Majónes í kaffið strákurinn átti magnaðan fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 12:01 Will Levis er hér til hægri númer átta en hann leiddi Tennessee Titans til sigurs í sínum fyrsta NFL-leik og átti fjórar snertimarksendingar. Getty/Wesley Hitt Meistarar Kansas City Chiefs töpuðu óvænt í NFL-deildinni í Denver í gær og taphrina San Francisco 49ers hélt áfram og er nú komin upp í þrjá leiki í röð. Maður helgarinnar var aftur á móti nýliðinn sem var „niðurlægður“ í nýliðavalinu. Leikstjórnandinn Will Levis fékk loksins sitt fyrsta tækifæri með Tennessee Titans í gær en hann þurfti að bíða fram í áttundu viku til að fá að spila leik í deildinni. Levis vakti mikla athygli þegar hvert liðið á fætur öðru ákvað að velja hann ekki í nýliðavalinu en hann þurfti að upplifa þau vonbrigði með myndavélarnar á sér í græna herberginu. Á endanum voru það Titans sem veðjuðu á hann en þó ekki fyrr en í annarri umferð eða með 33. valréttinum. FOUR TDS FOR WILL LEVIS (via @NFL)pic.twitter.com/975RsY2HW4— ESPN (@espn) October 29, 2023 Levis hafði reyndar hneykslað suma með matarvenjum sínum en hann borðar banana með hýðinu og setur majónes út í kaffið sitt. Beið og beið Hann fékk ekki tækifæri fyrstu tvo mánuði tímabilsins en loksins kom það i leik á móti Atlanta Falcons þar sem aðalleikstjórnandi liðsins, Ryan Tannehill, gat ekki spilað vegna meiðsla. Levis átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum þar af þrjá þeirra á DeAndre Hopkins. Hann var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NFL sem nær því í sínum fyrsta leik. Hopkins hafði ekki fundið sig nógu vel með Tannehill en græddi heldur betur á áhættusömum löngum sendingum frá Levis enda rötuðu þrjár þeirra á hann og skiluðu sér í snertimarki. "We've been saying we need to get [Hopkins] in the end zone... I said why not 3 times?" - Will Levis with @AmandaGuerraCBS after the @titans win pic.twitter.com/JlSUX21OvE— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 29, 2023 Ekki gerst í 30 leikjum hjá Mahomes Þetta var aftur á móti skelfilegur dagur fyrir Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs. Hann glímdi við veikindi og þetta var í fyrsta sinn í þrjátíu leikjum sem hann átti ekki snertimarkssendingu. Chiefs liðið náði sér ekki á strik og steinlá 24-9 á móti Denver Broncos. Denver hefur á stundum verið aðhlátursefni á leiktíðinni enda tapaði liðið meðal annars 70-20 fyrir Miami. Þetta var aftur á móti annars sigur liðsins í röð eftir sigur á Green Bay Packers í vikunni á undan. Before today's loss, Patrick Mahomes was 12-0 against the Broncos pic.twitter.com/Pf0Rx4Pik8— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 29, 2023 San Francisco 49ers vann fimm fyrstu fimm leiki sína en tapaði þriðja leik sínum í röð í gær og það á heimavelli. Liðið tapaði 31-17 á móti Cincinnati Bengals. Bengals byrjaði tímabilið mjög illa en hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Tap 49ers og 24-20 sigur Seattle Seahawks á Cleveland Browns þýddi að Seattle hoppaði upp fyrir San Francisco liðið í vesturriðli Þjóðardeildarinnar. Ernirnir einir með besta árangurinn í deildinni Philadelphia Eagles vann sinn sjöunda leik, nú 38-31 á Washington Commanders, og er nú liðið með besta árangurinn í deildinni, sjö sigra og eitt tap. Miami Dolphins og Dallas Cowboys unnu bæði stórsigra og Carolina Panthers varð síðasta liðið í deildinni til að vinna leik. Jacksonville Jaguars er aftur á móti það lið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna en 20-10 sigur liðsins á Pittsburgh Steelers var fimmti sigur liðsins í röð. Minnesota Vikings vann sinn þriðja leik í röð, 24-10 sigur á Green Bay Packers, en hann var dýrkeyptur því leikstjórnandinn sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni. Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18 NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Leikstjórnandinn Will Levis fékk loksins sitt fyrsta tækifæri með Tennessee Titans í gær en hann þurfti að bíða fram í áttundu viku til að fá að spila leik í deildinni. Levis vakti mikla athygli þegar hvert liðið á fætur öðru ákvað að velja hann ekki í nýliðavalinu en hann þurfti að upplifa þau vonbrigði með myndavélarnar á sér í græna herberginu. Á endanum voru það Titans sem veðjuðu á hann en þó ekki fyrr en í annarri umferð eða með 33. valréttinum. FOUR TDS FOR WILL LEVIS (via @NFL)pic.twitter.com/975RsY2HW4— ESPN (@espn) October 29, 2023 Levis hafði reyndar hneykslað suma með matarvenjum sínum en hann borðar banana með hýðinu og setur majónes út í kaffið sitt. Beið og beið Hann fékk ekki tækifæri fyrstu tvo mánuði tímabilsins en loksins kom það i leik á móti Atlanta Falcons þar sem aðalleikstjórnandi liðsins, Ryan Tannehill, gat ekki spilað vegna meiðsla. Levis átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum þar af þrjá þeirra á DeAndre Hopkins. Hann var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NFL sem nær því í sínum fyrsta leik. Hopkins hafði ekki fundið sig nógu vel með Tannehill en græddi heldur betur á áhættusömum löngum sendingum frá Levis enda rötuðu þrjár þeirra á hann og skiluðu sér í snertimarki. "We've been saying we need to get [Hopkins] in the end zone... I said why not 3 times?" - Will Levis with @AmandaGuerraCBS after the @titans win pic.twitter.com/JlSUX21OvE— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 29, 2023 Ekki gerst í 30 leikjum hjá Mahomes Þetta var aftur á móti skelfilegur dagur fyrir Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs. Hann glímdi við veikindi og þetta var í fyrsta sinn í þrjátíu leikjum sem hann átti ekki snertimarkssendingu. Chiefs liðið náði sér ekki á strik og steinlá 24-9 á móti Denver Broncos. Denver hefur á stundum verið aðhlátursefni á leiktíðinni enda tapaði liðið meðal annars 70-20 fyrir Miami. Þetta var aftur á móti annars sigur liðsins í röð eftir sigur á Green Bay Packers í vikunni á undan. Before today's loss, Patrick Mahomes was 12-0 against the Broncos pic.twitter.com/Pf0Rx4Pik8— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 29, 2023 San Francisco 49ers vann fimm fyrstu fimm leiki sína en tapaði þriðja leik sínum í röð í gær og það á heimavelli. Liðið tapaði 31-17 á móti Cincinnati Bengals. Bengals byrjaði tímabilið mjög illa en hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Tap 49ers og 24-20 sigur Seattle Seahawks á Cleveland Browns þýddi að Seattle hoppaði upp fyrir San Francisco liðið í vesturriðli Þjóðardeildarinnar. Ernirnir einir með besta árangurinn í deildinni Philadelphia Eagles vann sinn sjöunda leik, nú 38-31 á Washington Commanders, og er nú liðið með besta árangurinn í deildinni, sjö sigra og eitt tap. Miami Dolphins og Dallas Cowboys unnu bæði stórsigra og Carolina Panthers varð síðasta liðið í deildinni til að vinna leik. Jacksonville Jaguars er aftur á móti það lið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna en 20-10 sigur liðsins á Pittsburgh Steelers var fimmti sigur liðsins í röð. Minnesota Vikings vann sinn þriðja leik í röð, 24-10 sigur á Green Bay Packers, en hann var dýrkeyptur því leikstjórnandinn sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni. Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18
Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18
NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira