Þetta segir í tilkynningu Regins til kauphallarinnar. Þar segir að gildistími tilboðsins sé nú til klukkan 13 þann 11. desember næstkomandi. Gildistíminn hafði þegar verið framlengdur til 13. þessa mánaðar.
Í tilkynningu segir að umrædd framlenging á gildistíma valfrjálsa tilboðsins komi til í ljósi þess að Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans.
Framlenging á gildistíma valfrjálsa tilboðsins hafi engin áhrif á þá sem þegar hafa samþykkt tilboðið og þeir hluthafar Eikar sem þegar hafa samþykkt tilboðið þurfi ekki að aðhafast neitt.
Framlenging á gildistímanum feli ekki í sér breytingar á valfrjálsa tilboðinu.