Vilja sex í varðhald vegna skotárásar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2023 16:36 Þessi karlmaður var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir kröfu um að sex einstaklingar sæti gæsluvarðhaldi í allt að eina viku í tengslum við rannsókn embættisins á skotárás í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudag. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á miðlægri deild lögreglu í samtali við Vísi. Sjö voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn og því ljóst að einum hefur verið sleppt. Lögregla hefur sagst telja sig hafa náð utan um málið og leitar ekki fleiri manna. Fyrrnefndir sjö voru yfirheyrðir í morgun. Einstaklingarnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis. Það kemur í hlut héraðsdómara að meta hvort orðið verði við kröfu lögreglu um vikulangt varðhald. Fram hefur komið að nokkrum skotum var hleypt af við Silfrutjörn um fimmleytið á fimmtudagsmorgun. Eitt skotið hæfði karlmann sem fluttur var á Landspítala en var útskrifaður í gær særður á fæti. Annar hlaut skrámu sökum byssukúlu. Þá hafnaði ein byssukúla í kyrrstæðum bíl á meðan önnur braut glugga í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Kúlan hafnaði í vegg inni í íbúð hjá fjölskyldu. Tvær stúlkur, fjögurra ára og átta ára, sváfu í rúmum sínum hinum megin við vegginn. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. 3. nóvember 2023 13:48 Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50 Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á miðlægri deild lögreglu í samtali við Vísi. Sjö voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn og því ljóst að einum hefur verið sleppt. Lögregla hefur sagst telja sig hafa náð utan um málið og leitar ekki fleiri manna. Fyrrnefndir sjö voru yfirheyrðir í morgun. Einstaklingarnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis. Það kemur í hlut héraðsdómara að meta hvort orðið verði við kröfu lögreglu um vikulangt varðhald. Fram hefur komið að nokkrum skotum var hleypt af við Silfrutjörn um fimmleytið á fimmtudagsmorgun. Eitt skotið hæfði karlmann sem fluttur var á Landspítala en var útskrifaður í gær særður á fæti. Annar hlaut skrámu sökum byssukúlu. Þá hafnaði ein byssukúla í kyrrstæðum bíl á meðan önnur braut glugga í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Kúlan hafnaði í vegg inni í íbúð hjá fjölskyldu. Tvær stúlkur, fjögurra ára og átta ára, sváfu í rúmum sínum hinum megin við vegginn.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. 3. nóvember 2023 13:48 Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50 Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. 3. nóvember 2023 13:48
Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. 3. nóvember 2023 11:50
Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29