sýna þannig sterkan vilja og senda sterka yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins um að Ísland vilji setja mannúð og mannréttindi á oddinn, algjörlega. Þá hefði Ísland frekar getað gert í sinni greinargerð, grein fyrir því að þau hefðu viljað sjá frekari og nákvæmari útlistingu á þeim hópum sem þarna takast á eða fara nánar út í þau atriði sem þau hefðu viljað sjá í yfirlýsingunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
Búast má við að kröfur um vopnahlé af mannúðarástæðum verði umræðuefni funda sem Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun eiga með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Blinken lagði áherslu á nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum á fundi með forsætisráðherra Ísrael í gær . Forsætisráðherrann sagði að slíkt hlé kæmi ekki til greina nema öllum þeim 240 gíslum sem Hamas liðar eru með í haldi verði sleppt. Þangað til verði hernaði Ísrael halið áfram af fullum þunga. Vopnahlé nauðsynlegt Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeilar Amnesty International, segir vopnahlé gríðarlega mikilvægt. „Til þess að stöðva þessar ólögmætir árásir allra aðila sem eiga sér stað í þessum átökum. Vopnahlé fækkar dauðsföllum og gerir hjálparstofnunum það kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð. Hlé er svakalega mikilvægt tæki og tækifæri til að tryggja að mannréttindi séu virt á þessu svæði.“ Vopnahlé sé ekki síður mikilvægt til að semja um lausn þeirra gísla sem í haldi eru. Íslandsdeildin afhenti Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og forsætisráðuneytinu undirskriftalista í gær með tæplega sjö þúsund undirskriftum. „Það sýnir hvað fólki hér á landi er annt um þennan málstað að tryggja mannréttindi og mannúð á þessu svæði, allra aðila. Og við höfum sjaldan eða jafnvel aldrei fengið jafn margar undirskriftir í máli sem deildin hefur tekið upp.“ Vonbrigði Anna segir það hafa verið vonbrigði þegar íslensk stjórnvöld sátu hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Þau hefðu viljað sjá Ísland kjósa með ályktuninni. „Og sýna þannig sterkan vilja og senda sterka yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins um að Ísland vilji setja mannúð og mannréttindi á oddinn, algjörlega. Þá hefði Ísland frekar getað gert í sinni greinargerð, grein fyrir því að þau hefðu viljað sjá frekari og nákvæmari útlistingu á þeim hópum sem þarna takast á eða fara nánar út í þau atriði sem þau hefðu viljað sjá í yfirlýsingunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira