Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2023 13:49 Rúða brotnaði í nærliggjandi fjölbýlishúsi við byssuskot sem fór í rúðuna. Vísir/Berghildur Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. Lögregla leitar nú logandi ljósi að fólki sem tengist skotárásinni, þar á meðal þeim sem hæfði mann og slasaði alvarlega. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukið viðbragð hjá lögreglu til að tryggja öryggi almennings á höfðuborgarsvæðinu. Nokkrum byssuskotum var hleypt af á fimmta tímanum í nótt og voru lætin svo mikil að börn vöknuðu og voru skelkuð. Eitt skotið hafnaði í rúðu á íbúð fólks í nálægu íbúðahúsi. Búið er að setja plötu í stað rúðunnar sem brotnaði. Íbúarnir þar tengjast málinu ekki með neinum hætti. Þar býr margra barna fjölskylda. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur Sá sem slasaðist var fluttur á Landspítalann. Hann er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við Silfratjörn 2 eru í eigu Félagsbústaða og íbúðafélagsins Bjargs. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða. Taldi barn sitt hafa fengið martröð Íbúi í húsinu hefur orðið var við mikið partýstand og óreglu í íbúð á 3. hæð hússins. Hann vildi ekki koma fram undir nafni til að gæta öryggis síns og barna. Hann telur að þar sé ungt fólk, allt niður í sautján til átján ára, á ferðinni. Dóttir hans vaknaði við byssuhvellinn í nótt og hefur fjölskyldan áhyggjur af öryggi sínu eftir atburði næturinnar. Sömu sögu er að segja af móður í húsinu sem fréttastofa ræddi við í morgun. Barn hennar vaknaði við lætin í nótt og vakti foreldra sína. Lýsingar barnsins voru þannig að foreldrarnir héldu í fyrstu að barnið hefði vaknað sökum martraðar. Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum tveggja hópa. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Lögregla horfir til tímans frá því á miðnætti í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Lögreglan þiggur allar ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. Fram kom í tölvupósti til starfsfólks Dalskóla í hverfinu í morgun að mörg börn hefðu vaknað upp við skothvell og séð sjúkrabíla, lögreglubíla og blóð á vettvangi. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að íbúðin væri í eigu Bjargs, ekki Félagsbústaða. Reykjavík Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Lögregla leitar nú logandi ljósi að fólki sem tengist skotárásinni, þar á meðal þeim sem hæfði mann og slasaði alvarlega. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukið viðbragð hjá lögreglu til að tryggja öryggi almennings á höfðuborgarsvæðinu. Nokkrum byssuskotum var hleypt af á fimmta tímanum í nótt og voru lætin svo mikil að börn vöknuðu og voru skelkuð. Eitt skotið hafnaði í rúðu á íbúð fólks í nálægu íbúðahúsi. Búið er að setja plötu í stað rúðunnar sem brotnaði. Íbúarnir þar tengjast málinu ekki með neinum hætti. Þar býr margra barna fjölskylda. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur Sá sem slasaðist var fluttur á Landspítalann. Hann er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við Silfratjörn 2 eru í eigu Félagsbústaða og íbúðafélagsins Bjargs. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða. Taldi barn sitt hafa fengið martröð Íbúi í húsinu hefur orðið var við mikið partýstand og óreglu í íbúð á 3. hæð hússins. Hann vildi ekki koma fram undir nafni til að gæta öryggis síns og barna. Hann telur að þar sé ungt fólk, allt niður í sautján til átján ára, á ferðinni. Dóttir hans vaknaði við byssuhvellinn í nótt og hefur fjölskyldan áhyggjur af öryggi sínu eftir atburði næturinnar. Sömu sögu er að segja af móður í húsinu sem fréttastofa ræddi við í morgun. Barn hennar vaknaði við lætin í nótt og vakti foreldra sína. Lýsingar barnsins voru þannig að foreldrarnir héldu í fyrstu að barnið hefði vaknað sökum martraðar. Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum tveggja hópa. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Lögregla horfir til tímans frá því á miðnætti í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Lögreglan þiggur allar ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. Fram kom í tölvupósti til starfsfólks Dalskóla í hverfinu í morgun að mörg börn hefðu vaknað upp við skothvell og séð sjúkrabíla, lögreglubíla og blóð á vettvangi. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að íbúðin væri í eigu Bjargs, ekki Félagsbústaða.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31
Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42
Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28