Vel undirbúin fari að gjósa Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 20:00 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. Síðastliðinn sólarhring hafa um ellefu hundruð skjálftar mælst á Reykjanesskaganum. Fimm mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti þrír komma sjö en sá varð einungis rúma þrjá kílómetra frá Grindavík. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni eru engar vísbendingar um gosóróa en þó eru skýr merki um kvikuhlaup. Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi sem hófst fyrir fjórum dögum síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir starfsmenn vera vel undirbúna komi til eldgoss. „Eins og staðan er þá er óvissustig sem þýðir að við erum að yfirfara alla okkar ferla og gera okkur tilbúin til þess að geta brugðist við ef eitthvað myndi gerast en eins og staðan er núna er þetta óvissustig og almannavarnir hafa ekki hækkað það,“ segir Helga. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka það að kvika nái að brjóta sér leið upp við Bláa lónið þrátt fyrir að engin skýr merki séu um að það sé að fara að gerast þar eða annars staðar. Helga segir ferðamenn sem mæta í lónið vera upplýsta um stöðuna á staðnum. „Þeir hafa fundið fyrir þeim og spurt og verið að mörgu leyti forvitnir. Það hefur engin hræðsla gripið um sig eða neitt slíkt heldur meira forvitni og við reynt að upplýsa þá eins og unnt er. Við upplýsum gestina þegar þeir koma eftir bestu getu og reynum að fræða þá á sama tíma. Þeir taka þessari fræðslu vel og finnst þetta áhugavert, miklu frekar en hitt,“ segir Helga. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Sundlaugar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring hafa um ellefu hundruð skjálftar mælst á Reykjanesskaganum. Fimm mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti þrír komma sjö en sá varð einungis rúma þrjá kílómetra frá Grindavík. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni eru engar vísbendingar um gosóróa en þó eru skýr merki um kvikuhlaup. Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi sem hófst fyrir fjórum dögum síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir starfsmenn vera vel undirbúna komi til eldgoss. „Eins og staðan er þá er óvissustig sem þýðir að við erum að yfirfara alla okkar ferla og gera okkur tilbúin til þess að geta brugðist við ef eitthvað myndi gerast en eins og staðan er núna er þetta óvissustig og almannavarnir hafa ekki hækkað það,“ segir Helga. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka það að kvika nái að brjóta sér leið upp við Bláa lónið þrátt fyrir að engin skýr merki séu um að það sé að fara að gerast þar eða annars staðar. Helga segir ferðamenn sem mæta í lónið vera upplýsta um stöðuna á staðnum. „Þeir hafa fundið fyrir þeim og spurt og verið að mörgu leyti forvitnir. Það hefur engin hræðsla gripið um sig eða neitt slíkt heldur meira forvitni og við reynt að upplýsa þá eins og unnt er. Við upplýsum gestina þegar þeir koma eftir bestu getu og reynum að fræða þá á sama tíma. Þeir taka þessari fræðslu vel og finnst þetta áhugavert, miklu frekar en hitt,“ segir Helga.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Sundlaugar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira