Þar segir að tilkynning um slysið hafi borist klukkan 08:16 og viðbragðsaðilar strax farið á vettvang. Slysið varð á vegakaflanum í austurátt sem liggur austan Fitjar en vestan Grindavíkurvegar.
Lögreglan á Suðurnesjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Ökumaðurinn var einn í bílnum.