Majónes í kaffið strákurinn átti magnaðan fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 12:01 Will Levis er hér til hægri númer átta en hann leiddi Tennessee Titans til sigurs í sínum fyrsta NFL-leik og átti fjórar snertimarksendingar. Getty/Wesley Hitt Meistarar Kansas City Chiefs töpuðu óvænt í NFL-deildinni í Denver í gær og taphrina San Francisco 49ers hélt áfram og er nú komin upp í þrjá leiki í röð. Maður helgarinnar var aftur á móti nýliðinn sem var „niðurlægður“ í nýliðavalinu. Leikstjórnandinn Will Levis fékk loksins sitt fyrsta tækifæri með Tennessee Titans í gær en hann þurfti að bíða fram í áttundu viku til að fá að spila leik í deildinni. Levis vakti mikla athygli þegar hvert liðið á fætur öðru ákvað að velja hann ekki í nýliðavalinu en hann þurfti að upplifa þau vonbrigði með myndavélarnar á sér í græna herberginu. Á endanum voru það Titans sem veðjuðu á hann en þó ekki fyrr en í annarri umferð eða með 33. valréttinum. FOUR TDS FOR WILL LEVIS (via @NFL)pic.twitter.com/975RsY2HW4— ESPN (@espn) October 29, 2023 Levis hafði reyndar hneykslað suma með matarvenjum sínum en hann borðar banana með hýðinu og setur majónes út í kaffið sitt. Beið og beið Hann fékk ekki tækifæri fyrstu tvo mánuði tímabilsins en loksins kom það i leik á móti Atlanta Falcons þar sem aðalleikstjórnandi liðsins, Ryan Tannehill, gat ekki spilað vegna meiðsla. Levis átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum þar af þrjá þeirra á DeAndre Hopkins. Hann var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NFL sem nær því í sínum fyrsta leik. Hopkins hafði ekki fundið sig nógu vel með Tannehill en græddi heldur betur á áhættusömum löngum sendingum frá Levis enda rötuðu þrjár þeirra á hann og skiluðu sér í snertimarki. "We've been saying we need to get [Hopkins] in the end zone... I said why not 3 times?" - Will Levis with @AmandaGuerraCBS after the @titans win pic.twitter.com/JlSUX21OvE— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 29, 2023 Ekki gerst í 30 leikjum hjá Mahomes Þetta var aftur á móti skelfilegur dagur fyrir Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs. Hann glímdi við veikindi og þetta var í fyrsta sinn í þrjátíu leikjum sem hann átti ekki snertimarkssendingu. Chiefs liðið náði sér ekki á strik og steinlá 24-9 á móti Denver Broncos. Denver hefur á stundum verið aðhlátursefni á leiktíðinni enda tapaði liðið meðal annars 70-20 fyrir Miami. Þetta var aftur á móti annars sigur liðsins í röð eftir sigur á Green Bay Packers í vikunni á undan. Before today's loss, Patrick Mahomes was 12-0 against the Broncos pic.twitter.com/Pf0Rx4Pik8— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 29, 2023 San Francisco 49ers vann fimm fyrstu fimm leiki sína en tapaði þriðja leik sínum í röð í gær og það á heimavelli. Liðið tapaði 31-17 á móti Cincinnati Bengals. Bengals byrjaði tímabilið mjög illa en hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Tap 49ers og 24-20 sigur Seattle Seahawks á Cleveland Browns þýddi að Seattle hoppaði upp fyrir San Francisco liðið í vesturriðli Þjóðardeildarinnar. Ernirnir einir með besta árangurinn í deildinni Philadelphia Eagles vann sinn sjöunda leik, nú 38-31 á Washington Commanders, og er nú liðið með besta árangurinn í deildinni, sjö sigra og eitt tap. Miami Dolphins og Dallas Cowboys unnu bæði stórsigra og Carolina Panthers varð síðasta liðið í deildinni til að vinna leik. Jacksonville Jaguars er aftur á móti það lið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna en 20-10 sigur liðsins á Pittsburgh Steelers var fimmti sigur liðsins í röð. Minnesota Vikings vann sinn þriðja leik í röð, 24-10 sigur á Green Bay Packers, en hann var dýrkeyptur því leikstjórnandinn sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni. Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18 NFL Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira
Leikstjórnandinn Will Levis fékk loksins sitt fyrsta tækifæri með Tennessee Titans í gær en hann þurfti að bíða fram í áttundu viku til að fá að spila leik í deildinni. Levis vakti mikla athygli þegar hvert liðið á fætur öðru ákvað að velja hann ekki í nýliðavalinu en hann þurfti að upplifa þau vonbrigði með myndavélarnar á sér í græna herberginu. Á endanum voru það Titans sem veðjuðu á hann en þó ekki fyrr en í annarri umferð eða með 33. valréttinum. FOUR TDS FOR WILL LEVIS (via @NFL)pic.twitter.com/975RsY2HW4— ESPN (@espn) October 29, 2023 Levis hafði reyndar hneykslað suma með matarvenjum sínum en hann borðar banana með hýðinu og setur majónes út í kaffið sitt. Beið og beið Hann fékk ekki tækifæri fyrstu tvo mánuði tímabilsins en loksins kom það i leik á móti Atlanta Falcons þar sem aðalleikstjórnandi liðsins, Ryan Tannehill, gat ekki spilað vegna meiðsla. Levis átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum þar af þrjá þeirra á DeAndre Hopkins. Hann var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NFL sem nær því í sínum fyrsta leik. Hopkins hafði ekki fundið sig nógu vel með Tannehill en græddi heldur betur á áhættusömum löngum sendingum frá Levis enda rötuðu þrjár þeirra á hann og skiluðu sér í snertimarki. "We've been saying we need to get [Hopkins] in the end zone... I said why not 3 times?" - Will Levis with @AmandaGuerraCBS after the @titans win pic.twitter.com/JlSUX21OvE— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 29, 2023 Ekki gerst í 30 leikjum hjá Mahomes Þetta var aftur á móti skelfilegur dagur fyrir Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs. Hann glímdi við veikindi og þetta var í fyrsta sinn í þrjátíu leikjum sem hann átti ekki snertimarkssendingu. Chiefs liðið náði sér ekki á strik og steinlá 24-9 á móti Denver Broncos. Denver hefur á stundum verið aðhlátursefni á leiktíðinni enda tapaði liðið meðal annars 70-20 fyrir Miami. Þetta var aftur á móti annars sigur liðsins í röð eftir sigur á Green Bay Packers í vikunni á undan. Before today's loss, Patrick Mahomes was 12-0 against the Broncos pic.twitter.com/Pf0Rx4Pik8— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 29, 2023 San Francisco 49ers vann fimm fyrstu fimm leiki sína en tapaði þriðja leik sínum í röð í gær og það á heimavelli. Liðið tapaði 31-17 á móti Cincinnati Bengals. Bengals byrjaði tímabilið mjög illa en hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Tap 49ers og 24-20 sigur Seattle Seahawks á Cleveland Browns þýddi að Seattle hoppaði upp fyrir San Francisco liðið í vesturriðli Þjóðardeildarinnar. Ernirnir einir með besta árangurinn í deildinni Philadelphia Eagles vann sinn sjöunda leik, nú 38-31 á Washington Commanders, og er nú liðið með besta árangurinn í deildinni, sjö sigra og eitt tap. Miami Dolphins og Dallas Cowboys unnu bæði stórsigra og Carolina Panthers varð síðasta liðið í deildinni til að vinna leik. Jacksonville Jaguars er aftur á móti það lið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna en 20-10 sigur liðsins á Pittsburgh Steelers var fimmti sigur liðsins í röð. Minnesota Vikings vann sinn þriðja leik í röð, 24-10 sigur á Green Bay Packers, en hann var dýrkeyptur því leikstjórnandinn sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni. Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18
Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18
NFL Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira