Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 17:01 Oleg Tsarev, flúði til Donbas-svæðisins á árum áður og reyndi að sameina aðskilnaðarsinna í Lúhansk og Dónetsk. Rússar ætluðu mögulega að gera hann að forseta Úkraínu, hefði innrás þeirra í fyrra heppnast. EPA/SERGEI ILNITSKY Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. Í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra er Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagður hafa haft Tsarev á lista yfir menn sem gætu stjórnað Úkraínu í hans umboði, eftir að innrásinni væri lokið og Rússar búnir að hernema Úkraínu. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014, ýttu undir átök í austurhluta landsins og tóku beinan þátt í þeim átökum með aðskilnaðarsinnum, bauð Tsarev sig fram til forseta. Max Seddon, frá Financial Times, rifjaði upp í dag að það framboð hafi ekki farið vel. Tsarev var eitt sinn eltur af áhorfendum úr upptökuveri sjónvarpsstöðvar þar sem hann var barinn. Hann flúði síðar til Donbas-svæðisins þar sem hann reyndi að sameina aðskilnaðarsinnana í Lúhansk og Dónetsk. Síðar flutti hann til Krímskaga, eftir að hann var ákærður fyrir að styðja aðskilnaðarsinnana. Early last year, the Kremlin was considering former pro-Russian Ukrainian MP Oleg Tsaryov among the candidates to rule Ukraine on Putin's behalf.Last night, per his family, Tsaryov was shot twice at his home in Crimea. He's in critical condition.https://t.co/9SfAhiKyoe— max seddon (@maxseddon) October 27, 2023 Á Telegram-síðu Tsarevs segir að tilræðismaður hafi skotið hann tvisvar sinnum á heimili hans og að yfirvöld í Rússlandi hafi málið til skoðunar. Nánar tiltekið hafi FSB, áður KGB, hafið rannsókn. Fyrst í morgun bárust fregnir af því að Tsarev hefði verið stunginn eða að eitrað hafi verið fyrir honum. Í samtali við TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir samstarfsmaður Tsarevs að hann hafi verið skotinn. Þá segir á vef fréttaveitunnar að engar upplýsingar um tilræðismanninn liggi fyrir. Heyja stríð gegn Rússum í skuggunum Fyrr í vikunni var sagt frá því að leyniþjónustur Úkraínu héldu úti hópum njósnara sem hefðu meðal annars verið þjálfaðir og vopnaðir af Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Þessir menn eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússum og úkraínskum stuðningsmönnum þeirra í skuggunum. Meðal annars hafa þeir myrt samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Í fyrstu voru þessir menn handsamaðir en það breyttist vegna ódæða Rússa og sveita þeirra í austurhluta Úkraínu og annarsstaðar í Rússlandi. Njósnaranir eru meðal annars sagðir hafa banað rússneskum kafbátaskipstjóra og Maríu Dúgínu, dóttur hins umdeilda heimspekins Alexander Dúgín. Ekki liggur fyrir að þessir hópar hafi komið að banatilræðinu á Tsarev en fjölmargir samstarfsmenn Rússa í Úkraínu hafa verið myrtir á undanförnum mánuðum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18 Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra er Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagður hafa haft Tsarev á lista yfir menn sem gætu stjórnað Úkraínu í hans umboði, eftir að innrásinni væri lokið og Rússar búnir að hernema Úkraínu. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014, ýttu undir átök í austurhluta landsins og tóku beinan þátt í þeim átökum með aðskilnaðarsinnum, bauð Tsarev sig fram til forseta. Max Seddon, frá Financial Times, rifjaði upp í dag að það framboð hafi ekki farið vel. Tsarev var eitt sinn eltur af áhorfendum úr upptökuveri sjónvarpsstöðvar þar sem hann var barinn. Hann flúði síðar til Donbas-svæðisins þar sem hann reyndi að sameina aðskilnaðarsinnana í Lúhansk og Dónetsk. Síðar flutti hann til Krímskaga, eftir að hann var ákærður fyrir að styðja aðskilnaðarsinnana. Early last year, the Kremlin was considering former pro-Russian Ukrainian MP Oleg Tsaryov among the candidates to rule Ukraine on Putin's behalf.Last night, per his family, Tsaryov was shot twice at his home in Crimea. He's in critical condition.https://t.co/9SfAhiKyoe— max seddon (@maxseddon) October 27, 2023 Á Telegram-síðu Tsarevs segir að tilræðismaður hafi skotið hann tvisvar sinnum á heimili hans og að yfirvöld í Rússlandi hafi málið til skoðunar. Nánar tiltekið hafi FSB, áður KGB, hafið rannsókn. Fyrst í morgun bárust fregnir af því að Tsarev hefði verið stunginn eða að eitrað hafi verið fyrir honum. Í samtali við TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir samstarfsmaður Tsarevs að hann hafi verið skotinn. Þá segir á vef fréttaveitunnar að engar upplýsingar um tilræðismanninn liggi fyrir. Heyja stríð gegn Rússum í skuggunum Fyrr í vikunni var sagt frá því að leyniþjónustur Úkraínu héldu úti hópum njósnara sem hefðu meðal annars verið þjálfaðir og vopnaðir af Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Þessir menn eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússum og úkraínskum stuðningsmönnum þeirra í skuggunum. Meðal annars hafa þeir myrt samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Í fyrstu voru þessir menn handsamaðir en það breyttist vegna ódæða Rússa og sveita þeirra í austurhluta Úkraínu og annarsstaðar í Rússlandi. Njósnaranir eru meðal annars sagðir hafa banað rússneskum kafbátaskipstjóra og Maríu Dúgínu, dóttur hins umdeilda heimspekins Alexander Dúgín. Ekki liggur fyrir að þessir hópar hafi komið að banatilræðinu á Tsarev en fjölmargir samstarfsmenn Rússa í Úkraínu hafa verið myrtir á undanförnum mánuðum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18 Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37
Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18
Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15