Körfubolti

Þrennur og ekkert tap ennþá hjá bæði Nikola Jokic og Luka Doncic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic hefur byrjað tímabilið vel með Dallas liðinu.
Luka Doncic hefur byrjað tímabilið vel með Dallas liðinu. AP/Brandon Dill

Denver Nuggets, Boston Celtics og Dallas Mavericks hafa unnið alla leiki sína eftir fyrstu viku nýs tímabils í NBA deildinni í körfubolta.

NBA-meistarar Denver Nuggets unnu sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann 110-102 sigur á Utah Jazz. Nikola Jokic náði sinni annarri þrennu á tímabilinu en hann var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum. Jamal Murray var síðan með 18 stig og 14 stoðsendingar.

Luka Doncic var líka með þrennu þegar Dallas Mavericks vann sinn þriðja leik í röð nú 125-110 sigur á Memphis Grizzlies sem hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum. Doncic var með 35 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var hans 58. þrenna i NBA. Hann skoraði 49 stig í leiknum á undan og var líka með þrennu í fyrsta leik.

Boston Celtics hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið vann afar öruggan 126-107 sigur á Washington Wizards í nótt. Jaylen Brown skoraði 36 stig og Jayson Tatum var með 33 stig. Brown hitti úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum.

Stephen Curry skoraði 42 stig á 30 mínútum og setti niður sjö þrista þegar Golden State Warriors vann 130-102 sigur á New Orleans Pelicans. Chris Paul kom með 13 stig inn af bekknum. Golden State hefur unnið þrjá leiki í röð eftir tap á móti Phoenix Suns í fyrsta leik.

  • Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
  • Orlando Magic - Los Angeles Lakers 103-106
  • Utah Jazz - Denver Nuggets 102-110
  • Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 125-110
  • Miami Heat - Milwaukee Bucks 114-122
  • Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 130-102
  • Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 112-123
  • Minnesota Timberwolves - Atlanta Hawks 113-127
  • Portland Trail Blazers - Toronto Raptors 99-91
  • Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 133-121
  • Chicago Bulls - Indiana Pacers 112-105
  • Boston Celtics - Washington Wizards 126-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×