Birna verðlaunuð fyrir Örverpi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. október 2023 15:32 Birna Stefánsdóttir er handhafi bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Dagur B. Eggertsson afhenti henni verðlaunin við hátíðlega athöfn í dag. Reykjavíkurborg Birna Stefánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við hátíðlega athöfn í Höfða. Borgarstjóri veitti Birnu verðlaunin. Þau hlýtur hún fyrir handritið Örverpi, sem er hennar fyrsta ljóðabók. Í tilkynningu kemur fram að alls hafi borist 77 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina í ár. Handrit eru send inn undir dulnefni og aðeins var umslag með réttu nafni verðlaunahöfundar opnað. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1994 en árið 2004 var tekin upp sú nýbreytni að veita eingöngu verðlaun fyrir ljóðahandrit. Verðlaunin nema einni milljón króna. Birna Stefánsdóttir er fædd 1994 í Reykjavík. Hún er með bakgrunn í stjórnmálafræði og útskrifaðist með meistaragráðu í ritlist árið 2023. Hún hefur unnið við blaðamennsku og önnur ritstörf, þar á meðal fyrir útvarp og bókaútgáfur. Í dómnefnd sátu: Guðrún Sóley Gestsdóttir (formaður), Sigurbjörg Þrastardóttir og Svavar Steinarr Guðmundsson. „Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur undanfarið lagt aukna rækt við ljóðið og hlúð að samfélagi skálda sem hafa vilja til að gefa aftur til baka til borgarbúa,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er spennandi að sjá gróskuna meðal ungskálda og í dag fögnum við ungu ljóðskáldi sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.“ Kunnug og ný fjölskyldusaga Í umsögn dómnefndar kemur fram að Örverpi sé kafli í fjölskyldusögu sem sé lesendum bæði kunnugur og nýr og lýsi andstreymi sem öll fást við á einn eða annan hátt. Verkið leiði lesanda áreynslulaust gegnum atburðarás sem ber bæði með sér léttleikann og þyngslin sem fylgja því að tilheyra fjölskyldu og raunar tengjast öðrum manneskjum tilfinningaböndum. Verkið skoði þræðina sem liggja milli fólks, hvernig þeir flækjast, styrkjast og trosna á víxl. „Hér er því lýst þegar ein undirstaða fjölskyldu gefur sig og hvaða afleiðingar sá brestur hefur á heildina alla. Verkið er athugun á daglegu lífi og hvaða áhrif frávik hefur á hversdagslegar athafnir, bjagar raunveruleikann og getur verið hluti fyrir miklu stærri heild,“ segir í umsögninni. „Verkið heillar með látleysi sínu. Sagan er sögð í einföldum og hæverskum ljóðlínum meðan undir niðri krauma sterkar tilfinningar. Örverpi er ekki síður athugun á mætti tungumálsins, hversu mörg eða fá orð duga til að endurspegla reynsluheim og vekja skilning viðtakanda. Engu er hér ofaukið, lesanda er veitt fullt traust til að álykta, finna og týna rétt eins og persónur sögunnar. Verkinu var valinn stíll sem er um leið mynd af sjálfu viðfangsefninu, hverfist um gloppur og eyður og hvernig við fyllum í þær með eigin tilveru og hugmyndum.“ Birna dragi með stakri stílfimi upp tregablandna mynd af veröld sem var og þeim veruleika sem hefur tekið við. Fjölskylduböndum sem liðast upp, kynslóðabili sem gliðnar. En myndin sýni ekki síður fegurðina í því þegar okkur tekst að hrista kliðinn af okkur og vera heil í líðandi stund. Bókmenntir Reykjavík Ljóðlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þau hlýtur hún fyrir handritið Örverpi, sem er hennar fyrsta ljóðabók. Í tilkynningu kemur fram að alls hafi borist 77 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina í ár. Handrit eru send inn undir dulnefni og aðeins var umslag með réttu nafni verðlaunahöfundar opnað. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1994 en árið 2004 var tekin upp sú nýbreytni að veita eingöngu verðlaun fyrir ljóðahandrit. Verðlaunin nema einni milljón króna. Birna Stefánsdóttir er fædd 1994 í Reykjavík. Hún er með bakgrunn í stjórnmálafræði og útskrifaðist með meistaragráðu í ritlist árið 2023. Hún hefur unnið við blaðamennsku og önnur ritstörf, þar á meðal fyrir útvarp og bókaútgáfur. Í dómnefnd sátu: Guðrún Sóley Gestsdóttir (formaður), Sigurbjörg Þrastardóttir og Svavar Steinarr Guðmundsson. „Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur undanfarið lagt aukna rækt við ljóðið og hlúð að samfélagi skálda sem hafa vilja til að gefa aftur til baka til borgarbúa,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er spennandi að sjá gróskuna meðal ungskálda og í dag fögnum við ungu ljóðskáldi sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.“ Kunnug og ný fjölskyldusaga Í umsögn dómnefndar kemur fram að Örverpi sé kafli í fjölskyldusögu sem sé lesendum bæði kunnugur og nýr og lýsi andstreymi sem öll fást við á einn eða annan hátt. Verkið leiði lesanda áreynslulaust gegnum atburðarás sem ber bæði með sér léttleikann og þyngslin sem fylgja því að tilheyra fjölskyldu og raunar tengjast öðrum manneskjum tilfinningaböndum. Verkið skoði þræðina sem liggja milli fólks, hvernig þeir flækjast, styrkjast og trosna á víxl. „Hér er því lýst þegar ein undirstaða fjölskyldu gefur sig og hvaða afleiðingar sá brestur hefur á heildina alla. Verkið er athugun á daglegu lífi og hvaða áhrif frávik hefur á hversdagslegar athafnir, bjagar raunveruleikann og getur verið hluti fyrir miklu stærri heild,“ segir í umsögninni. „Verkið heillar með látleysi sínu. Sagan er sögð í einföldum og hæverskum ljóðlínum meðan undir niðri krauma sterkar tilfinningar. Örverpi er ekki síður athugun á mætti tungumálsins, hversu mörg eða fá orð duga til að endurspegla reynsluheim og vekja skilning viðtakanda. Engu er hér ofaukið, lesanda er veitt fullt traust til að álykta, finna og týna rétt eins og persónur sögunnar. Verkinu var valinn stíll sem er um leið mynd af sjálfu viðfangsefninu, hverfist um gloppur og eyður og hvernig við fyllum í þær með eigin tilveru og hugmyndum.“ Birna dragi með stakri stílfimi upp tregablandna mynd af veröld sem var og þeim veruleika sem hefur tekið við. Fjölskylduböndum sem liðast upp, kynslóðabili sem gliðnar. En myndin sýni ekki síður fegurðina í því þegar okkur tekst að hrista kliðinn af okkur og vera heil í líðandi stund.
Bókmenntir Reykjavík Ljóðlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira