Körfubolti

Segist hafa verið í ól hjá Sixers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Harden hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar um langt árabil.
James Harden hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar um langt árabil. getty/Tim Nwachukwu

James Harden skaut á sína gömlu vinnuveitendur í Philadelphia 76ers á blaðamannafundi þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Los Angeles Clippers.

Sixers skipti Harden til Clippers fyrr í vikunni. Harden lék með Sixers í rúmt ár og ef marka má orð hans á blaðamannafundinum gat hann ekki sýnt sínar bestu hliðar hjá félaginu.

Harden sagði að forráðamenn Sixers hefðu ekki viljað hafa hann hjá félaginu og hann hafi þurft að breyta hlutverki sínu.

„Ef þið viljið fá hreinskilið svar var þetta eins og að vera í ól. Ég naut mín ekki. Ég er ekki maður leikkerfa. Ég er leikkerfi,“ sagði Harden sem er vanur að vera mikið með boltann. Það breyttist aðeins hjá Sixers þar sem Joel Embiid er aðalmaðurinn. 

Á síðasta tímabili Harden með 21,0 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var stoðsendingakóngur NBA-deildarinnar.

Hjá Clippers hittir Harden fyrir stórstjörnurnar Russell Westbrook, Kawhi Leonard og Paul George.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×