Tilgangur tilgangslausra athafna Pétur Henry Petersen skrifar 3. nóvember 2023 10:31 Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Upplýsingatækni Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar