Carlsberg í hart við Pútín og Rússland Árni Sæberg skrifar 31. október 2023 23:00 Jacob Aarup-Andersen er forstjóri Carlsberg. Soeren Bidstrup/EPA Danski bruggrisinn Carlsberg hefur stigið fyrstu skrefin í átt að því að sækja bætur frá Rússlandi eftir að Pútín Rússlandsforseti skrifaði undir tilskipun sem kom dótturfyrirtæki Carlsberg undir Rússa. „Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið. Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
„Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið.
Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent