Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 10:50 Myndirnar munu hafa verið í dreifingu í sumar og á að vera búið að eyða þeim. Foreldrar stúlknanna óttast að þær stingi aftur upp kollinum. Getty Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind. Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind.
Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05