Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 13:37 John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, fór hörðum orðum um yfirmenn í rússneska hernum í gærkvöldi. AP/Susan Walsh Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira