Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. október 2023 10:14 Ástin og gleðin voru svo sannarlega við völd í gærkvöldi. Búningarnir voru stórkostlegir og sumir ansi ógnvekjandi, eins og tvíburarar þeirrar Sunnevu og Baltasars. Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta. Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta.
Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira