Arnold keyrði á konuna, Joanne Flickinger, í febrúar á þessu ári. Samkvæmt TMZ á hann að hafa aðstoðað Flickinger, sett hjólið hennar aftan á bílinn sinn og farið með það á verkstæði. Vitni greindu frá því að Arnold hafi ekki ekið hratt eða verið í órétti, þetta hafi einfaldlega verið óhapp.
Konan slasaðist ekki alvarlega en kvartaði undan verkjum og fór á bráðamóttöku. Nú, níu mánuðum seinna, hefur hún ákveðið að kæra hann.
Samkvæmt TMZ segir í kæru konunnar að Arnold hafi ekið allt of hratt og sýnt af sér gáleysi við akstur. Hún krefst því skaðabóta en Schwarzenegger hefur ekki svarað fyrirspurn miðilsins fyrrnefnda vegna málsins.